Fréttablaðið - 15.01.2011, Side 32

Fréttablaðið - 15.01.2011, Side 32
32 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR E kkert lát ætlar að verða á sigurgöngu alfræði- vefsins Wikipediu, sem vaxið hefur hraðar en flestir hefðu trúað þau tíu ár sem liðin eru frá upphafi hans. Fyrsta síðan fór á netið í janúar árið 2001 og strax næstu vikurnar var dælt inn á vefinn nýjum síðum í erg og gríð. Innan tveggja ára voru greinarnar á Wikipediu orðn- ar hundrað þúsund talsins, ári síðar voru þær orðnar tvö hundruð þús- und og nú eru þær að nálgast tíu milljónir. Þar af er enska útgáfan komin með 3,5 milljónir orða og er þá orðin 25 sinnum stærri en breska alfræðiritið Encyclopædia Britannica. Tólf milljarðar stafa Alls hafa verið stofnaðar Wiki- pedíur á nærri 280 tungumálum, sem reyndar eru afar misjafnar að gæðum og stærð. Enska Wikipedian er langstærst, með 3,5 milljónir greina. Þar á eftir kemur þýski vefurinn með 1.175 þúsund greinar og síðan sá franski með 1.055 þúsund greinar. Sam- tals eru greinarnar í öllum þessum Wikipedium 17 milljónir talsins. Efnismagnið er því orðið gífur- legt og sífellt er verið að bæta við og lagfæra. Í ensku Wikipediunni eru nú nærri tólf milljarðar stafa og nærri tveir milljarðar orða. Reiknað hefur verið út að 1.500 bindi þurfi til að koma þessu öllu fyrir á prenti, og hvert bindi væri þá fimm sentimetra þykkt og 25 sentimetra hátt. Galopin Aðalsmerki Wikipediu er að hún er galopin. Allir geta skrifað í hana. Allir geta bætt við greinum í safnið eða bætt við greinar sem aðrir hafa skrifað, lagfært og breytt. Hún er að þessu leyti mjög frá- brugðin öðrum alfræðiritum, sem leggja metnað sinn í að fá sérfræð- inga til að skrifa greinar um þau efni sem þeir þekkja best til. Þetta er um leið aðalgalli Wikip- ediu. Hvernig á að vera hægt að treysta því sem hver sem er getur hafa skrifað? Stjórnendur Wikipedia hefur reyndar gripið til ýmissa ráðstaf- ana, sem eiga að tryggja betur áreiðanleika þess efnis sem finna má á vef þessa lifandi alfræðirits. Mestu munar þar líklega að þeir sem skrifa reglu- lega á Wikipediu geta fengið þar ákveðinn virð- ingarsess, að minnsta kosti ef efnið sem þeir koma með reynist yfir- leitt vera boðlegt. Þeir verða stjórnendur eða möppudýr eins og það er nefnt í íslensku útgáfunni af Wikipediu. Stjórnendurnir geta skipt sér meira en aðrir af því efni sem birt er á Wikipediu. Til dæmis geta þeir lokað á ein- staka notendur og þeir geta læst síðum þannig að ekki sé hægt að breyta þeim. Þeir geta samt sjálfir breytt þess- um vernduðu síðum og eytt síðum af Wikipediu. Þeir geta líka afturkall- að eyðingu síðna og tekið aftur skemmdarverk sem unnin eru á síðum. Ekki er víst að þetta dugi þeim sem efast um áreiðanleika Wikiped- iu. Alltaf geta slæðst inn villur og þeir s e m v i lj a afvegaleiða lesendur og vinna skemmdarverk á síðum geta alltaf fundið leiðir til þess. Fordómar „Almenna reglan í háskólum er sú að maður vitnar ekki í alfræði- rit í ritgerðum, hvort sem það er Íslenska orðabókin eða Encyclo- pædia Britannica. Að því leyti gilda engar aðrar reglur um Wiki- pe diu,“ segir Magnús Sveinn Helga- son sagnfræðingur, sem hefur ekki hikað við að nota Wikipediu og hvetja nemendur sína til þess. Hann segir þó að meiri tregðu gæti til þess að nota Wikipediu í háskóla- samfélaginu en aðrar alfræðibæk- ur. „Maður verður óneitanlega var við töluverða fordóma hjá mörg- um kennurum gagnvart Wikiped- iu. Ég hef samt hvatt nemendur til að nota hana sem fyrsta stopp til að glöggva sig á viðfangsefninu, rétt eins og kennarar hafa alltaf hvatt nemendur til að nota uppflettirit í náminu.“ Þótt Wikipedia hafi fyrstu árin verið harla ófullkomin hefur hún vaxið og batnað með hverju árinu sem líður. „Þær rannsóknir sem ég hef séð benda til þess að hún sé ekk- ert óáreiðanlegri en aðrar alfræði- bækur. Það koma til dæmis alltaf upp einhverjar villur í Encyclo pæd- ia Britannica. Það hefur eitthvað skolast til og það vantar kannski inn það nýjasta. Gallinn er sá að þótt ég sjái einhverjar vitleysur í Britannicu get ég ekkert gert, en kosturinn við Wikipediu er að not- endur geta strax gert breytingar.“ Nauðsyn á Íslandi Magnús segir mikla þörf á því að efla íslenska vefinn, því ekki verð- ur horft framhjá því að notkun Wikipediu er orðin almenn. Ef nem- endur gætu gengið að upplýsingum á íslensku myndi það styrkja stöðu íslenskunnar í fræðasamfélaginu hér á landi. „Enn sem komið er nota nemend- ur aðallega ensku Wikipediuna og það helgast fyrst og fremst af því að sú íslenska er ennþá frekar tak- mörkuð. Ég held að þetta sé vanda- mál sem íslenskt fræðasamfélag þarf að taka alvarlega.“ Sjálfur hefur hann tekið þátt í því að efla hina íslensku Wiki- pediu með því að láta nemend- ur sína í Háskól- anum á Bifröst skrifa greinar um námsefnið, sem var banda- rísk stjórnmál. Einnig hefur Salvör Gissurar- dóttir lagt mikið fram og meðal annars látið nemendur sína við Menntavísindasvið Háskóla Íslands skrifa töluvert inn á Wikipediu. „Það þarf ekkert svo mikið til þess að bæta íslensku Wikipediu mikið. Við mættum gjarnan fá fleiri til að taka þátt í þessu og skrifa þó ekki sé nema bara nokkrar færsl- ur. Til dæmis einhvern sem hefur brennandi áhuga á breskum bók- menntum og annan sem veit mikið um sænsk leikrit. Eftir bara þrjú ár væri hægt að sjá miklar breyt- ingar.“ Fámennur hópur „Það var tiltölulega lítill hópur sem byrjaði á þessu hér á Íslandi í kringum 2006, og þetta hefur alltaf verið frekar lítill hópur,“ segir Smári McCarthy, einn þeirra Íslendinga sem hafa tekið þátt í að byggja upp íslensku útgáfuna af Wikipediu. Hann giskar á að virki kjarninn sé kannski 15 til 20 manna hópur, en þar fyrir utan hefur mjög stór hópur fólks tekið þátt í að skrifa efni á íslensku, bæta inn upplýsing- um og lagfæra. Sjálfur segist hann reyndar ekki hafa verið mjög virk- ur upp á síðkastið, en hvetur fólk til að taka þátt í þessu verki. „Fólk tekur bara þátt þegar það getur. Til þess að vera þátttakandi þarf ekki annað en að fara inn á síðu og ýta á ‚Breyta‘. Markmiðið er gott og mikið hefur gerst.“ Ný markmið Víða um heim fagna aðstandend- ur Wikipediu í dag tíu ára afmæli þessa vinsæla vefs með viðburð- um af ýmsu tagi, þar á meðal hér á landi þar sem efnt verður til mál- þings um Wikipediu og vinnslu með opin rannsóknar- og kennslugögn. Vöxtur Wikipediu virð- ist vera óstöðvandi. Þarna er kominn að því er virðist ómótstæðilegur vettvang- ur fyrir mannkynið til að safna í þekkingarforða sinn og gera hann aðgengilegan öllum. Sjálfir segjast aðstand- endur Wikipediu nú, í til- efni afmælisins, hafa sett sér þá stefnu að fjölga og breikka notendahópinn þannig að hann verði ekki jafn einhæfur. Sem stend- ur eru ungir karlmenn á Vesturlöndum yfirgnæf- andi meirihluti þeirra sem skrifa efnið á Wikipediu. Jimmy Wales, stofnandi vefsins, segir nauðsynlegt að fólk víðar að úr heimin- um taki þátt í skrifunum. Einnig vill hann sjá fleiri konur skrifa á Wikipediu. Hugmyndin er sú að gera vefinn enn þægilegri í notk- un en nú er og gera notend- um enn auðveldara að bæta efni inn á hann. Tíu ára vaxtarstökk á vefnum Wikipedia er tíu ára í dag. Hún virðist vera orðin ómótstæðilegur vettvangur fyrir mannkynið til að safna saman þekkingar- forða sínum, bæta við hann og gera hann aðgengilegan öllum. Guðsteinn Bjarnason skoðar vöxtinn í tilefni dagsins. SMÁRI MCCARTHY MAGNÚS SVEINN HELGASON FORSÍÐA ÍSLENSKU WIKIPEDU Íslenska Wikipedian hefur smám saman verið að eflast síðan hún fór út á netið árið 2003 en á þó langt í land með að ná gæðum ensk útgáfunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STOFNANDINN Jimmy Wales er einn þeirra sem stofnuðu Wikipediu fyrir tíu árum og hefur jafnan verið helsti tals- maður vefsins út á við. NORDICPHOTOS/AFP W ikipedia fær seinni hluta nafnsins frá orð- inu encyclopedia, sem þýðir alfræðirit og er myndað úr forn- grísku orðunum ‚enkyklios paid- eia‘ sem þýða ‚almenn mennt- un‘. Fyrri hlutinn er hins vegar kominn úr máli Havaí búa, en er þó aðeins helmingur orðsins ‚wikiwiki‘ sem þýðir ‚hratt‘ eða ‚hraði‘ á máli þeirra eyjabúa. Merking orðsins Wikipedia gæti því útlagst ‚hraðfræði‘. ■ NAFNIÐ Enska 3.527.000 Þýska 1.175.000 Franska 1.055.000 Pólska 765.000 Ítalska 763.000 Japanska 727.000 Spænska 700.000 Portúgalska 666.000 Hollenska 665.000 Rússneska 648.000 ■ FJÖLDI GREINA Tæpum tveimur árum eftir að Wikiped-ia fór í gang var komin íslensk útgáfa á netið. Fyrsta íslenska síðan birtist hinn 5. desember 2003. Íslensku síðunum hefur síðan fjölgað jafnt og þétt. Á fimmtudag- inn var voru þær orðnar 30.347 talsins. Íslenska Wikipedian er í 65. sæti yfir stærstu Wikipediur heims, en í 18. sæti þegar raðað er eftir því hve oft greinum er breytt. ■ WIKIPEDIA Á ÍSLENSKU SALVÖR GISSURARDÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.