Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 39
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
Þ
að hljómar kannski kuldalega að
hátta sig ofan í rúm undir frost-
marki, en engu að síður staðreynd
að gisting í snjóhúsum nýtur
fádæma vinsælda hvar sem hún býðst. Eftir
áramót sýnir Vetur konungur oft grimm-
ustu klærnar og hrúgar niður snjó á mestu
snjósöfnunarstaði veraldar. Því fagna ferða-
menn sem dýrka vetrar ríkið og þrá að upp-
lifa eitthvað nýtt og framandi, en einnig að
komast í mikla nánd við náttúruna. Vinsæl-
ar snjóhúsabyggðir eru í Lapplandi, Sviss,
Slóveníu og Japan, þar sem hin ægifagra
Kamakura-hátíð er haldin í febrúar ár hvert
í Yokote í Akitahéraði í norðaustur Japan.
Mikil snjókoma er í Yokote og ekki óalgengt
að falli allt að 30 sentimetra snjór yfir nótt.
Snjóhúsin sjálf kallast kamakura og inni í
þeim er reist altari til tilbeiðslu vatnsguðs-
ins, þar sem fólk biður fyrir góðri uppskeru,
öryggi fjölskyldunnar, velgengni og vernd
gegn eldum. Ólýsanlega fagurt er á kvöld-
in á Kamakura þegar kertaljós lýsa upp
snjóhúsin, en hvarvetna ræður rómantík
ríkjum á snjóhúsaslóðum og vinsælt meðal
elskenda að gefast hvort öðru undir bleik-
lilluðum stjörnuhimni og glitrandi frostrós-
um. -þlg
JANÚAR 2011
FRAMHALD Á SÍÐU 4
OFURSVALT INÚÍTALÍF
Snjóhús eru með fegurstu mann-
gerðu smíðum náttúrunnar, en
efniviðurinn hverfull eftir veðri
og vindum. Um víða veröld er
hægt að upplifa andrúmsloft
inúíta í hnausþykkum, listilega
smíðuðum snjóhúsum, til að mat-
ast, vera og njótast.
ÚTSALA ÖLL RAFTÆKI Í ELDHÚS OG ÞVOTTAHÚS Á ÚTSÖLU
Sýningareintök og útlitsgallað með miklum afslætti
Ofnar, helluborð og háfar með allt að 50% afsl.
Candy þvottavélar - verð frá kr. 79.990
Blomberg uppþvottavélar - verð frá kr. 89.990
Severin smátæki með allt að 33% afslætti og margt fleira
Sjálfvirkar Saeco kaffivélar frá kr. 49.990
Góður markaður Íslendingar geta nú nýtt
sumarfríið til að leigja út íbúðir sínar í gegnum
fyrirtækið Iceland Summer. SÍÐA 2
Skemmtileg lífs-
reynsla Lilja Björk
Jónasdóttir starfaði
við sumarbúðir
barna í Banda-
ríkjunum síðasta
sumar og ætlar
aftur í vor.
SÍÐA 6