Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 25.11.2010, Qupperneq 26
26 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Niðurskurður ríkisstjórnar-innar í heilbrigðiskerfinu kom fylgismönnum ríkisstjórnar- innar mjög á óvart. Þetta er það harkalegur niðurskurður,að það var strax ljóst, að ríkisstjórnin kæmist ekki upp með svo mik- inn niðurskurð og síst úti á landi. Heilbrigðisráðherra hefur lýst því yfir, að þessar aðgerðir verði mildaðar og harkaleg viðbrögð úti á landi leiða til þess, að rík- isstjórnin á engan annan kost í stöðunni en að draga þessar til- lögur að verulegu leyti til baka. Hvað gekk ríkisstjórninni til? Niðurskurðurinn í heilbrigðis- kerfinu átti að spara tæpa 5 millj- arða kr. á ársgrundvelli. Ekki er þar um að ræða svo háa fjárhæð, að hún skipti sköpum í fjármál- um ríkisins. Það vill svo til, að hér er um svipaða fjárhæð að ræða og nam niðurskurði hjá almannatryggingum 1. júlí 2009. Það var eins með þann niður- skurð, að hann skipti auðvitað engum sköpum í fjármálum rík- isins. Ég tel, að draga eigi hvort tveggja til baka. Ríkisstjórnin lofaði að standa vörð um velferð- arkerfið og hún á að standa við það. Það má að vísu hugsa sér að láta standa eitthvað af niður- skurðinum í heilbrigðiskerfinu, þar sem um augljósa hagræð- ingu væri að ræða. En sýnt hefur verið fram á, að það sparast ekki mikið á því að flytja sjúklinga utan af landi til Reykjavíkur. Það yrði mikill flutningskostnaður og hvert rúm á Landspítalanum er mikið dýrara en rúm í sjúkra- húsum út á landi. Auk þess eru það mannréttindi og skylt sam- kvæmt lögum að veita sjúkling- um aðhlynningu heima í héraði. Það virðist vera að fljótfærni hafi að einhverju leyti stjórnað tillögugerð í sjúkrahúsmálunum. Það sama gildir um niðurskurð- inn í almannatryggingum. Þar hefur einnig fljótfærni ráðið för og gleymst, að búið var að lofa því að standa vörð um almanna- tryggingarnar. Nýlega var skýrt frá nýjum tölum um afkomu ríkis- sjóðs á þessu ári. Í ljós kom þá, að afkoman var 19 milljörðum betri en áætlanir höfðu sagt fyrir um. Það á því að vera unnt að draga megnið af niðurskurðinum í heil- brigðiskerfinu og almannatrygg- ingum til baka. Ráðist gegn hjúkrunarheimilum Svo mikil fljótfærni hefur ráðið ferðinni við niðurskurðinn í heil- brigðiskerfinu, að það er einn- ig ráðist gegn hjúkrunarheim- ilum og deildum fyrir aldraða á sjúkrastofnunum. Þannig er fækkað um mörg hjúkrunarrúm fyrir aldraða á Akureyri. Það er eins og menn hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera. Það var eitt aðalstefnumál Samfylkingarinn- ar í alþingiskosningunum 2007 að fjölga hjúkrunarrúmum. Mig minnir, að það hafi átt að fjölga þeim um 400 á ákveðnu tíma- bili. Ingibjörgu Sólrúnu tókst að koma þessu stefnumáli Samfylk- ingarinnar inn í stjórnarsáttmál- ann 2007. En nú er fyrsta hreina vinstri stjórnin á Íslandi farin að rífa þetta niður og fækka hjúkr- unarrúmum fyrir aldraða. Það er ekki heil brú í þessu. Það verður strax að afturkalla fækkun hjúkr- unarrúma fyrir aldraða. Annað eru svik við kjósendur. Það er ekki unnt að halda uppteknum hætti og segja eitt í kosningum en framkvæma annað. Það eiga að vera breytt vinnubrögð nú. Það þýðir ekkert að koma með þau rök að það þurfi að skera svo mikið niður. Það verður ein- faldlega að lengja niðurskurðar- tímabilið, ef ekki er unnt að gera þetta á annan veg. Það verður að gæta að grunnþjónustu í velferð- arkerfinu. Veikir sjúklingar eiga að hafa forgang og aldraðir eiga að njóta mannsæmandi kjara og umönnunar. Þess vegna má ekki skerða kjör aldraðra. Það á að bæta þau og það á að fjölga hjúkr- unarrúmum aldraðra en ekki að fækka þeim. Niðurskurður lítill í öðrum ráðuneytum Í mörgum ráðuneytum er lít- ill sem enginn niðurskurð- ur. Það á t.d. við um sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytið, umhverfisráðuneytið og efna- hags- og viðskiptaráðuneytið. Og í dómsmálaráðuneyti er mjög lítill niðurskurður. Í rauninni er niðurskurður mestur í heilbrigð- isráðuneytinu, almannatrygging- um og í samgönguráðuneytinu. Áður en skorið er harkalega niður í heilbrigðismálum og í almanna- tryggingum verður að skera niður í þeim ráðuneytum, þar sem enginn niðurskurður er enn eða mjög lítill. Miðað við yfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar um að hlífa velferðarkerfinu á að byrja niðurskurð í öðrum ráðuneytum en velferðarráðuneytunum. Hlífa þarf velferðarmálunum Ríkisfjármál Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur Það gefur ekki góða tilfinningu fyrir stjórn landsins að verða vitni að því að yfirvöld taki vond- ar og vitlausar ákvarðanir í mála- flokki þar sem maður þekkir til. Þannig er um þá tillögu mennta- málaráðuneytis fyrir næsta ár, að halda áfram 25% niðurskurði kvikmyndasjóða sem farið var út í á síðasta ári. Allir geta gert sér í hugarlund hvílíkt reiðarslag nið- urskurður af þessari stærðargráðu væri nokkurri atvinnugrein, fram- tíðarmöguleikum hennar og fólkinu sem í greininni starfar. En látum það allt vera ef hægt væri að taka þá peninga sem spar- ast og nota t.d. í heilsugæslu. En það er ekki hægt. Ástæðan er sú að 250 milljóna niðurskurður til kvikmyndasjóða minnkar umsvifin í kvikmyndaiðn- aðinum um einn milljarð króna og tekjur ríkisins af þessari atvinnu- starfsemi minnka um meira en 250 milljónir. Sparnaðurinn er með öðrum orðum enginn! Þvert á móti tapar ríkið peningum á þessari ráð- stöfun, peningum sem t.d. mætti nota í heilsugæsluna. Á síðasta hausti þegar þessi áform voru uppi hvöttu kvikmynda- gerðarmenn til þess að ráðuneytið eða fjárlaganefnd skoðuðu málið betur og bentu á fordæmi Íra sem einnig eiga í miklum hremmingum en féllu frá áformum um veruleg- an niðurskurð til kvikmyndasjóða eftir að þingnefnd skoðaði málið og komst að því að slíkur niðurskurð- ur borgaði sig alls ekki. Hér á Íslandi var málið ekki skoð- að heldur var ákvörðunin tekin án þess að aflað væri upplýsinga um afleiðingarnar. Eftir þá niðurstöðu gengust samtök kvikmyndagerðar- manna fyrir umfangsmikilli könn- un þar sem fjármál kvikmynda- iðnaðarins síðastliðin fjögur ár voru kortlögð. Yfir 80% allra kvik- myndaverka sem framleidd voru á Íslandi á þessum árum voru sett inn í gagnagrunninn sem þýðir að upplýsingarnar eru tölfræðilega afar áreiðanlegar. Niðurstaðan birtist í „Rauðu skýrslunni“ svonefndu sem sýnir með óyggjandi hætti að þessi skertu framlög til kvikmyndasjóða leiða til þess að tekjutap ríkisins verður meira en þeir fjármunir sem spar- ast. Niðurskurður kvik- myndasjóða skaðar sem sagt fjárhag ríkisins og sparar ekki neitt. Mennta- málaráðuneytinu og fjár- laganefnd til afsökunar má segja að þessar upp- lýsingar lágu ekki fyrir á síðasta ári þegar niður- skurðurinn var ákveðinn – en þeirri afsökun er ekki til að dreifa nú. Þessi niðurskurður kemur vissulega fram sem lækkun á útgjöldum menntamálaráðuneytis en tekjur fjármálaráðuneyt- is minnka enn meira. Hér er því á ferðinni vitleysis- gangur sem skilar samfé- laginu engum ávinningi – en veldur verulegum skaða. Skaðinn er m.a. sá að við miss- um 200 störf í nýsköpunariðnaði sem ungt fólk sækist eftir að vinna í. Iðnaði sem vinnur með íslenskt hugvit og hæfileika við að skapa menningarafurðir sem eiga mark- að um allan heim. Menningarlegi skaðinn til skamms tíma er sá að við fáum aldrei að sjá fjórar leiknar sjón- varpsþáttaraðir, fjórar kvikmynd- ir, og yfir tuttugu heimildarmyndir. Langtímaáhrifin eru að kyrkja vöxt og viðgang þeirrar íslensku list- greinar sem talar tungumál mynd- arinnar sem allir jarðarbúar horfa á í margar klukkustundir á dag. Efnahagslegi skaðinn er einn- ig verulegur því kvikmyndaiðn- aður á Íslandi getur veitt þúsund- um manna atvinnu og aflað mikilla gjaldeyristekna – fyrir utan að efla og styrkja ferðaþjónustuna. Það er því ekki nokkur leið að sjá hvernig sú ráðstöfun að skera kvikmynda- gerðina niður, langt umfram allar aðrar listgreinar, geti þjónað hags- munum Íslands þegar sparnaður- inn er enginn en skaðinn veruleg- ur. Ríkisstjórnin segist hafa þá stefnu að efla mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem stór hluti kostnaðar sé launa- g reiðs lu r. R auð a skýrslan sýnir að 2,7 milljarða fjárfesting ríkisins í kvikmynd- um, á fjögurra ára tímabili, skilaði sér öll til baka á mjög skömm- um tíma. En auk þess laðaði þessi fjárfesting að sér innlent og erlent fjármagn svo hér var framleitt kvikmynda- efni fyrir 12 milljarða króna, og yfir 70% þess fjár fóru í launa- greiðslur. Þeir pening- ar runnu til fólks um allt land sem vinnur störf sem þjóna kvik- myndaframleiðslunni á margvíslegan hátt. Ef landinu er nú stjórnað, á öðrum sviðum, af sama skeyting- arleysi um staðreyndir máls og landsins hag, eins og hér er verið að gera, er óhætt að biðja guði allra trúarbragða að blessa Ísland – og mun ekki duga til. Það er nú í höndum Alþingis hvort málið fái þá meðferð að verða skoðað áður en ákvörðun er tekin (eins og írska þingið gerði) eða hvort sömu vitleysunni verði haldið áfram að óathuguðu máli til veru- legs tjóns fyrir menningu okkar og efnahag. P.S.: Kvikmyndaiðnaðurinn á Írlandi er eini iðnaðurinn sem gengur vel í kreppunni þar og er talinn munu velta um 24 milljörð- um á þessu ári samanborið við 8 milljarða í fyrra. Er landinu svona illa stjórnað? Kvikmyndagerð Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður 250 milljóna niðurskurð- ur til kvik- myndasjóða minnkar umsvifin í kvikmynda- iðnaðinum um einn milljarð Háskólamenntaðir launamenn hafa orðið hart úti í aðhalds- aðgerðum hins opinbera eftir hrun og búið við skert launakjör jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði. Félagsmenn aðild- arfélaga BHM eru millitekjufólk og hafa ekki þótt þurfa vernd í þrengingum, þvert á móti eru úrræði sniðin að því að þeir beri stóran hluta kostnaðar. Nægir þar að nefna skattabreytingar, aukna tekjutengingu bóta, svo ekki sé minnst á beinar launaskerðingar á tímum verðbólgu. Þá hafa úrræði vegna skulda hingað til ekki tekið tillit til námslána. Menntun er samfélagsauður Góð menntun er forsenda fram- þróunar á vinnumarkaði og und- irstaða samfélagslegra gæða. Öll viljum við njóta nýjustu þekkingar í menntakerfinu, heilbrigðisþjón- ustu, náttúruvöktunar og félags- legra úrræða. Miklar kröfur eru gerðar til fagfólks og þeim verður að fylgja eftir með starfsaðstæð- um sem hvetja til fagmennsku, bjóða upp á sí- og endurmenntun, alþjóðleg tengsl og innleiðingu nýrrar þekkingar. Kjör háskólamenntaðra verða að taka tillit til þess að slíkar kröfur verði uppfylltar. Til að svo megi verða þarf að snúa við öfugþró- un á vinnumarkaði þar sem hlut- ur menntunar er ítrekað verð- felldur í kjarasamningum. Frá undirritun stöðugleikasáttmála hefur legið fyrir tilboð ríkisins um kjarasamning við aðildarfélög BHM sem heggur enn í sama knér- unn og er því ekki hægt að ganga að. Á sama tíma hefur markvisst verið skorið niður í launagreiðslum háskólamenntaðra. Flytjum út hugvit, ekki fólk! Ísland er ekki samkeppnishæft um störf háskólamenntaðra, launa- kjör þeirra hér á landi standast ekki alþjóðlegan samanburð. Lágt gengi og láglaunastefna valda því einnig að íslenskur vinnumarkað- ur laðar ekki til sín sérfræðinga að utan, þannig að vandséð er hvernig fylla má í eyðurnar sem innlendur atgervisflótti skapar. Vangaveltur um að samfélag hafi ekki efni á að meta menntun að verðleikum á krepputímum eru hættulegar og til marks um úrelt- an, metnaðarlausan og einangr- andi hugsunarhátt. Við eigum ekki að ýta undir málflutning sem hvetur til að láglaunastörfum sé fjölgað en þekkingu kastað á glæ. Klisjukennd svör við áhyggjum af brottflutningi menntaðs fólks á borð við „menntum bara fleiri“ eru innantóm, því við bætum ekki fjárhagslegt tap af landflótta með frekari fjárfestingu í menntun til útflutnings. Kostnaður samfélagsins við að mennta einstakling frá leikskóla til fyrstu háskólagráðu er lauslega áætlaður 23 milljón krónur. Með- alskatttekjur af háskólamenntuð- um starfsmanni eru ríflega millj- ón á ári. Um 2.600 Íslendingar stunda nú nám erlendis. Ef tveir þriðju þeirra skila sér ekki til baka er fjárfesting upp á 40 milljarða horfin – eitt Icesave. Því til við- bótar verður hið opinbera af bein- um skatttekjum upp á meira en 2 milljarða á ári. Menntun er dýrmæt. Missum verðmætin ekki úr landi! Horfum fram á veginn og stefn- um upp á við. Ísland þarf á því að halda að hér verði til fjölbreytt og vel launuð störf, til þess að svo geti orðið verðum við að viður- kenna mikilvægi þess að menntun sé metin til launa. Educated by Iceland Menntun Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM Góð menntun er forsenda framþró- unar á vinnumarkaði AF NETINU Ísland og Írland Munurinn á Íslandi og Írlandi er að Írar hafa reynt eins og þeir geta, að fylgja öllum reglum og lögum. Þeir völdu aðra leið en Ísland vegna þess að þeir höfðu val og stjórn á eigin málum og hafa alltaf ræktað góð samskipti við sína nágranna. Ísland hafði ekki þetta val, hafði ekki stjórn á hlutunum, það voru utanaðkomandi aðilar sem hreinlega blöskraði ástandið hér, og tóku til örþrifaráða og þvinguðu Ísland í „gjaldþrotameðferð“ undir umsjón AGS. Ef leið Íra er sönnun þess að Ísland hafi „valið rétt“ (aðrir völdu en Íslending- ar, en látum það liggja á milli hluta) þá má halda fram með sömu rökum að Gordon Brown hafi verið mesti bjargvættur Íslands, og að hryðjuverkalögin sem felldu Kaupþing hafi, eftir allt, verið blessun! Má þá ekki búast við að Íbúðarlánasjóður verði næstur í röðinni og þurfa kröfuhafar þar ekki að fara að undirbúa sig undir „hárklippingu“ eins og það heitir á erlendu fjármála- máli? blog.eyjan.is/andrigeir Andri Geir Arinbjarnarson Það verður ein- faldlega að lengja niðurskurðartímabilið STINGUM SAM AN NEFJUM! www.rauttnef.is Söfnunar- og skem mtiþáttur 3. desember á Stöð 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.