Fréttablaðið - 25.11.2010, Page 44
25. NÓVEMBER 2010 FIMMTUDAGUR10 ● em kvenna 2010
Kvennalið Ármanns í glæsilegum búningum.
Íslandsmótið árið 1944 á sýslumannstúninu í Hafnarfirði. Þetta var fyrsta Íslandsmótið í handbolta.
Úr leik Ármanns og KR. Athugið að keppt er á malarvellinum á Sauðárkróki en leikurinn fór fram árið 1957.
Greinar úr Alþýðublaðinu sáluga þar sem fjallað er um sigur
Íslands á NM ´64.
Flottar FH-stelpur. Mörkin eru af ódýrari
gerðinni, úr spýtum.
Stelpurnar í Ármanni eru hér í keppnis-
ferð í Borgarnesi árið 1960.
Íslandsmótið var eitt sinn haldið á þjóðhátið í Eyjum.
Sigrinum á NM 1964 fagnað.
Kvennalandsliðið árið 1974.
Ármann Sigurjónsson, formaður HSÍ, heiðrar fyrirliða lands-
liðsins, Sigríði Sigurðardóttur, eftir sigur á NM 1964.
Kvennahandbolti hefur verið iðkaður lengi á Íslandi
og aðstæður hér á árum áður koma ungu fólki í dag
spánskt fyrir sjónir.
Þá var spilað á grasbölum víða um land og þegar
kvennalið Íslands varð Norðurlandameistari árið 1964
var á leikið á grasinu í Laugardal. Það var hápunktur-
inn í sögu íslensks kvennahandknattleiks þar til nú að
Ísland tekur í fyrsta skipti þátt í úrslitum á stórmóti.
Íþróttahús til handboltaiðkunar voru ekki á hverju
strái á sokkabandsárum íþróttarinnar eins og nú.
Handboltaiðkendur víluðu þá ekki fyrir sér að spila
handbolta á malarvöllum sem og á malbiki. Aðstæður
sem enginn myndi láta bjóða sér í dag.
Á þessum stórskemmtilegu myndum má sjá sýnis-
horn af kvennahandbolta á árum áður.
Er óhætt að segja að það gleðji augað að sjá aðstæð-
urnar sem boðið var upp á og einnig eru búningarnir
stórskemmtilegir.
Kvennahandbolti á árum áður