Fréttablaðið - 15.01.2011, Page 22

Fréttablaðið - 15.01.2011, Page 22
22 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR Ó lafur Örn Haralds- son þjóðgarðsvörð- ur tekur á móti blaðamanni á skrif- stofu þjóðgarðsins í Reykjavík. „Ég hef líka aðsetur á Þingvöllum en er aðallega hér,“ útskýrir hann og nær í kaffi. Fyrir rúmu ári var Ólafur Örn ráðinn til að veita þjóð- garðinum forstöðu. „Þetta er náttúrulega afskap- lega áhugavert og skemmtilegt starf. Ég hef leitast við að takast á við það af virðingu og reyni að vanda mig eins og ég get. Í þessu starfi er ég líka að fást við mest allt sem ég hef menntað mig í og fengist við um ævina,“ segir Ólaf- ur sem er menntaður í jarðfræði, sögu og skipulagsfræðum, stofnaði og starfaði lengi hjá Hagvangi og Gallup, sat á þingi fyrir Framsókn- arflokkinn og er núverandi forseti Ferðafélags Íslands svo fátt eitt sé nefnt. „Ég þekki Þingvelli vel, er alinn upp í nágrenninu, á Laugarvatni og ég þekki fólk í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskóga- byggð vel. Faðir minn, sem var doktor í íslensku, kenndi á Laug- arvatni. Þar á ég enn hús ásamt systrum mínum. Við erum alin upp við gömul íslensk gildi, land- ið, tunguna og söguna,“ segir Ólaf- ur sem er mikið niðri fyrir þegar talið berst að stöðu og merkingu Þingvalla fyrir Íslendinga. Merkur staður fyrir margar sakir „Þingvellir eru eign allra Íslend- inga og öllum á að finnast þeir vel- komnir þangað. Þing- vellir eru svo merkur staður fyrir margar sakir. Þarna er hjarta íslenskrar menningar, þingstaðurinn forni, en fyrir utan það þá er allt náttúrfar gríðarlega merkilegt, og Þingvalla- vatn eitt merkilegasta stöðuvatn í heimi. Þing- vellir eru mikilvæg- ir fyrir ferðamennsku hér á landi, þeir eru einn fjölsóttasti stað- urinn á Ísland. Ekki má svo gleyma mann- lífinu í sveitinni, þar er merkileg saga,“ segir Ólafur Örn sem er ekki alls kostar sáttur við þá aðstöðu sem ferðalöng- um á Þingvöllum er boðið upp á. „Eins og staðan er núna þá erum við með lágmarksaðstöðu til að taka á móti fólki, þetta rétt sleppur. En Þing- vellir sem þjóðgarður stendur þjóðgörðum í öðrum löndum langt að baki. Hér vantar þá glæsilegu aðstöðu sem þyrfti að vera til staðar til að geta tekið á móti þeim fjölda sem kemur í garð- inn með sómasamlegum hætti.“ Samkomustað vantar á Þingvöllum Spurður um hvernig bæta mætti og ætti aðstöðuna á Þingvöllum segir Ólafur af mörgu að taka: „Það sem sker mest í augu er að það er hvergi hægt að taka á móti hópum í garðinum innandyra. Hér vantar tilfinnanlega samkomu- stað fyrir ferðamenn svo ekki sé minnst á að Alþingi getur ekki komið saman á þessum merka stað. Burstabærinn hefur verið notaður til móttöku á opinberum gestum en aðstaða þar er mjög þröng. Fyrir utan þetta mikilvæga mál þyrfti að taka stíga og merkingar í gegn. Það þarf að laða söguna og forn- minjarnar betur fram, upplýsinga- skiltin mættu vera ítarlegri. Sömu- leiðis þarf að fara að endurnýja margmiðlunarsýninguna okkar, það þarf einnig að bæta salernis- aðstöðu, hún er ágæt þar sem hún er en mætti vera víðar,“ segir Ólaf- ur sem hefur þar fyrir utan ýmsar hugmyndir um hvernig auka mætti afþreyingarmöguleika í þjóðgarð- inum. „Ég myndi vilja sjá aðstöðu fyrir stjörnuskoðun og norðurljósaskoð- un. Síðan sé ég fyrir mér að fólk ætti að geta komið í þjóðgarðinn til þess að njóta þeirrar listsköpun- ar sem Þingvellir hafa verið inn- blástur að, hér get ég nefnt mynd- listarmenn á borð við Kjarval og Ásgrím. Þá hafa Þingvellir verið sögusvið bóka allt frá Íslendinga- sögum og til glæpasagna og síð- ast en ekki síst þarf að opna fyrir almenningi þá mögnuðu náttúru- bók sem Þingvellir og nágrenni geyma.“ Valhallarreitur ekki gallalaus Ólafur Örn segist ekki hafa mynd- að sér sterka skoðun á því hvar bygging fyrir gesti ætti að standa, Valhallarreiturinn hafi kosti og galla. „Hann er nálægt vatnsyfir- borðinu sem eykur mengunarhættu auk þess sem bygging þar spill- ir útsýni yfir þingstaðinn forna. Margir eiga hins vegar góðar minningar þaðan og þær skal ekki vanmeta,“ segir Ólafur Örn sem segist gera sér fullvel grein fyrir að fé til framkvæmda liggi ekki á lausu. Ýmsar möguleikar til að auka sértekjur þjóðgarðsins hafi þó verið vannýttir til þessa. „Við höfum nú þegar hækkað lóðaleigu og verð fyrir veiðileyfi og tjaldsvæði. Síðan er stefnan að opna verslun í Fræðslumið- stöðinni uppi á Hakinu, þangað kemur fjöldi ferðamanna ár hvert og algjör vitleysa að þeim standi ekki til boða að kaupa drykki og nauð- synjar. Það má segja að þarna hafi evrurnar trítlað framhjá okkur að óþörfu. Við ætlum líka að rukka fyrir aðgang að salernum, 200 krón- ur. Það er sem sagt ekki ætlunin að rukka alla ferðamenn um aðstöðu- gjald, heldur bara þá sem nýta sér þessa þjónustu. Við verðum að gera það til að standa undir kostnaði við fram- kvæmdir við Hakið, þar þarf bæði að stækka planið og sömuleiðis eru komin þar ný salerni,“ segir Ólafur Örn sem segir útilokað að rukka fyrir aðgang að Þing- völlum, það sé staður í þjóðareign. „Við eigum öll þennan stað og það eiga allir að finna að þeir eru velkomnir til Þingvalla, hann er svo ríkur af sögu og menningu að fólki á alls ekki að finnast hann vera fyrir fáa útvalda.“ Tekjuöflun á ferðamannastöð- um hefur verið umdeilt efni. Ólafur Örn segist sjálfur þeirr- ar skoðunar að ekkert sé að því að innheimta aðgangsgjald á vin- sælustu ferðamannastöðum lands- ins. Verði frumvarp iðnaðarráð- herra að veruleika um komugjald á ferðamenn á leið til Íslands þurfi ekki að velta vöngum um slík gjöld í bili. Verði slíkt gjald tekið þá myndist sjóður til framkvæmda á vinsælustu ferðamannastöðunum og ekki sé vanþörf á. Það þekkir Ólafur vel enda mikill ferðalangur, hefur ferðast mikið innanlands og er sömuleiðis forseti Ferðafélags Íslands og hefur verið um sex ára skeið. „Við sjáum það í Landmanna- laugum, þar sem 150 þúsund gest- ir koma ár hvert að við þyrftum að geta aukið tekjur staðarins. Eins og staðan er núna þá borga gestir sem nýta aðstöðuna 400 krónur en þar fyrir utan einskorðast tekjumögu- leikar Ferðafélagsins við gistingu í skálanum.“ Sér enn eftir Kringilsárrana Ferðamennska er Ólafi í blóð borin. Hann ólst upp við mikil ferðalög í æsku og hefur alla tíð síðan verið ötull ferðalangur. „Við erum öll í þessu fjölskyldan, eiginkona Sigrún Richter og synirnir þrír, Haraldur Örn, Örvar Þór og Haukur Steinn. Við höfum farið víða, meðal ann- ars gengið saman yfir Vatnajökul,“ segir Ólafur Örn sem fór með elsta syninum yfir Grænlandsjökul 1993 og á Suðurpólinn 1997 en Haraldur Örn hefur síðan þá farið á Norður- pólinn og hæstu tinda heims eins og frægt er orðið. Áhuginn á ferðamennsku teng- ist öðru áhugamáli Ólafs sem eru umhverfismál en þegar hann sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn veitti hann umhverfisnefnd forystu í sex ár og segir það hafa verið afar áhugavert enda mikilvægir laga- bálkar sem tengjast þeim mála- flokki á leið í gegnum þingið. „Á þessum tíma voru sett nátt- úruverndarlög, lög um mat á umhverfisáhrifum og skipulag Mið- hálendisins var endurskoðað. Sam- þykkt var að stofna Vatnajökuls- þjóðgarð og svo mætti lengi telja.“ Ólafur Örn segir það hafa verið afar gaman og áhugavert að sitja á Alþingi. Hann hafi kynnst eft- irminnilegum einstaklingum og séð mikinn árangur starfans, enda fulltrúi ríkisstjórnarflokks. Hann var þó ekki alltaf sammála flokks- bræðrum sínum, greiddi til að mynda atkvæði gegn Eyjabakka- virkjun og greiddi ekki atkvæði með Kárahnjúkavirkjun og sér enn eftir landinu sem fór undir lónið, einkum Kringilsárrana. „Ég fylgdi minni sannfæringu og lenti í andstöðu við flokkinn. Inn- anflokkserjur eru það leiðinlegasta við stjórnmálastarfið en ég tel að það sé afar mikilvægt fyrir stjórn- málaflokka að menn hafi svigrúm til þessa að fylgja sinni sannfær- ingu. Síðan verða menn auðvitað að lúta lýðræðislegri niðurstöðu meiri- hlutans.“ Stofnaði Gallup Ólafur Örn sat á þingi á árunum 1995 til 2003. Þar áður hafði hann verið framkvæmdastjóri Gallup en hann var stofnandi þess fyr- irtækis. Þar áður vann hann hjá Hagvangi og var þar líka í stofn- endahópi. „Við hjá Hagvangi sinnt- um ráðgjafaverkefnum, aðallega fyrir ríkis fyrirtæki og sveitarfé- lög. Þarna var góður hópur auk mín, Ásmundur Stefánsson, Sig- urður Helgason síðar hjá Flugleið- um og fleiri. Svo stofnaði ég Gallup sem sinnti skoðanakönnunum og ýmiss konar fyrir tækjaráðgjöf. Eftir átján ára starf í umhverfi sem sannarlega tók stakkaskipt- um á tímabilinu var ég farinn að svipast um eftir nýjum verkefnum. Mig langaði í stjórnmál og tók boði um að fara í prófkjör Framsóknar- flokksins fagnandi,“ segir Ólafur Örn sem hefur þó ekkert skipt sér af stjórnmálum síðan hann hætti á þingi. Hann kvartar samt ekki yfir verkefnaskorti, auk þess að vera forseti Ferðafélagsins sinnir hann ýmsum félagsstörfum og er til að mynda formaður nefndar sem á að fara yfir tryggingamál í tengslum við náttúruhamfarir. „Eins og stað- an er núna er allt utandyra ótryggt, garðar, stéttir, heitir pottar. Ríkið hefur komið til móts við tjónþola í náttúruhamförum undanfarið, Suðurlandsskjálftum og gosinu í Eyjafjallaljökli en hugmyndin er að skyldutrygging nái einnig yfir þessar eignir.“ Það er því í nógu að snúast. Næst á dagskránni er hins vegar að fá skoðun almennings á uppbyggingu á Þingvöllum en Ólafur Örn segir að í vor verði opnaður hugmynda- banki á netinu sem gerir almenn- ingi kleift að láta sína skoðun á þjóðgarðinum í ljós. „Við eigum öll þennan stað og eigum öll að hafa eitthvað um uppbygginguna í honum að segja.“ BÚSTAÐIR, BARRTRÉ OG BÍLASTÆÐI Sumarbústaðir í landi þjóðgarðsins eru reglulega fréttaefni. Ólafur segir framkvæmdir við bústaði í þjóðgarðinum í samræmi við tilskilin leyfi. „Það má vissulega deila um hvort rétt hafi verið að gefa leyfin í upphafi en þau voru veitt. Þess má svo geta að samningar um lóðaleigu hafa verið endurnýjaðir til tíu ára og undir þá eru eigendur sumarbústaða að rita um þessar mundir,“ segir Ólafur Örn og bendir á að framtíð sumarbústaða í þjóðgarðinum hafi ekki verið tekin til umfjöllunar. „Sumarbústaðaeigendur eru að inna okkur eftir svörum um hana en um þessi mál hefur ekki verið rætt. Þess má geta að Heimsminjaskráin hefur gert athugasemd við þrjá þætti í þjóðgarðinum, sumar- bústaðina, barrtrén og bílastæðin við Peningagjána. Það er ekki þannig að verið sé að setja okkur úrslita- kosti en við þurfum að hafa gætur á þessum þremur þáttum.“ Ólafur Örn segir það liðna tíð að hægt sé að reikna með því að vera inni á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna að eilífu, nýlega hafi þjóðgarð- ur í Þýskalandi til að mynda dottið út af skránni eftir að hraðbraut var lögð í gegnum hann. Þingvellir þurfa samkomuhús Fyrir réttu ári var Ólafur Örn Haraldsson ráðinn í starf þjóð- garðsvarðar Þingvalla. Hann segir mikilvægt að bjóða upp á betri aðstöðu fyrir ferðamenn á þessum merka stað. Ólafur Örn ræddi við Sigríði Björgu Tómasdóttur um þjóðgarðinn, ferða- mennsku og viðburðaríkan feril í atvinnulífi og stjórnmálum. Ég fylgdi minni sann- færingu og lenti í and- stöðu við flokkinn. Innanflokks- erjur eru það leiðin- legasta við stjórnmála- starfið … FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.