Fréttablaðið - 25.11.2010, Side 38
25. NÓVEMBER 2010 FIMMTUDAGUR4 ● em kvenna 2010
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
þingkona og handboltadómari,
lærði dómgæslu eftir dómara-
skandal í leik ÍR. „Eins og vinkona
mín segir söguna þá vorum við ÍR-
stelpurnar í Tumerik að keppa og
það varð skandall í dómaragæsl-
unni. Við ræddum mikið hvern-
ig við gætum lagað þetta því ekki
þýddi að fjasa í dómaranum. Ég fór
í framhaldinu á dómaranámskeið.
Ákvað bara að gera þetta sjálf,
eins og maður gerir oft, veður bara
í verkin,“ segir Þorgerður Katrín
og dómarastarfið átti vel við hana.
„Ég hef óskaplega gaman af íþrótt-
inni sem slíkri og fannst ótrúlega
skemmtilegt að fara þessa leið.“
Þorgerður dæmdi aðallega leiki
í kvennahandboltanum en þó tvo
leiki í efstu deild karla. Hún segir
þolinmæði það helsta sem prýða
þurfi góðan dómara. „Þolinmæði
og að hafa skilning á því að þeir
sem verið er að dæma hjá eru lif-
andi verur með tilfinningar. Það
sem við erum að dæma getur auð-
vitað farið í taugarnar á þeim og
á því verður maður að hafa skiln-
ing upp að vissu marki. Ég hafði
þá reglu að ef menn voru mikið að
þusa 15 sekúndum eftir brot þá fór
ég að spjalda en ég var ekki mjög
spjaldaglöð varðandi kjafthátt
nema það væri eitthvað svívirði-
legt. En það var alls ekki mikið um
það,“ segir hún.
Gæti það verið vegna þess að
kona var í dómarahlutverkinu?
„Einu sinni sagði einn dómar-
inn við mig að það væri áberandi
minna um svívirðingar þegar ég
væri að dæma, leikmenn vildu
kannski sýna að þeir væru vel
upp aldir. Einu sinni dæmdi ég
bikarúrslitaleik hjá körlum á Húsa-
vík. þá sagði þar ein kona: „Jem-
inn, það er kona dómari!“ Ég átta
mig ekki enn þá hvort þetta var
hneykslunartónn eða hvort hún
meinti að loksins væri eitthvað að
breytast í þessum málum.“
Spjald eftir 15 sekúndur
Oddný Sigsteinsdóttir er fyrrver-
andi landsliðskona í handbolta og
hún spilaði einnig með Fram á
sínum tíma. Hún segir að fyrir-
komulagið á landsliðinu hafi verið
svipað þegar hún var að spila og nú
og að það hafi verið skemmtilegt og
heilmikil upphefð að vera í lands-
liðinu. „Ég spilaði með landsliðinu í
fimmtán ár en leikirnir voru færri
en þeir sem stelpurnar spila núna,“
segir hún. Aðspurð segist hún að-
eins fylgjast með landsliðinu í dag,
þó hún mæti ekki endilega á leikina.
„Boltinn er hraðari og þar af leið-
andi skemmtilegri núna en þegar ég
var að spila. Líklega eru stelpurnar
með mun meira úthald í dag.“
Oddný er hins vegar hörð á því að
stelpurnar verði að sækja meira í að
fá að spila úti. Hún segir að íslenska
kvennalandsliðið verði ekkert betra
nema stelpurnar nenni að leggja það
á sig að reyna að komast til útlanda
að spila. „Hjá strákunum er enginn
alvöru handboltaspilari nema hann
fari eitthvað út.“
Oddný telur einnig mikilvægt að
bíða ekki of lengi með að fara út.
„Ég var sjálf 28 ára þegar ég hélt
til Noregs að spila. Þegur ég lít til
baka finnst mér að ég hefði átt að
fara strax um tvítugt,“ segir hún
og telur að kvennahandboltinn hér
á landi sé á miklu lægra plani en
hjá nágrannalöndunum og þar spili
smæð landsins inn í.
Aðspurð um hvort hún telji að
stelpurnar falli of mikið í skuggann
af karlalandsliðinu segir hún að
það sé að einhverju leyti verðskuld-
að. „Meðan stelpurnar sýna ekki
getulega það sama og strákarnir á
heimsmælikvarða, er það réttlátur
skuggi sem fellur á kvennalandslið-
ið.“ Engu að síður hlakkar hún til að
fylgjast með stelpunum í komandi
leikjum.
Verða að sækja út
Oddný Sigsteinsdóttir, sjúkraþjálfari og fyrrverandi landsliðskona í handbolta, telur
mikilvægt að handboltakonur spili með erlendum liðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hrafnhildur Skúladóttir er önnum
kafin kona. Þrátt fyrir að vera
orðin þrjátíu og þriggja ára spil-
ar hún enn með meistaraflokki
Vals í handbolta auk þess að leika
með kvennalandsliðinu. Þá vinnur
hún sem umsjónarkennari fjórða
bekkjar í Hofstaðaskóla ásamt því
að þjálfa litlar stelpur í handbolta.
Þess utan sinnir hún fjölskyldu og
börnum.
„Þetta er púsluspil sem gengur
upp og er vel þess virði,“ segir
Hrafnhildur sem kemur úr mik-
illi handboltafjölskyldu. „Við
erum sex systkinin, fimm stelp-
ur og einn strákur og höfum öll
æft handbolta auk þess sem fjórar
af okkur systrunum höfum verið
í landsliðinu.“ En hvaðan kemur
þessi gríðarlegi handboltaáhugi
fjölskyldunnar? „Ég ólst upp í
Breiðholti og þar var mikill upp-
gangur í íþróttinni. Það voru
margir sem æfðu og voru jafnvel
a, b, c og d-lið í hverjum flokki.“
Hrafnhildur segir foreldra sína
hafa hvatt þau systkinin áfram
alla tíð. „Það er ótrúlegt hvað þau
hafa nennt að mæta á leiki hjá
okkur upp alla flokka og ég man
meira að segja eftir mömmu fár-
veikri uppi í stúku á mikilvægum
leik.“
En ætli dætur Hrafnhildar hafi
erft handboltaáhugann? „Þessi
eldri sem er tíu ára er farin að
æfa með Val og sú yngri sem er
þriggja ára er farin að kasta bolta
hér heima. Hún kastar bæði með
hægri og vinstri og eru miklar
vonir bundnar við að hún verði
örvhent enda opnar það fleiri
möguleika.“ - ve
Púsluspil sem gengur upp
Hrafnhildur segir það vel ganga upp
að vera handboltakona og mamma.
Hér er hún ásamt nemendum sínum í
Hofstaðaskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þórdís Rúnarsdóttir er hand-
boltamamma af Guðs náð og á
met í fjölda landsliðskvenna.
„Íþróttir skipta höfuðmáli í upp-
eldi barna því útrásin er góð, fé-
lagsskapurinn skemmtilegur og
dýrmæt vinatengsl sem myndast.
Handbolti hefur því reynst fjár-
sjóður að komast í,“ segir Þórdís
Rúnarsdóttir, sjúkraliði og hand-
boltamamma fimm dætra og eins
sonar sem öll hafa náð miklum ár-
angri í handbolta, en fjórar dætra
hennar hafa spilað með lands-
liðinu, þar af tvær núna, sem er
Hrafnhildur, sú elsta, og Rebekka,
sú yngsta. Einnig voru tvíburarnir
Dagný og Drífa í landsliðinu áður
en standa nú í barneignum, og
þau Hanna Lóa og Daði leika með
meistaraflokkum sinna liða, þar af
varð Daði bikarmeistari með ÍR.
„Það er engin ein skýring á þess-
um mikla handboltaáhuga. Syst-
kinin eru öll miklir og góðir vinir.
Hrafnhildur ruddi brautina fyrir
systkini sín; hún byrjaði barn-
ung í fimleikum og allur hópurinn
fylgdi á eftir. Átta ára prófaði hún
svo handbolta og þótti svo gaman
að hin vildu prófa líka og allar
götur síðan hefur áhuginn verið
brennandi,“ segir Þórdís sem sjálf
stundaði frjálsar íþróttir á yngri
árum, en maður hennar, Skúli Guð-
mundsson, var mikið í fótbolta.
En hvernig skýrir Þórdís fram-
úrskarandi árangur barna sinna í
handboltaíþróttinni?
„Ja, það er spurning. Börnin
hlutu afar venjulegt og frjálst upp-
eldi, og alls ekki strangt. Ég hef
alltaf unnið úti og ávallt á nætur-
vöktum meðan ég var að ala þau
upp. Með því gat ég alltaf verið til
staðar fyrir þau. Það kostaði vita-
skuld mikla keyrslu milli staða
og drjúgan tíma í áhorf á leiki, og
þá hentaði ekki að vinna á dag-
inn eða kvöldin. Ég vann því bara
á næturnar og svaf þegar hent-
aði, því ég get alltaf sofnað og
sef enn í stuttum skorpum,“ segir
Þórdís og kvittar undir að börn-
um sé mikils virði að foreldrar
þeirra séu til staðar og fylgist með
íþróttaiðkunum þeirra.
„Það skiptir öllu, sem og hrós
fyrir góða ástundun og árangur.
Frá fyrstu tíð hef ég mætt á allar
keppnir og geri enn. Það hefur auð-
vitað verið stíf dagskrá, en ég var
alltaf heppin að flokkarnir voru
ekki með sömu helgar undirlagðar.
Lífið hefur því snúist um handbolta
og maður búinn að alast mikið upp
í íþróttahúsum,“ segir Þórdís og
hlær dátt, en til þessa hefur hún
gert mæðra best í fjölda landsliðs-
kvenna í handbolta.
„Ég stefndi nú ekki að því að
eignast svo stóran barnahóp en
hef haft ómælda gleði af þeim.
Mér hefur aldrei þótt erfitt að
vera með svo mörg börn, því þau
hafa svo mikinn félagsskap hvert
af öðru. Nú þegar á ég sjö barna-
börn og það elsta er byrjað í hand-
bolta, og auðvitað er amma byrjuð
að horfa á hana líka.“ - þlg
Handbolti fjársjóður barna
Handboltasystkinin knáu í einni kös, samhent og mestu mátar: Hanna Lóa 24 ára og Daði 28 ára í efri röð, og Dagný 30 ára,
Rebekka Rut 22 ára, Hrafnhildur 33 ára og Drífa 30 ára í neðri röð.
Þórdís segir íþróttaiðkun barna kosta
tíma og peninga, en sú fjárfesting sé
miklum mun verðmætari en verðbréf.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, þingkona og
handboltadómari, leyfir
15 sekúndna raus áður
en spjaldið fer upp.