Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 64
6 FERÐALÖG
SAMEINAR NÁM OG SKEMMTUN
FYRIRTÆKIÐ Námsferðir er við Klapparstíg 25-27 í Reykjavík.
ÞAR STARFAR Hulda Stefánsdóttir stofnandi þess sem er með net-
fangið hulda@namsferdir.is
VEFSÍÐAN er www.namsferdir.is
NÁMSFERÐIR BJÓÐA UPP Á:
Starfsþjálfun í Evrópu sem hefst á tungumála- og undirbúningsnámi.
Málaskóla víða um heim.
Sjálfboðastörf til að kynnast framandi menningu og um leið leggja
fram aðstoð.
Au pair sem gætir barna og sinnir léttum húsverkum.
Camp America er starf við sumarbúðir víðs vegar um Bandaríkin.
Þ
etta var svolítið yfir-
þyrmandi fyrst en
breyttist fljótt til hins
betra og varð bara rosa-
lega gaman. Starfsfólkið var úr
öllum áttum og allt mjög vingjarn-
legt. Þarna var fólk frá Úkraínu,
Póllandi, Kólumbíu, Tyrklandi,
Ástralíu og Nýja-Sjálandi og svo
vorum við tvær frá Íslandi, báðar
á vegum Námsferða. Enskan var
aðaltungumálið á staðnum og ég
lærði mikið í henni yfir sumar-
ið.“ Þannig byrjar Lilja Björk
Jónasdóttir lýsingu á vinnu sinni
í sumarbúðum í Freedom í New
Hampshire í Bandaríkjunum sem
merktar eru Camp America.
Lilja Björk kveðst hafa frétt af
sumarbúðunum gegnum bekkjar-
systur sína í Versló. „Það var hægt
að sækja um sem leiðbeinandi
barnanna eða vinna við eitthvað
annað í búðunum. Ég var í eldhús-
inu. En fleiri störf eru í boði.“
Í búðunum dvöldu hópar níu til
fimmtán ára stúlkna, tvær vikur
hver, að sögn Lilju Bjarkar. „Þetta
eru ekki vandræðabörn, heldur
þvert á móti rosalega fínar stelpur,“
tekur hún fram. „Það var líka
góður agi í búðunum, bæði á börn-
unum og okkur sem unnum þar.
Það var ætlast til að við í starfslið-
inu værum góðar fyrirmyndir. Til
dæmis var okkur bannað að reykja
og drekka. Tilgangurinn með dvöl
stelpnanna er meðal annars sá að
styrkja sjálfsmynd þeirra enda
fást þær við ýmislegt sem er bæði
krefjandi og skemmtilegt. Það er
erfitt að komast að sem leiðbein-
andi, þeir þurfa að hafa stundað
fimleika í mörg ár, hestamennsku
eða annað sem þeir geta miðlað.“
Lífið hjá Lilju Björk snerist ekki
bara um eldhússtörf. Hún kveðst
hafa fengið nokkrar góðar pásur
yfir daginn og tvö kvöld í viku hafi
boðist rútuferð til bæjar í grennd-
inni þar sem hægt var að ganga
um götur og kíkja í búðir. Einn-
ig hafi verið einn frídagur í viku
og þá hafi hún ýmist farið í ferða-
lög eða verið á svæðinu kringum
sumarbúðirnar, sólað sig við stöðu-
vatn, siglt á kajökum og bátum eða
svifið um á vatnaskíðum. „Svo
voru líka hestar þarna svo það var
hægt að bregða sér á bak,“ segir
hún hressilega. „Veðrið var rosa-
lega gott allt sumarið og gaman að
vera úti við.“
Já, svo gaman þótti Lilju Björk
að hún sótti aftur um vinnu á sama
stað á komandi sumri og fékk í
vikunni staðfestingu á að hún væri
ráðin. „Mig langar að komast í eitt-
hvað annað en eldhúsið í sumar en
það kemur í ljós hvað mér verður
ætlað að gera,“ segir hún hress.
Hún kveðst hafa fengið laun í fyrra-
sumar en þegar fargjald, trygging-
ar og annar kostnaður hafi verið
greiddur hafi hún komið út á núlli.
„Svona ferð snýst ekki um peninga
heldur að safna í reynslubankann
með því að kynnast fólki og upplifa
eitthvað nýtt.“ - gun
SIGLT Á KAJAK OG SVIFIÐ Á SKÍÐUM
Að afl oknu stúdentsprófi úr Verzlunarskóla Íslands í fyrravor ákvað Lilja Björk Jónasdóttir að víkka sjóndeildarhringinn og sækja um
vinnu við sumarbúðir barna í Bandaríkjunum gegnum fyrirtækið Námsferðir. Hún kom ánægð heim og ætlar aftur í vor.
Útþrá Lilja Björk býr sig undir að fara út í annað sinn til að vinna í sumarbúðunum YMCA Camp Huckins í New Hampshire sem eru á bökkum stöðuvatns. MYNDIR/GVA OG ÚR EINKASAFNI
Losaðu þig við sykurfíknina
og kræktu þér í leiðinni í fullt af orku með
TURBO GREENS orkuduftinu frá Gillian McKeith!
Þú færð Turbo Greens í heilsubúðum, apótekum
og heilsuhillum stórmarkaðanna
Turbo Greens duftið er mitt meðal til að komast í
gírinn og takast á við verkefni dagsins.
Ég hef sl. 4 ár tekið kúra af Turbo Greens og finn alltaf
sömu frábæru orkubreytinguna, blóðsykursjafnvægi
kemst á og ég hætti öllu narti.
Eins til tveggja glasa kúr nægir mér af og til.
Blandan hjá Gillian er hrein og troðfull af næringarefnum.
Tilvalið nú í skammdeginu!
Ólína Elísabet 32 ára þriggja barna húsmóðir með meiru.
Turbo Greens er kröftug blanda af náttúrulegri
ofurfæðu: SPÍRULÍNU, BYGGGRASI, HVEITIGRASI,
AÐALBLÁBERJUM, EPLAPEKTÍNI OG SÍTRÓNUBERKI.
Sannkölluð orku- og næringarsprengja, auðmeltan-
leg, glútenlaus, prótein-, steinefna- og vítamínauðug.
Þessi blanda er mjög svo blóð-sykursjafnandi og er
æskilegt að taka inn 1-2 tsk. á morgnana. Í tveggja
teskeiða skammti er nægjanleg dagleg þörf af
vítamínum og steinefnum. Hrærið duftinu í vatn eða
eplasafa, einnig er gott að blanda því í próteinhristinga.
20%
afsláttur frá 15-30 janúar
Innflutningsaðili: G
engur vel ehf.