Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 6
6 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Sjáumst eldhress á eftir, við erum tilbúnir að taka á móti mikilli traffík. Stutt bið, þó svo það eru 30 manns í röð. Heilsuátak með aukinni fiskneyslu Súr hvalur Siginn fiskur Hákarl frá Bjarnarhöfn Humar 2.000 kr.kg SIGLIR UM BÆINN Meira en fimm hundruð manns hafa látist í Brasilíu vegna flóða og aurskriðna síðustu daga. NORDICPHOTOS/AFP BRASILÍA, AP Um 200 manns, sem fórust í flóðunum í Brasilíu á mið- vikudag, voru jarðsettir í gær í bænum Teresopolis. Búist er við að tugir manna verði jarðsettir í viðbót í dag, og svo er reiknað með að á morgun verði um 300 manns jarðsungnir í þessum 150 þúsund manna bæ í fjallahéruðunum fyrir ofan Rio de Janeiro. „Við munum finna pláss. Við verðum að gera það,“ segir Vitor da Costa Soares, umsjónarmaður kirkjugarðsins í Teresopolis. „Við verðum hér til klukkan tíu í kvöld, til miðnættis ef við getum. Og svo verðum við mættir aftur klukkan sex í fyrramálið.“ Vitað var um rúmlega 500 manns sem fórust í flóðunum og aurskrið- um á þessum slóðum snemma á miðvikudagsmorgun. Fjöldi fólks var sofandi í rúmum sínum þegar skriðurnar komu úr fjöllunum. Í afskekktu hverfi borgarinn- ar hafa íbúarnir að mestu sjálfir þurft að grafa eftir fólki í aurnum, því engin leið er að komast þangað nema yfir margra kílómetra langt eðjuflæmi. Mikil flóð hafa verið víðar í heiminum síðustu daga. Flóðin miklu í Queensland í Ástralíu eru í rénun og hafa valdið miklu eigna- tjóni, ekki síst í borginni Brisbane og landbúnaðarhéruðunum þar í kring. Bændur í Ástralíu höfðu vonast eftir góðri uppskeru í ár til að bæta upp það tjón sem varð í þurrkun- um miklu á síðasta ári. Flóðin undanfarnar vikur í Ástr- alíu hafa kostað að minnsta kosti 26 manns lífið, en um 50 manns að auki er saknað. Á Srí Lanka hafa tugir manna farist í flóðum síðustu daga og flóð hafa einnig verið víða í Evrópu nú í vikunni. Í sunnanverðu Þýskalandi hafa flóð valdið miklum skemmd- um og lamað samgöngur. Mörg þorp á Srí Lanka eru enn í hálfu kafi eftir flóðin og sums staðar hefur ekki tekist að koma neyðarhjálp til íbúanna. Óttast er að sjúkdómar breiðist út, meðal annars vegna þess að skolpleiðsl- ur yfirfyllast og vatnsbrunnar mengast. Ljóst er að sjúkrahús á Srí Lanka ráða ekki öll við það ef faraldur brýst út. Hópar lækna og hjúkr- unarfólks hafa verið sendir út af örkinni til að setja upp sjúkraskýli á flóðasvæðunum. gudsteinn@frettabladid.is Flóð á flóð ofan úti um allan heim Flóð og aurskriður í Brasilíu hafa kostað hundruð manna lífið síðustu daga. Mikið tjón er eftir flóðin miklu í Ástralíu og á Srí Lanka hafa menn áhyggjur af sjúkdómum. Víða í Evrópu glíma íbúar einnig við óvenjumikil flóð. HUGA AÐ EIGUM SÍNUM Í Ástralíu er fólk byrjað að hreinsa upp eftir flóðin í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Tveir dómsalir verða lagð- ir undir í Héraðsdómi Reykjaness þegar aðalmeðferð í manndráps- máli á hendur Gunnari Rúnari Sig- urþórssyni fer fram hinn 7. febrúar næstkomandi. Í öðrum dómsalnum fer meðferðin sjálf fram en verður útvarpað þaðan yfir í hinn dómsal- inn, til þess að allir sem það kjósa geti fylgst með henni. Þetta kom fram í máli Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara í gær, þegar fram fór milliþinghald í málinu. Gæsluvarðhald yfir sak- borningnum var jafnframt fram- lengt um fjórar vikur. Fjölmargir hlýddu á þegar málið var þingfest og síðan tekið fyrir, þannig að dómsalurinn í héraðs- dómi rúmaði vart fjöldann. Í gær var lögð fram greinargerð sakborningsins. Hann hefur játað að hafa banað Hannesi Þór Helga- syni í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári en hafnað bótaskyldu gagnvart unnustu hans. Hins vegar hefur hann viðurkennt bótaskyldu gagn- vart foreldrum Hannesar. Gunnar Rúnar hefur af þremur geðlæknum verið metinn ósakhæf- ur. Hann er nú vistaður á réttar- geðdeildinni að Sogni. - jss Tveir dómsalir undir í manndrápsmáli á hendur Gunnari Rúnari Sigurþórssyni: Réttarhöldum hljóðvarpað VERJANDINN Guðrún Sesselja Arnar- dóttir hrl., verjandi Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, lagði fram greinargerð í milliþinghaldinu í gær. VIÐSKIPTI Útibú Íslandsbanka við Suðurlandsbraut og Háaleitis- braut verða í sumar sameinuð á nýjum stað, í gamla B&L húsinu við Suðurlandsbraut 14. Engar uppsagnir eru fyrir- hugaðar í tengslum við breyt- inguna. Una Steinsdóttir, fram- kvæmdastjóri viðskiptabanka- sviðs Íslandsbanka, segir fækk- un útibúa hjá Íslandsbanka hafa staðið frá árinu 2005. Að jafnaði hafi fækkað um rúmlega eitt útibú á ári síðan þá. - óká Íslandsbanki fækkar útibúum: Engum sagt upp við sameiningu KJÖRKASSINN Eiga sýslumenn að sjá erlend- um borgurum fyrir þjónustu túlka? Já 56,0% Nei 44,0% SPURNING DAGSINS Í DAG Ertu ánægð/ur með leik íslenska landsliðsins á HM í handbolta? Segðu þína skoðun á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.