Fréttablaðið - 25.11.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 25.11.2010, Síða 6
6 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR KJARAMÁL Forystumenn launþega- hreyfinga hafa misjafna afstöðu til hugmynda um gerð nýs stöðug- leikasáttmála. Sumir eru hlynntir en aðrir hafa miklar efasemdir um að sú leið gagnist umbjóðendum þeirra. Kristinn Örn Jóhannesson, for- maður VR, er í hópi jákvæðra. „Við þekkjum af reynslu fyrri ára að kaupmáttaraukning hefur feng- ist í gegnum þjóðarsáttarsamninga. Ég er því þeirrar skoðunar að þetta sé skynsamasta leiðin að bættum kjörum,“ segir hann. Meginkrafa VR er að kaupmátt- arrýrnunin undanfarið verði stöðv- uð og að kaupmáttur verði byggð- ur upp á ný. „Það þarf vegvísi til framtíðar með markmiðum um skatta, atvinnuuppbyggingu og fleira. Stöðugur gjaldmiðill er líka grunnforsenda þess að hægt sé að gera kjarasamninga sem standast til lengri tíma.“ Augljóst sé þó að nýr gjaldmiðill verði ekki tekinn upp í einu vetfangi en skilyrði fyrir upptöku evru séu út af fyrir sig góð markmið að fylgja. BHM ályktaði í vor um skilyrði fyrir þátttöku í heildarsátt um kjaramál. Í ályktuninni er meðal annars krafist leiðréttingar á kaup- máttarskerðingu frá miðju ári 2008 og að markvisst verði unnið að því að meta háskólamenntun til launa. „Ef ályktun okkar verður grund- völlur viðræðna þá erum við til,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, aðspurð um afstöðuna til hugmynda um nýjan stöðugleikasáttmála. Fram hefur komið að Samtök atvinnulífsins vilja samning til þriggja ára með „hóflegum“ launa- hækkunum. Guðlaug segist ekki skrifa undir sáttmála um að fylgja núverandi láglaunastefnu. Kjör félagsmanna aðildarfélaga BHM hafi rýrnað mikið, ráðstöfunartekj- ur sem kaupmáttur. Frá hruni hafi allt verið tekið af fólki sem ekki hafi verið naglfast í samningum; starfshlutafall lækkað, yfirvinna skert og vaktakerfum breytt. Laun háskólafólks hafi lækkað um 30 prósent, jafnvel meira, og dæmi séu um að þau séu komin undir bætur. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, lýsti í Ríkis- útvarpinu í gær efasemdum um að nýr stöðugleikasáttmáli væri góð hugmynd. Sá gamli hafi reynst það illa. Möguleg sameigingleg vegferð launþega og vinnuveitenda í kom- andi kjaraviðræðum verður rædd á fundi í dag. bjorn@frettabladid.is Skiptar skoðanir um gildi nýs sáttmála Formaður VR segir nýjan stöðugleikasáttmála skynsömustu leiðina að bættum kjörum. Formaður KÍ efast þar sem reynslan sé slæm. BHM setur margvísleg skilyrði fyrir samstarfi um heildarsátt á vinnumarkaði. Málin verða rædd í dag. UNDIRRITUN Forystumenn launþega, atvinnurekenda, ríkis og sveitarfélaga gengu frá sáttmála um endurreisn efnahagslífsins sumarið 2009. Samtök atvinnulífsins sögðu sig frá honum níu mánuðum síðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Spil og jóladagatöl með þínum myndum. Hannaðu þín eigin spil eða jóladagatal á oddi.is Berum virðingu fyrir stjórnarskránni Við verðum að vanda til verka á stjórnlaga- þinginu og ná sátt um stjórnarskrána. Setjum Ingu Lind í eitt af efstu sætunum. 8749www.ingalind.is DÓMSMÁL Kona sem rann á döðlu í verslun Hagkaupa við Eiðistorg fyrir fimm árum á rétt á skaða- bótum frá verslanakeðjunni. Hér- aðsdómur Reykjavíkur kvað upp svofelldan dóm í gær. Konan steig á döðlu sem hafði dottið á gólfið af ávaxtaborði verslunarinnar. Hún féll við og slasaðist á hné svo hún var óvinnufær í tíu daga. Hún kveðst enn búa að afleiðingum slyssins. Hún fór í mál á grundvelli þess að Hagkaup hefðu vanrækt þrif. Hagkaup hafa mótmælt kröfu konunnar um viðurkenningu bóta- ábyrgðar og bera því við að um óhappatilvik hafi verið að ræða. „Liggi í augum uppi, að rekstr- araðilum verzlana sé algerlega ómögulegt að búa svo um hnút- ana, að litlir ávextir, eins og döðl- ur, falli aldrei á gólfið.“ Dómari er ósammála: „Mátti stefnandi gera ráð fyrir, að leið- in inn í verzlunina væri hættu- laus og verður henni ekki virt það til eigin sakar, að hafa ekki haft augun á gólfinu, þegar hún gekk um ávaxtadeildina.“ Bótaskyldan er því viðurkennd og Hagkaupum gert að greiða 740 þúsund krónur í málskostnað. - sh Hagkaup báru ábyrgð á að ávaxtadeildin væri hættulaus viðskiptavinum: Rann á döðlu í Hagkaupum EIÐISTORG Konan slasaðist á hné við fallið og var frá vinnu í tíu daga. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR Hávaði vegna tölvuleiks Lögregla var kölluð að fjölbýlishúsi í Reykjavík í fyrrinótt vegna mikils hávaða. Kom í ljós ungur maður hafði orðið svo æstur í ofbeldisfullum tölvuleik að hann skrúfaði hljóðrásina upp. Lögreglan skakkaði leikinn og ró komst aftur á í húsinu. Fundu fíkniefni við húsleit Fíkniefni fundust við húsleit í Kópa- vogi á mánudag en um var að ræða 50 grömm af marijúana og ámóta magn af hassi. Hluti fíkniefnanna fannst utandyra og auk þess var lagt hald á 300 þúsund krónur í reiðufé. Húsráðandi var handtekinn og játaði hann aðild sína að málinu. Ofbeldismenn handteknir Lögreglan hefur handtekið tvo ofbeld- ismenn sem ruddust inn á heimili í Hlíðunum í fyrradag. Mennirnir voru að innheimta skuld sem húsráðandi kannaðist ekki við. Húsráðandi snerist til varnar og fór svo að ofbeldismenn- irnir flúðu. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglunnar. LÖGREGLUFRÉTTIR SJÁVARÚTVEGUR Frægur breskur matreiðslumaður, Hugh Fearn- ley-Whittingstall, hefur safn- að yfir 30 þúsund undirskrift- um þar sem skorað er á Maríu Damanaki, fiskveiðistjóra Evr- ópusambandsins, að banna brottkast á fiski. Kokkinum ofbýður sóunin sem viðgengst undir regluverki ESB, en hann segir brottkastið alvarlegasta ágalla hinnar sam- eiginlegu fiskveiðistefnu sam- bandsins, Common Fisheries Policy. Fjallað er um herferðina í stórblaðinu The Independent. Staðhæft er að allt að því helmingi alls afla sé kastað aftur frá borði við veiðar í Norð- ursjó, enm Callum Roberts, prófessor í sjávarlíffræði við Jórvíkurháskóla, álítur að hlut- fallið sé jafnvel enn hærra. - shá Kokkur gagnrýnir ESB: Vill uppræta brottkast á fiski INDÓNESÍA, AP Pujiono Cahyo Widi- anto, 46 ára múslimaklerkur í Semarang á Indónesíu, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára stúlku. Widianto bauð þúsundum manna í brúðkaup sitt og stúlk- unnar árið 2008. Hann sagðist þá ekki ætla að sofa hjá eiginkonu sinni fyrr en hún yrði kynþroska. Almenningi í landinu ofbauð framferði mannsins, einkum þegar hann sagðist einnig ætla að kvænast tveimur öðrum stúlkum, sjö og níu ára gömlum. - gb Múslimaklerkur á Indónesíu: Dæmdur fyrir kynferðisbrot STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis átelur landbúnaðarráð- herra fyrir að hafa ekki afgreitt umsókn innflytjanda um leyfi til að flytja inn egg frá Svíþjóð tveimur og hálfu ári eftir að umsóknin var lögð fram. Í nýju áliti umboðsmanns kemur fram að tilvonandi inn- flytjandi hafi í febrúar 2008 sótt um leyfi til að flytja inn sænsk egg. Hann kvartaði til umboðs- manns í ágúst síðastliðnum, þegar umsóknin hafði velkst um í kerfinu í tvö og hálft ár. Þessi mikli dráttur samrým- ist ekki ákvæðum um málshraða í stjórnsýslulögum, að mati umboðsmanns Alþingis. Í svari ráðuneytisins við fyrir- spurn umboðsmanns kemur fram að málið hafi strandað á því að umsögn um innflutninginn hafi ekki borist frá Matvælastofnun. Umboðsmaður Alþingis segir ráðherra hafa skyldu til að hafa áhrif á hvernig undirstofnan- ir hans ræki sín verkefni. Hann hefði átt að setja stofnuninni tímafrest og mögulega áminna forstjóra stofnunarinnar hefði hún ekki skilað umsögn innan þess tíma. - bj Umboðsmaður átelur ráðherra vegna umsóknar um innflutning á eggjum: Velktist um í kerfinu í á þriðja ár FIÐURFÉ Dráttur á umsögn Matvælastofnunar veldur því að óvíst er hvort leyfi fæst til að selja sænsk egg hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Getur þú fjármagnað jólahaldið vandræðalaust? JÁ 54,9% NEI 45,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnur þú fyrir skertri þjónustu hjá þínu sveitarfélagi? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.