Fréttablaðið - 25.11.2010, Síða 54
34 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR34
menning@frettabladid.is
Ljósmyndabókin Andlit
eftir Jónatan Grétarsson
kemur út hjá Sölku á
morgun. Bókin inniheldur
portrett af ýmsum lista-
mönnum en Guðmundur
Andri Thorsson skrifar
texta.
Jónatan er liðlega þrítugur og
hefur starfað sem ljósmyndari
undanfarinn áratug. Hann hefur
unnið markvisst að bókinni And-
lit síðan 2007 en efniviðnum hefur
hann verið að safna undanfarin
fimm ár.
„Þetta er langtímaverkefni til
næstu 40 ára,“ útskýrir hann, „þar
sem sömu íslensku listamennirnir
koma til mín aftur og aftur á nokk-
urra ára fresti, bæði til skrásetn-
ingar og einnig svo hægt sé að sjá
breytinguna sem verður á þeim og
hjá mér. Markmiðið er að búa til úr
þessu eins konar menningararf.“
Jónatan sér fyrir sér röð bóka
og sýninga með þessu gegnum-
gangandi stefi. Fyrsta sýningin var
haldin í Hafnarborg í fyrra undir
yfirskriftinni Íslenskir listamenn,
og Andlit er fyrsta bókin í röðinni.
Hann hefur myndað vel yfir
hundrað listamenn. „Þetta eru
listamenn á öllum aldri, Kristján
Davíðsson er aldursforsetinn, hann
er níræður, en þeir yngstu eru á
þrítugsaldri. Það var ekkert mál
að fá fólk til liðs við mig. Margir
sóttust eftir því og fannst það bæði
merkilegt og verðugt.“
Jónatan notar samspil ljóss og
skugga til að mála sterkar myndir
af svipmiklu fólki. „Myndirnar eru
mjög realistískar; lýsingin er hörð
og dregur fram alla drætti í and-
liti manneskjunnar; við sjáum hana
nákvæmlega eins og hún er. Ég held
að það sé ein af ástæðunum fyrir
því að við heillumst af portrettum,
hvernig þær draga fram landslagið
í andlitinu.“
Guðmundur Andri Thorsson
skrifaði texta við myndirnar
eftir því sem andinn blés honum í
brjóst.
„Ég valdi úr þeim textum eftir
því hvað mér fannst eiga við. Þetta
er ekki línuleg frásögn, heldur er
textinn hugsaður til að brjóta form-
ið upp á vel völdum stöðum.“
Útgáfuhóf bókarinnar verður
haldið í sýningarsal Iðu á laugar-
dag frá klukkan 16 til 18. Allir eru
velkomnir. bergsteinn@frettabladid.is
LANDSLAGIÐ Í ANDLITINU
22 listamenn og hönnuðir sem
stunda nám við listkennsludeild
Listaháskóla Íslands fjalla um
sjálfbærni á sýningu í Hugmynda-
húsi háskólanna um helgina. Sýn-
ingin er lokahnykkur námskeiðs
sem bar heitið Listir og sjálf-
bærni. Að sögn kennara þess, Ást-
hildar B. Jónsdóttur, fólst áfang-
inn meðal annars í því að rýna í
opinbera stefnu um menntun til
sjálfbærrar þróunar, meðal ann-
ars með hliðsjón af hugmyndum
Sameinuðu þjóðanna um áratug
til menntunar til sjálfbærrar þró-
unar. „Við skoðuðum mikilvægi
lista til að auka skilning á sjálf-
bærri þróun og mikilvægi hennar.
Það eru til fjölmargar skrifleg-
ar heimildir um sjálfbæra þróun
en framsetningin er oft töluvert
flókin. Hér er um annars konar og
myndræna framsetningu að ræða,“
segir Ásthildur.
Sem dæmi um hvernig lista-
menn geta unnið listaverk sem
benda á mikilvægi sjálfbærrar
þróunar nefnir Ásthildur verkefn-
ið 350 Earth en hluti þess er mynd
Bjargeyjar Ólafsdóttur af ísbirni
sem hún hugðist mála á Langjökul
og greint var frá í Fréttablaðinu í
fyrradag.
Verkin í Hugmyndahúsi háskól-
anna verða til sýnis laugardaginn
og sunnudaginn 27. og 28. nóvem-
ber næstkomandi frá klukkan 14-
17.
Listamenn fjalla um sjálfbærni
JÓNATAN GRÉTARSSON Hugsar Íslenska listamenn sem langtímaverkefni til næstu áratuga, þar sem hann myndar sömu lista-
mennina með nokkura ára millibili. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
THOR VILHJÁLMSSON Í hópi þeirra
fjöldamörgu listamanna sem Jónatan
hefur myndað.
ÁSTHILDUR B. JÓNSDÓTTIR Nemendur hennar í Listaháskóla Íslands hafa fengist við
listir og sjálfbærni í vetur. Afraksturinn verður til sýnis í Hugmyndahúsi háskólanna
um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Dr. Bjarni Þórarinsson
myndlistarmaður og Jón
Proppé sýningarstjóri
ræða yfirlitssýningu á
verkum þess fyrrnefnda
í Nýlistasafninu á sunnu-
dag.
Bjarni hefur um meira
en tuttugu ára skeið rann-
sakað tengsl myndlistar
og tungumáls og þróað
heila fræðigrein kring-
um rannsóknir sínar, sem
síðan hefur orðið honum
uppspretta listaverka,
bæði mynda og texta.
Yfirlitssýningin á verk-
um hans var opnuð 23.
október og stendur til 5.
desember.
L eiðsög n i n hefst
klukkan 15. Aðgangur er
ókeypis og allir eru vel-
komnir.
Bjarni ræðir verk sín
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Furðustrandir
Arnaldur Indriðason
Þokan -
Þorgrímur Þráinsson
Svar við bréfi Helgu
Bergsveinn Birgisson
Ég man þig
Yrsa Sigurðardóttir
Jólasyrpa 2010
Walt Disney
Stelpur! - Þóra Tómasdóttir
og Kristín Tómasdóttir
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
17.11.10 - 23.11.10
Gunnar Thoroddsen
Guðni Th. Jóhannesson
Hreinsun
Sofi Oksanen
Þú getur eldað
Annabel Karmel
Stóra Disney
matreiðslubókin
SÝNING RAX FRAMLENGD Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að framlengja til ára-
móta ljósmyndasýningarnar Veiðimenn norðursins og Andlit aldanna eftir Ragnar Axelsson í Gerðarsafni.
Undanfarna þrjá áratugi hefur RAX myndað lífshætti veiðimanna á norðurhveli jarðar. Hann hefur hlotið
fjöldamargar viðurkenningar fyrir ljósmyndir sínar og er heiðurslistamaður Kópavogs 2010.
DR. BJARNI
ÞÓRARINSSON