Fréttablaðið - 25.11.2010, Qupperneq 64
25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR
Rokkabillíkvöld verður á
Faktorý annað kvöld. Aðal-
númerið er hljómsveitin
The 59‘s sem stefnir á tón-
leikaferðalag til Japans á
næsta ári.
„Rokkabillíið er sko alls ekki
búið,“ segir Gísli Veltan, en
hljómsveit hans, The 59‘s, spil-
ar á Rokkabillíkvöldi á Faktorý á
föstudaginn.
The 59‘s er skipuð söngvaranum
Gísla, bróður hans Aroni Erni, gít-
arleikaranum Pétri Hallgrímssyni
og bassaleikaranum Smutty Smiff,
en sá síðastnefndi er töluvert nafn
innan rokkabillísins.
„Smutty er Breti en hefur búið
í Bandaríkjunum nánast allt sitt
líf. Hann er búinn að vera í rokka-
billíbransanum í rúm þrjátíu ár og
var í fyrstu rokkabillíhljómsveit-
inni sem gerði það gott eftir Elvis
en hún hét Levi and the Rockats,“
segir Gísli. Hann segir Smutty
hafa komið hingað til lands, fundið
sér íslenska konu og síðar ákveð-
ið að finna liðsmenn í rokkabillí-
hljómsveit. Hann hafi fundið þá
Gísla og Aron og fyrst þá hafi hlut-
irnir farið að gerast. Síðar hafi svo
Pétur Hallgrímsson gengið til liðs
við bandið, en hann hefur meðal
annars spilað með Lay Low og
Ellen Kristjánsdóttur.
Þrátt fyrir að rokkabillítíma-
bilið sé löngu liðið segir Gísli tón-
listina lifa vel. „Rokkabillíið er
kannski lítið á Íslandi en í Skand-
inavíu er það mjög stórt. Við spil-
um í Noregi strax eftir jól og erum
svo að spá í að fara að túra í Japan
á næsta ári. Þetta er svo stórt alls
staðar annars staðar.“
Gísli segir tískufyrirmyndirnar
vera gömlu rokkkóngana Eddie
Cochran og Elvis Presley. „Við
erum auðvitað í leðurjökkum með
„greasað“ hárið,“ segir Gísli og
viðurkennir að það komi fyrir að
fólk stari á þá á götunni.
The 59‘s spila á Faktorý á
föstudagskvöldið, en hljómsveit-
irnar Bárujárn og Blues Willis
koma líka fram, ásamt DJ Gísla
Glym skratta. Húsið verður opnað
klukkan tíu en tónleikarnir hefj-
ast klukkan ellefu og kostar ekk-
ert inn. Þemaklæðnaður er hins
vegar æskilegur og eru verðlaun
veitt fyrir flottasta dressið.
kristjana@frettabladid.is
Íslenskt rokkabillí til Japans
LEÐUR OG „GREASAГ HÁR Það eru kannski nokkur ár á milli þeirra Péturs, Arons, Gísla og Smutty en þeir eru allir jafn töff.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
52
23
6
11
/1
0
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS
North Face fatnaður
jólatilboð
VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ.
MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB.
SENDU SMS ESL AGV
Á NÚMERIÐ 1900.
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA!
Fullt af aukavinningum:
Tölvuleikir · DVD myndir og fleira!
SÖGULEG EPÍSK STÓRMYND MEÐ RACHEL WEISZ
Í AÐALHLUTVERKI UM BARÁTTU OG UPPGJÖR
Í EGYPTALANDI UNDIR STJÓRN RÓMVERJA!
FRUMSÝND
26. NÓVEMBER
VILTU
MIÐA! 9. HVER
VINNUR!
Við spilum í Noregi
strax eftir jól og erum
svo að spá í að fara að „túra“
í Japan á næsta ári. Þetta er
svo stórt alls staðar annars
staðar.
GÍSLI VELTAN
SÖNGVARI THE 59’S