Morgunn - 01.12.1972, Síða 44
122
MORGUNN
er komið — allt orðið til fyrir — allt hverfur aftur til, á sínum
tíma.
Ef það þyrfti skýringar við, að Guð er Faðir — að Guð er
fyrst og fremst Kærleikur — þá er sú skýring nærtæk, séu
málavextir þeir, sem nú hefur verið gerð grein fyrir.
Það, sem gerir Sköpunarverkinu færst að þroskast þannig,
að það geti á sinum tíma runnið saman við Guð á alfullkom-
inn hátt, er það, að „Andi Guðs“ hefur á síðustu þróunarstig-
um þess runnið í það með — í aðaldráttum skoðað — sívaxandi
hraða. Heilagur Andi hefur tekið sér bústað í vaxtarbroddi
Sköpunarverksins, Manninum — Manni hinna óteljandi
stjörnukerfa. En af þvi ráðast svo örlög gervallrar Náttúrunn-
ar (,,Skepnunnar“) — og víkur Pnll postuli mjög greinilega
og aðgengilega, jafnframt stórfenglega, að þessu í 8. kapítula
Rómverjabréfsins. Hins vegar er það „Sonur Guðs“ — með
einhverjum guðdómlegum hætti sérstakur fulltrúi Hans gagn-
vart Sköpunarverkinu — sem kveikir hinn Heilaga Anda með
mannkyninu — mannkynjum stjörnugeimsins —, kveikir
trúna á Föðurinn — að Guð sé Faðir — og þar með trú á þá eig-
in köllun að vera Föðurnum barn — og þar með hver öðrum
bræður og systur og að sjálfsögðu „erfingjar — allra hluta og
eilífs lífs“ — „samarfar Krists“, eins og Páll postuli kemst
að orði.
„Síðan kemur endirinn,“ segir í fyrra Korinþu-bréfinu, „er
Kristur selur ríki sitt Guði, Föðurnum í hendur . . . En þegar
aht er lagt undir Föðurinn, þá mun og Sonurinn sjálfur leggja
sig undir þann, er lagði alla hluti undir hann, til þess að Guð
sé allt i öllu.“ 1 Kólossu-bréfinu segir Páll: „Allir hlutir eru
skapaðir fyrir Soninn og til hans“ — það kemur, og þó að vísu
takmarkað, heim við Korinþu-bréfs-ummælin, sem ég var núna
að hafa eftir: svo og við orðtak Opinberunarbókarinnar: „Brúð-
ur Lambsins" (Brúður Krists).
Þetta eru að sjálfsögðu, allt, nokkuð dul orð og e.t.v. án ná-
kvæms samræmis innbyrðis í einstökum atriðum, enda ekki
við öðru að búast, en að þótt spámannlegir skáldspekingar hafi
verið annars vegar, er í andanum sátu við fótskör hins „upp-