Fréttablaðið - 25.11.2010, Side 68

Fréttablaðið - 25.11.2010, Side 68
48 25. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Líf leikarans Charlie Sheen hefur verið skrautlegt – svo vægt sé tekið til orða. Hann er reglulega kærður fyrir ofbeldisbrot, hefur farið í fjölmargar meðferðir og er nú sakaður um að reyna að kyrkja klámmyndaleik- konu. BRANSINN Á Charlie Sheen afturkvæmt til Hollywood eftir ásakanir um að beita klámmyndaleikkonu ofbeldi? Eins og fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá er leikarinn Charlie Sheen enn og aftur búinn að koma sér í vandræði. Í síðasta mánuði var lögregla kölluð í hótelherbergi þar sem hann fannst nakinn og í annarlegu ástandi. Ekki nóg með það, heldur var klámmyndaleik- konan Capri Anderson læst inni á baðherbergi. Hún fullyrti að Sheen hefði beitt sig ofbeldi og hún óttast um líf sitt. Þetta rímar mjög vel við forsögu Sheen sem hefur oft verið dæmd- ur fyrir ofbeldisbrot og eiturlyfja- notkun. Capri Anderson hefur kært Sheen fyrir meint brot, en nú hefur hann kært hana á móti fyrir að ljúga til um hvað gerðist þetta kvöld í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Hann kærir hana einnig fyrir fjárkúgun, en hún á að hafa beðið um eina millj- ón dollara fyrir að tjá sig ekki um málið. Fréttamiðillinn TMZ birti í vik- unni smáskilaboð sem Sheen og Anderson skiptust á stuttu eftir þetta örlagaríka kvöld. Talið er að þau hjálpi málstað Sheen, en sam- kvæmt þeim virðist ekki hafa slest alvarlega upp á „vinskap“ þeirra á hótelherberginu. Í smáskilaboðunum sakar And- erson Sheen um að eyðileggja nýja handtösku af gerðinni Prada. Hann biðst afsökunar og býðst til að greiða henni 20.000 dollara fyrir nýja tösku – ekki erfitt fyrir mann sem þénar um 1,8 milljónir dollara fyrir hvern þátt af Two and a Half Men, sem njóta mikilla vinsælda. Nokkur skilaboð gengu þeirra á milli og þau sættust á að hann sendi henni peningana á næstunni. Óvíst er hvað gerist næst í mál- inu. Charlie Sheen virðist hins vegar eiga níu líf í bransanum og það er sama hvað bjátar á, hann virðist ávallt eiga afturkvæmt í sjónvarp eða kvikmyndir. Capri Anderson nýtir sér málið til hins ýtrasta og hefur nú lækkað áskrift- arverð klámsíðu sinnar og gert öllum ljóst að hún sé „stúlkan úr hótelherberginu“ sem allir eru að tala um. atlifannar@frettabladid.is Dansað á þyrnum rósanna Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Charlie Sheen á kunnuglegum slóðum í lífinu. Hann hefur oftar en ekki þurft að fylgja þeim bláklæddu. NORDICPHOTOS/GETTY - bara lúxus Sími: 553 2075 SKYLINE 8 16 JACKASS – ÓTEXTUÐ 6, 8 og 10.15 12 UNSTOPPABLE 8 og 10.15 12 ARTÚR 3: TVEGGJA HEIMA STRÍÐ 6 - ÍSL TAL 7 ÚTI ER ÆVINTÝRI 6 - ÍSL TAL L - S.V. MBL 1986 Charlie Sheen slær í gegn sem ungi hermað- urinn Chris í Óskarsverð- launamyndinni Platoon. 1990 Sheen eyðir mánuði í meðferð í Kaliforníu. Að meðferðinni lokinni heitir hann því að halda áfram að mæta á AA-fundi. Sama ár slíta hann og Kelly Preston trúlofun sinni eftir að fréttir berast af því að hún varð fyrir voðaskoti í handlegg- inn á heimili þeirra. 1995 Sheen er eitt af aðalvitnunum í réttarhöld- unum gegn Hollywood- maddömunni Heidi Fleiss. Sheen segist hafa eytt meira en 50.000 dollurum í þjónustu maddömunnar og að klappstýrutýpurnar hafi verið í uppáhaldi. 1996 Sheen er úrskurð- aður í gæsluvarðhald og ákærður fyrir líkamsárás á fyrrverandi kærustuna Britt- any Ashland. Ári síðar er hann dæmdur tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. 1998 Faðir Shees, leikarinn Martin Sheen, sannfærir son sinn um að fara í meðferð eftir að hann tók of stóran skammt af eitur- lyfjum. 2006 Sheen skilur við eiginkonu sína, leikkonuna Denise Richards. Eftir miklar deilur um forræði barna þeirra segir Richards að Sheen hafi beitt hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þá segir hún hann hafa hótað að drepa hana. Hún fær á hann nálgun- arbann. 2009 Sheen er handtekinn vegna gruns um að hafa beitt eiginkonu sína, Brooke Mueller, ofbeldi. 2010 Sheen fer enn og aftur í meðferð og kallar það „fyrirbyggj- andi aðgerð“. 2010 Lögregla er kölluð á hótelherbergi Charlie Sheen þar sem hann finnst nakinn og í annarlegu ástandi. Þá hafði hann læst klámmyndaleikkonu inni á baðherbergi og hún sakar hann um að hafa beitt sig ofbeldi. CHARLIE SHEEN Í STÖÐUGU VESENI HARRY POTTER kl. 5, 6, 8, 9, 10.10 DUE DATE kl. 3.40, 5.50, 8, og 10.10 GNARR kl. 5.40 ÆVINTÝRI SAMMA-3D M/ ísl. Tali kl. 3 RED kl. 8 KONUNGSRÍKI UGLANNA-3D M/ ísl. Tali kl. 3.50 HARRY POTTER kl. 6 - 9 GNARR kl. 6 DUE DATE kl. 8 - 10:10 10 10 10 10 10 12 L L 12 10 10 10 10 10 L L L L 7 7 - BOXOFFICE MAGAZINE - ORLANDO SENTINEL - TIME OUT NEW YORK HARRY POTTER kl. 5 - 6 - 8 - 10 - 11 HARRY POTTER kl. 5 - 8 - 11 DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20 RED kl. 8 - 10:20 ÓRÓI kl. 8 - 10:10 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 FURRY VENGEANCE kl. 5:50 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 - 10:10 GNARR kl. 8 DUE DATE kl. 8 - 10:20 ÆVINTÝTÝRI SAMMA-3D M/ ísl. Tali kl. 6 MIÐASALA Á SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is 5% Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ SKYLINE KL. 8 - 10 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 8 - 10 12 12 ARTÚR 3 KL. 6 EASY A KL. 6 L L Nánar á Miði.is SKYLINE KL. 5.50 - 8 - 10.10 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 JACKASS 3D LÚXUS ÓTEXTAÐ KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 UNSTOPPABLE KL. 8 - 10.10 EASY A KL. 5.50 - 8 - 10.10 ARTHÚR 3 KL. 3.40 - 5.50 ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 KL. 3.40 AULINN ÉG 3D KL. 3.40 12 12 12 L L L L L SKYLINE KL. 5.50 - 8 - 10.10 UNSTOPPABLE KL. 8 - 10.10 EASY A KL. 8 - 10.10 ARTHÚR 3 KL. 5.50 YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 - 10.15 INHALE KL. 6 BRIM KL. 6 12 L L L L 16 12 HÁSKÓLABÍÓ "MYND SEM HITTIR Í MARK!" -H.H, MBL GLERAUGU SELD SÉR ÍSL. TAL MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA VÍSINDASKÁLDSÖGUTRYLLI Í BÍÓ! "HASAR Í LESTINNI" -H.V.A, FBL ÍSL. TAL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.