Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 6
6 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
Sjáumst eldhress á eftir,
við erum tilbúnir
að taka á móti
mikilli traffík.
Stutt bið, þó
svo það eru 30
manns í röð.
Heilsuátak með aukinni fiskneyslu
Súr
hvalur
Siginn fiskur
Hákarl
frá Bjarnarhöfn
Humar
2.000 kr.kg
SIGLIR UM BÆINN Meira en fimm hundruð manns hafa látist í Brasilíu vegna flóða og aurskriðna síðustu daga. NORDICPHOTOS/AFP
BRASILÍA, AP Um 200 manns, sem
fórust í flóðunum í Brasilíu á mið-
vikudag, voru jarðsettir í gær í
bænum Teresopolis.
Búist er við að tugir manna
verði jarðsettir í viðbót í dag, og
svo er reiknað með að á morgun
verði um 300 manns jarðsungnir
í þessum 150 þúsund manna bæ í
fjallahéruðunum fyrir ofan Rio de
Janeiro.
„Við munum finna pláss. Við
verðum að gera það,“ segir Vitor
da Costa Soares, umsjónarmaður
kirkjugarðsins í Teresopolis. „Við
verðum hér til klukkan tíu í kvöld,
til miðnættis ef við getum. Og svo
verðum við mættir aftur klukkan
sex í fyrramálið.“
Vitað var um rúmlega 500 manns
sem fórust í flóðunum og aurskrið-
um á þessum slóðum snemma á
miðvikudagsmorgun. Fjöldi fólks
var sofandi í rúmum sínum þegar
skriðurnar komu úr fjöllunum.
Í afskekktu hverfi borgarinn-
ar hafa íbúarnir að mestu sjálfir
þurft að grafa eftir fólki í aurnum,
því engin leið er að komast þangað
nema yfir margra kílómetra langt
eðjuflæmi.
Mikil flóð hafa verið víðar í
heiminum síðustu daga. Flóðin
miklu í Queensland í Ástralíu eru
í rénun og hafa valdið miklu eigna-
tjóni, ekki síst í borginni Brisbane
og landbúnaðarhéruðunum þar í
kring.
Bændur í Ástralíu höfðu vonast
eftir góðri uppskeru í ár til að bæta
upp það tjón sem varð í þurrkun-
um miklu á síðasta ári.
Flóðin undanfarnar vikur í Ástr-
alíu hafa kostað að minnsta kosti
26 manns lífið, en um 50 manns að
auki er saknað.
Á Srí Lanka hafa tugir manna
farist í flóðum síðustu daga og flóð
hafa einnig verið víða í Evrópu nú í
vikunni. Í sunnanverðu Þýskalandi
hafa flóð valdið miklum skemmd-
um og lamað samgöngur.
Mörg þorp á Srí Lanka eru enn
í hálfu kafi eftir flóðin og sums
staðar hefur ekki tekist að koma
neyðarhjálp til íbúanna. Óttast er
að sjúkdómar breiðist út, meðal
annars vegna þess að skolpleiðsl-
ur yfirfyllast og vatnsbrunnar
mengast.
Ljóst er að sjúkrahús á Srí Lanka
ráða ekki öll við það ef faraldur
brýst út. Hópar lækna og hjúkr-
unarfólks hafa verið sendir út af
örkinni til að setja upp sjúkraskýli
á flóðasvæðunum.
gudsteinn@frettabladid.is
Flóð á flóð ofan
úti um allan heim
Flóð og aurskriður í Brasilíu hafa kostað hundruð manna lífið síðustu daga.
Mikið tjón er eftir flóðin miklu í Ástralíu og á Srí Lanka hafa menn áhyggjur af
sjúkdómum. Víða í Evrópu glíma íbúar einnig við óvenjumikil flóð.
HUGA AÐ EIGUM SÍNUM Í Ástralíu er fólk byrjað að hreinsa upp eftir flóðin í vikunni.
NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Tveir dómsalir verða lagð-
ir undir í Héraðsdómi Reykjaness
þegar aðalmeðferð í manndráps-
máli á hendur Gunnari Rúnari Sig-
urþórssyni fer fram hinn 7. febrúar
næstkomandi. Í öðrum dómsalnum
fer meðferðin sjálf fram en verður
útvarpað þaðan yfir í hinn dómsal-
inn, til þess að allir sem það kjósa
geti fylgst með henni.
Þetta kom fram í máli Söndru
Baldvinsdóttur héraðsdómara í
gær, þegar fram fór milliþinghald
í málinu. Gæsluvarðhald yfir sak-
borningnum var jafnframt fram-
lengt um fjórar vikur.
Fjölmargir hlýddu á þegar málið
var þingfest og síðan tekið fyrir,
þannig að dómsalurinn í héraðs-
dómi rúmaði vart fjöldann.
Í gær var lögð fram greinargerð
sakborningsins. Hann hefur játað
að hafa banað Hannesi Þór Helga-
syni í Hafnarfirði í ágúst á síðasta
ári en hafnað bótaskyldu gagnvart
unnustu hans. Hins vegar hefur
hann viðurkennt bótaskyldu gagn-
vart foreldrum Hannesar.
Gunnar Rúnar hefur af þremur
geðlæknum verið metinn ósakhæf-
ur. Hann er nú vistaður á réttar-
geðdeildinni að Sogni. - jss
Tveir dómsalir undir í manndrápsmáli á hendur Gunnari Rúnari Sigurþórssyni:
Réttarhöldum hljóðvarpað
VERJANDINN Guðrún Sesselja Arnar-
dóttir hrl., verjandi Gunnars Rúnars
Sigurþórssonar, lagði fram greinargerð í
milliþinghaldinu í gær.
VIÐSKIPTI Útibú Íslandsbanka við
Suðurlandsbraut og Háaleitis-
braut verða í sumar sameinuð á
nýjum stað, í gamla B&L húsinu
við Suðurlandsbraut 14.
Engar uppsagnir eru fyrir-
hugaðar í tengslum við breyt-
inguna.
Una Steinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri viðskiptabanka-
sviðs Íslandsbanka, segir fækk-
un útibúa hjá Íslandsbanka hafa
staðið frá árinu 2005. Að jafnaði
hafi fækkað um rúmlega eitt
útibú á ári síðan þá. - óká
Íslandsbanki fækkar útibúum:
Engum sagt upp
við sameiningu
KJÖRKASSINN
Eiga sýslumenn að sjá erlend-
um borgurum fyrir þjónustu
túlka?
Já 56,0%
Nei 44,0%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ertu ánægð/ur með leik
íslenska landsliðsins á HM í
handbolta?
Segðu þína skoðun á visir.is