Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2010, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 25.11.2010, Qupperneq 39
em kvenna 2010 ●FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 5 Fyrsta kvenkyns dómaraparið á Íslandi í handknattleik eru þær Guðrún Dóra Bjarna- dóttir og Ragna Karen Sigurðardóttir. Þær Guðrún Dóra og Ragna Karen hafa lengi verið viðloðandi hand- bolta. Þær byrjuðu ungar að æfa og spiluðu lengi saman. Báðar eru þær hættar spilamennsku að mestu leyti en þær tóku nýverið dómarapróf og eru fyrsta kven- kyns dómaraparið á Íslandi. En af hverju ákváðu þær að taka dómarapróf og hvað var það sem heillaði við að verða dómari? „Ég er nú svo stjórnsöm og hef mitt álit á leiknum þannig að loks- ins fæ ég að stjórna einhverju. Við vorum búnar að pæla í þessu lengi og svo settu meiðsli og aldur strik í reikninginn þannig að ég get ekki spilað mikið lengur. Þetta er mín leið til að halda mér í kring- um boltann,“ svarar Guðrún Dóra en Ragna segist lengi hafa þjálfað og dæmt á æfingum. „Og síðan var maður að dæma fyrir félaga líka og eitt hefur leitt af öðru.“ Guðrún Dóra bætir við: „Það er eftirsótt núna að hafa stelpur að dæma. Við erum fyrsta kvenkyns dómaraparið, en nokkrar konur voru komnar í það á undan okkur. Ég er búin að vera í kringum þetta í 16 ár. Þú leggur ekkert í þetta ef þú hefur aldrei horft á handbolta áður.“ Og báðum tveim líkar vel við dómarahlutverkið. „Ég myndi nú segja að það væri skemmtilegra að vera leikmaður. En þegar ald- urinn færist yfir og líkaminn verð- ur lúinn þá er það kannski ekki í boði. Til þess að vera góður dóm- ari þarf maður að vera fastur fyrir, með yfirsýn og yfirvegun. Síðan hjálpar til að vera með skilning á leiknum,“ segir Guðrún Dóra. Ragna segir mjög gaman að vera dómari. „Ég hef ekki beint áhuga lengur á að spila handbolta, þó að það hafi auðvitað verið gaman að vera leikmaður. Sem dómari þarf maður aðallega að hafa góðan leik- skilning á handboltanum. Maður þarf að standa fastur á sínu en auðvitað gera dómarar líka mistök eins og hver annar leikmaður.“ Röggsamir dómarar Guðrúnu Dóru og Rögnu Karen líkar vel dómarahlutverkið en þær tóku nýverið dómarapróf. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Gauti Grétarsson er sjúkraþjálf- ari hjá Sjúkraþjálfun Reykjavík- ur og hefur starfað sem slíkur í 25 ár. Þá hefur hann einnig þjálf- að handbolta fólk frá árinu 1978. Gauti hefur í nokkurn tíma haft miklar áhyggjur af heilsu, þjálf- un og uppbyggingu íþróttafólks á Íslandi. Segir hann varla talað við þjálfara í dag um frammistöðu liðs nema minnst sé á hve meiðsli leik- manna séu mikil. „Ég tel að þjálfun íþróttafólks þurfi að vera betri og að fara verði í það með skipulögðum hætti að skoða íþróttafólk með tilliti til þess hvort það sé í nógu góðu ástandi til að stunda íþróttina,“ segir hann og líkir þessu við ástandsskoðun bíla. Gauti segir mikla kyrrsetu og tölvunotkun hafa slæm áhrif á stoð- kerfið. Hann segir margt íþrótta- fólk meiðast eftir að hafa setið og staðið í slæmum stöðum allan dag- inn, auk þess sem það hiti illa upp og sé því ekki tilbúið í þau átök sem íþróttin krefst. Að hans mati er ekki hægt að hefja þjálfun á íþróttafólki nema vita hver líkamleg staða þess er. Gauti notar meðal annars tæki frá íslenska sprotafyrirtækinu KINE til að skoða og meta íþróttafólk. „Ég nota þau til að meta styrk- og veikleika einstaklinga,“ segir hann og kallar þetta leitina að týndu vöðvunum. Hann segir að með hreyfimati náist að finna réttu vöðvana og fá þá til að vinna á rétt- um tíma þegar á þarf að halda. Áhyggjur af íþróttafólki Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari vill að íþróttamenn fari í reglulegar skoðanir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þökkum stuðninginn styður kvennahandbolta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.