Fréttablaðið - 25.11.2010, Side 27
FIMMTUDAGUR 25. nóvember 2010 27
Farþegum fjölgar hjá Strætó, sem ekki getur sinnt þessari
auknu eftirspurn vegna samdrátt-
ar. Sorglegt að geta ekki boðið upp
á meiri þjónustu í samræmi við
kærkomna eftirspurn.
Strætófarþegi sem mætir til
vinnu sinnar eða í skóla þarf ekk-
ert bílastæði, eins og augljóst má
vera. Hann er þess vegna ódýr-
ari fyrir þá stofnun eða fyrir-
tæki sem hann vinnur hjá en sá
sem notar bílastæði. Er strætó-
farþeginn að hagnast á því? Nei,
því miður, nema í algerum undan-
tekningartilfellum. Ég sé ekkert
réttlæti í því að bílandi starfs-
maður fái að leggja frítt við sinn
vinnustað á kostnað vinnuveit-
andans, en starfsfélagi hans sem
kemur með strætó njóti þess ekki
að spara vinnuveitandanum bíla-
stæði fyrir sig.
Bílastæði eru hluti af rekstrar-
kostnaði fyrirtækja og stofnana, á
stórum vinnustöðum getur hann
verið umtalsverður. Ég tel því
eðlilegt og sanngjarnt að fyrir-
tæki og stofnanir innheimti sann-
gjarnt gjald fyrir notkun á bíla-
stæðum sínum. Gjald sem gæti
verið eins konar þjónustugjald til
Strætó fyrir að koma sínum starfs-
mönnum til vinnu. Þannig gætu
þau tekið þátt í kostnaði við rekst-
ur Strætó og jafnvel stuðlað að
bættri þjónustu, samhliða minnk-
andi eftirspurn eftir bílastæðum.
Slíkt yrði allra hagur því stræ-
tófarþegar eru ekki frekir til pláss-
ins í sínum ferðamáta. Þeir stuðla
ekki að auknu flæmi bílastæða eða
annarra dýrra umferðarmann-
virkja, sem er hagkvæmt fyrir
þjóðarbúið. Að auki stuðlar bíl-
laus lífsstíll að fegurra umhverfi
og afslappaðra mannlífi.
Strætófarþegar nota ekki bílastæði
Strætó
Ari
Tryggvason
starfsmaður LSH
Er ekki
betra að vita
nákvæmlega
hvaða vexti
þú færð?
Vextir á fastvaxtareikningum
1 mánuðir
3 mánuðir
6 mánuðir
12 mánuðir
4,02%
3,82%
3,66%
3,35%
islandsbanki@islandsbanki.is
www.islandsbanki.is
Sími 440 4000