Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 12
12 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is E kki er nema von að fólk furði sig á flestu sem fram hefur komið í máli hjónanna og sonar þeirra sem bíða þess á Indlandi að komast heim til Íslands. Fjórar vikur eru síðan Fréttablaðið flutti fyrstu fréttir af málinu. Þá var að skilja að vandinn væri sá að íslensk stjórnvöld viðurkenndu ekki drenginn sem íslenskan ríkisborgara. Daginn sem fréttin birtist samþykkti Alþingi að veita honum slíkan rétt en enn er fjölskyldan ytra. Ekki er með öllu gott að segja til um hvort hrein og klár stjórn- sýsluleg málefni ráði þeirri stöðu sem uppi er í málinu eða hvort pólitísk sjónarmið stjórni för. Að sönnu er grundvallaratriðið – staðgöngumæðrun – umdeilt og vandmeðfarið. Og upprifjun á afstöðu aðstoðarmanns ráðherr- ans til málefnisins, sem fram kom í blaðagrein fyrir fjórum árum, var ekki til að draga úr efasemdum og jafnvel ásökunum um að seinagangurinn væri vegna skoðana. Því verður hins vegar ekki trúað að svo sé. Því verður ekki trúað að ráðherrar og embættismenn láti stjórnast af öðru en lögum og reglum í máli sem þessu, hvað sem skoðunum þeirra eða aðstoð- armanna líður. Innanríkisráðherrann fullyrti enda í Fréttablaðinu í gær að málið hefði ekki strandað í ráðuneyti hans heldur í „indverskri stjórn- sýslu“. Hér á landi er ekki rík þekking á innviðum indverskrar stjórnsýslu og fáir hafa af henni reynslu. Það væri helst að forseti lýðveldisins vissi eitthvað um það gangverk. Kannski hann ætti að beita sér í málinu. Hann hefur jú lagt Íslendingum lið á erlendum vettvangi í embættistíð sinni. Annað sem innanríkisráðherrann sagði í gær og vekur vonir um að úr málinu leysist var að ráðuneytið legði mjög ríka áherslu á að barnið kæmist til Íslands sem allra fyrst. Þarna glitti í það húmaníska hjartalag ráðherrans sem landsmenn þekkja svo vel. Í gegnum sína pólitík og verkalýðsbaráttu hefur hann ekki mátt neitt aumt sjá. Sendiherra Indlands í Reykjavík sagði það sama. Raunar stendur hann í þeirri trú að málið leysist hið fyrsta. Ekki kom þó fram – sem er lykilatriði – hvaða skilning ráðherrann og sendiherrann leggja í orðin „allra fyrst“ og „hið fyrsta“. Þetta mál er snúið í alla staði. Ljóst er að hjónin héldu utan án þess að hafa vissu fyrir því hver nákvæm framvinda yrði. Þeim mátti vera ljóst að þau voru að taka talsverða áhættu og að þau ættu talsvert undir málshraða stjórnkerfa Íslands og Indlands. Við bætt- ist full vitneskja um ólögmæti staðgöngumæðrunar á Íslandi. Hvað sem því líður standa stjórnvöld í löndunum tveimur frammi fyrir orðnum hlut. Þeirra er að búa svo um hnúta að fjölskyldan geti komist til síns heima. Sem allra fyrst. Í þeim orðum felst að hjónin geti stigið upp í flugvél á Indlandi með litla drenginn sinn innan örfárra daga. Sé ekki öðru til að dreifa eru orð umboðsmanns barna í Frétta- blaðinu í gær leiðarvísir íslenskra stjórnvalda í málinu. „Barnið er íslenskur ríkisborgari og íslenska ríkið er bundið af barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ríkinu ber að gera það sem barninu er fyrir bestu,“ sagði umboðsmaður. Því er fyrir bestu að komast til Íslands og það strax. SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR SKOÐUN Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is Grundvallarstefna VG ligg-ur svo langt frá hinum flokkunum að málamiðl-anir reynast því þyngri þraut en öðrum. Andóf vinstri- vængsins í VG verður að skoða í þessu ljósi. Fram til þessa hefur hann haft fullnaðarsigur innan flokksins og í stjórnarsamstarfinu á sviði orkunýtingar. Samfylking- in hefur þurft að kyngja því að þau ákvæði í efnahagsáætluninni hafa ekki orðið að veruleika. Vinstrivængurinn gerði síðan aðventuuppreisn gegn fjárlögun- um. Krafa um meiri ríkissjóðs- halla og lántök- ur var rökstudd með minni hag- vexti en AGS- áætlunin gerði ráð fyrir. Helsta ástæðan fyrir minni hagvexti er hins vegar andstaða VG við orkunýtingu og erlenda fjár- festingu. Eftir að aðventuuppreisnin rann út í sandinn hefur vinstrivængur- inn fyrir hvatningu Heimssýnar endurnýjað kröfuna um að undið verði ofan af samkomulagi stjórn- arflokkanna í Evrópumálum. Í byrjun vikunnar upplýsti Svav- ar Gestsson að Ögmundur Jónas- son hefði átt hugmyndina að þeirri samkomulagslausn. Sú skýring fylgdi með að hún hafi verið snilld- arleg. ESB-lausnin fólst í því að Alþingi samþykkti aðildarumsókn, þjóðin tæki afstöðu til hugsanlegs samn- ings á undan Alþingi og VG yrði eftir sem áður á móti aðild. En er þetta sú lýðræðislega „snilldar- lausn“ sem af er látið? „Snilldarlausn“ Flokksmenn VG vita að andstaðan við NATO er málstaður sem tapaðist fyrir löngu. Enginn gerir því kröfu um að þeirri formlegu stefnu sé fylgt. Öðru máli gegn- ir um ESB. Þar er ekki unnt að kyngja ákvörðun sem aðrir hafa áður ábyrgst. „Snilldarlausnin“ felst í því að ábyrgjast umsóknina en láta líta svo út sem utanríkis- ráðherra beri síðan einn ábyrgð á samningaferlinu og hugsanlegum samningi. Þetta gengur ekki upp af tveim- ur ástæðum. Í fyrsta lagi er smám saman verið að taka ákvarðanir í viðræðunum sem eru skuldbind- andi fyrir Ísland með fyrirvara um að á endanum verði samkomulag um alla þætti. Þessar ákvarðanir snerta valdsvið allra ráðherra og eru á ábyrgð hvers og eins. Í öðru lagi getur utanríkisráðherra ekki sett stafina sína undir samning þegar þar að kemur nema meiri- hluti Alþingis taki pólitíska ábyrgð á þeim gerningi. Það er grundvöll- ur þingræðisreglunnar. Ætli VG eftir þá stjórnarathöfn að lýsa yfir andstöðu við samning sem gerður er á pólitíska ábyrgð þess birtist tvöfalt siðgæði þing- manna þeirra og ráðherra nakið fyrir almenningssjónum. Sam- starfsmenn vinstrivængs VG í Heimssýn komu fljótt auga á þenn- an veikleika. Þeir hafa því komið því inn hjá vinstrivængnum að aðildarviðræðurnar séu eitthvað allt annað en Alþingi samþykkti. Sú staðhæfing styðst ekki við nein rök. Öllum mátti vera ljóst hvert eðli aðildarviðræðna er. Það er ekki vandinn. Hann liggur þvert á móti í eðli þeirrar „snilldarlausn- ar“ sem setja átti niður ágreining stjórnarflokkanna. Samkomulag sem felur einungis í sér gagn- kvæma ábyrgð á upphafi máls en ekki ferli þess og lyktum er ekki sátt um málið í heild. Þar af leið- andi dugar hún ekki. Eða tvöfalt siðgæði? Veruleikinn er sá að báðir stjórnarflokkarnir þurfa að gangast undir sameig-inlega ábyrgð á samn- ingaferlinu öllu. Aðrir kostir eru að hætta við eða slíta samstarf- inu. Það er blekking að þjóðarat- kvæðagreiðsla sé sjálfgefin. Án þingmeirihluta sem ábyrgist und- irskriftina, með þegjandi sam- þykki ef svo víkur við, verður enginn samningur og engin þjóð- aratkvæðagreiðsla. Millileikur er því ekki til. Vinstrivængur VG krafðist ekki sérstakrar atkvæðagreiðslu um framlög til aðildarviðræðnanna við afgreiðslu fjárlaganna. Ástæð- an er trúlega sú að þeir reikna ekki með að hafa meirihluta. Utanríkis- ráðherra ætti því að láta atkvæði ganga strax eftir helgi um tillögu sem tekur af öll tvímæli um fram- haldið. Sósíalistaflokkurinn fórnaði nýsköpunarstjórninni á sínum tíma vegna Keflavíkursamningsins. Það var fyrir þá daga að feluleik- ur var talinn til „snilldarlausna“. Báðir vængir VG virðast nú ófúsir að fórna ríkisstjórninni fyrir mál- staðinn. Í því ljósi er án efa þrauta- minnst fyrir báða að axla ábyrgð á aðildarviðræðunum skref fyrir skref því að það er í raun og veru feluleikur „snilldarlausnarinnar“ sem gerir það að málflutningur þeirra nær ekki betri fótfestu en belja á svelli. Árni Þór Sigurðsson sagði í Fréttablaðsviðtali í vikunni að meta yrði stöðuna eftir framvindu við- ræðna og eftir atvikum hvort við- ræðum yrði á einhverju stigi slit- ið. Hér kveður við annan tón. Með gagnályktun má ráða að fyrir liggi pólitísk ábyrgð VG á hverju skrefi meðan ekki er stoppað. Það er á sinn hátt ábyrgt. Svo kann þetta að vera hótun. Óvissan veikir ríkis- stjórnina inn á við og út á við. Atkvæði verði látin ganga ÞORSTEINN PÁLSSON Stjórnsýslan og fólk: Fyrir bestu ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.