Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2010, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 25.11.2010, Qupperneq 21
FIMMTUDAGUR 25. nóvember 2010 21 Breski fjárfestingarsjóðurinn 3i greindi frá því í gær að hann hafi keypt hollenska iðnfyrirtækið Stork Material Technologies fyrir 150 milljónir evra, jafnvirði 23 millj- arða króna. Fyrirtækið var hluti af hol- lensku iðnsamsteypunni Stork. Söluandvirði verður nýtt til niðurgreiðslu á skuldum, að sögn breska viðskiptablaðsins Financial Times. Eyrir Invest, stærsti hluthafi Marels og einn af stærri hluthöfum Össurar, keypti Stork með Marel, Landsbankanum og breska fjárfestingarsjóðnum Candover síðla árs 2007 fyrir 400 milljónir evra. Marel keypti Stork Food Systems síðla árs 2007 og hafa aðrar deildir utan kjarnastarfsemi verið seldar síðan þá, svo sem sextíu pró- senta hlutur í Stork Print, sem framleiðir vélar til litunar á fatnaði. Stork hefur nú verið skipt upp í tvær ein- ingar, Fokker, sem framleiðir þyrlur, her- þotur og flugvélaíhluti, og Stork Technical Services, sem starfar í gas-, olíu- og orku- iðnaði. Eyrir á í dag sautján prósenta hlut í báðum félögum með Candover. Iðnsamsteypan Stork var skráð á hluta- bréfamarkað í Amsterdam þegar Eyrir og fleiri fjárfestar réðust í yfirtöku á fyrir- tækinu fyrir þremur árum. Það var tekið af markaði í kjölfarið og er stefnan að skrá félögin á markað á ný í sitt hvoru lagi innan tveggja ára. - jab SJOERD VOLLEBREGT Forstjóri Stork er ánægður með sölu á eignum fyrirtækisins. Eyrir Invest og meðfjárfestar selja eignir í Hollandi fyrir 23 milljarða króna: Stefnt er að skráningu á ný Iceland Express býður nú farþeg- um sínum til leigu iPad á flestum flugleiðum félagsins. Fram kemur í tilkynningu félagsins að það sé fyrst evr- ópskra flugfélaga til að bjóða slíka þjónustu um borð. „Farþegar Iceland Express geta með iPad-num lesið íslensk blöð og valin erlend, svo og ýmis tíma- rit. Þá er einnig mögulegt að horfa á kvikmyndir, sjónvarpsþætti, hlusta á útvarp og spila tölvu- leiki,“ segir þar jafnframt. Samkvæmt upplýsingum fyrir- tækisins kostar 1.500 krónur að leigja tölvuna. - óká Nýjun í flugafþreyingu: Fyrst í Evrópu með iPad í flugi Markaðurinn með atvinnuhús- næði hefur varla verið svipur hjá sjón frá bankahruni, að því er fram kemur í umfjöllun greining- ar Íslandsbanka í gær. „Það sem af er þessu ári hefur 87 kaupsamningum um atvinnu- húsnæði verið þinglýst að meðal- tali í mánuði hverjum en mikl- ar sveiflur hafa verið í þessum tölum á milli mánaða,“ segir í Morgunkorni bankans og ekki sögð merki um viðsnúning. „Þannig var færri samningum þinglýst í október í ár heldur en í sama mánuði í fyrra.“ Fækkunin er sögð nema níu prósentum milli ára. - óká Atvinnuhúsnæðissala dræm: Engin merki um viðsnúning TÓMLEGT Sala á atvinnuhúsnæði er enn dræm, en hún hrundi með bönkunum haustið 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Frestur til að skila inn bindandi kauptilboði í fasteignafélagið Regin A3 ehf. rennur út 20. desember næstkomandi. Seljandi er Reginn ehf., dótturfélag Lands- bankans. Fram kemur í tilkynningu að Reginn A3 eigi sjö fasteignir sem séu að meginhluta leigðar undir smásölurekstur á höfuðborgar- svæðinu. Félagið er sagt vera með 24 leigusamninga við 19 leigutaka. „Heildarfjöldi útleigðra fermetra er um 7.800.“ „Söluferlið er opið öllum áhuga- sömum fjárfestum, sem standast hæfismat og sýnt geta fram á fjár- festingargetu umfram 350 millj- ónir króna.“ - óká Fasteignafélag sett í söluferli: Þurfa að geta fjárfest fyrir 350 milljónir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.