Fréttablaðið - 15.01.2011, Side 19

Fréttablaðið - 15.01.2011, Side 19
LAUGARDAGUR 15. janúar 2011 19 Verulegar breytingar Í fyrsta lagi gerðum við tillögu um að setja í stjórnarskrá ótví- rætt ákvæði um eignarhald rík- isins/þjóðarinnar á fiskveiðiauð- lindinni. Í annan stað er lagt til að horf- ið verði frá því að úthluta veiði- rétti til ótiltekins tíma. Þess í stað er gert ráð fyrir að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheim- ilda til tiltekins tíma. Með öðrum orðum að kveðið sé skýrt á um að um sé að ræða nýtingarrétt á auð- lind sem sé í eigu þjóðarinnar/rík- isins. Í þriðja lagi að fyrir þennan nýt- ingarrétt beri að greiða eigandan- um afgjald, þannig að tryggt sé að afraksturinn skili sér með beinum hætti til ríkisins. Í fjórða lagi að tilteknum hluta aflaheimilda sé ráðstafað á félags- legum, byggðalegum og atvinnu- legum grunni. Í fimmta lagi að gætt sé jafn- ræðis við úthlutun nýrra afla- heimilda, eða heimilda sem komi til endurúthlutunar. Af þessu má glögglega sjá að tillögur okkar fela í sér róttæk- ar breytingar.Í raun má segja að þetta sé rökrétt niðurstaða. Fyr- irmyndin sem við studdumst við hefur komið fram í þeirri stefnu- mótun sem ríkisstjórnin hefur unnið að varðandi aðrar auðlind- ir, þ.e. orkuauðlindirnar. Í þeim málum hafa engir talað jafn ákveð- ið og forystumenn Samfylkingar- innar, stjórnmálaflokks Jóhanns Ársælssonar. Það sætir því tals- verðri furðu að hann skuli ekki koma auga á samhengið, þegar hann ræðir um fyrirkomulag nýt- ingar á fiskveiðiauðlindinni. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir talar eins og hún gerði í áramóta- ávarpi sínu verða þau orð ekki skilin á annan veg en þann að hún telji eðlilegt að þessum málum sé skipað eins, í tilviki nýtingar orku- og fiskveiðiauðlinda. Það varð líka niðurstaða okkar í starfshópnum. Tillögur okkar voru að sönnu málamiðlun. Þær voru niður- staða mikillar faglegrar vinnu, sem nefndarmenn lögðu svo mat sitt á. Auðvelt hefði verið fyrir þá sem í hlut áttu að halda sig fast við sínar ítrustu skoðanir. Það var ekki gert. Menn lögðu sig fram um að nálgast gagnstæð sjónarmið af virðingu til þess að komast að bærilegri sátt. Það var þess vegna sem við sögðum fyrir- varalaust í áliti okkar: „Meirihluti starfshópsins telur að þær tillögur sem hópurinn gerir nú til breyt- ingar og endurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða sé grunnur að lausn þeirra stóru ágreiningsefna sem verið hafa uppi hér á landi um langt skeið.“ Þetta er kjarni málsins. nngjarna leið Ótrúlegt er að ríkisstjórnin ætli sér að leggja á nýja vegskatta til viðbótar þeim ofurháu skött- um, sem nú þegar eru lagðir á bif- reiðaeigendur. Ríkisstjórnin telur ekki skipta máli að benzínverð á Íslandi er nú þegar eitt hið hæsta í heimi en rúmur helmingur af verði hvers benzínlítra rennur til ríkisins. Hver benzínstöð er því í raun hluti af hinu mikilvirka inn- heimtukerfi ríkissjóðs, útibú frá skattstofunni. Háir skattar á eldsneyti eru rétt- lættir með því að þannig sé í raun verið að afla fjár til samgöngu- framkvæmda, sem eðlilegt sé að bifreiðaeigendur standi undir. Skattar, sem ríkið innheimtir af bifreiðum og eldsneyti, skila sér þó aðeins að hluta til samgöngu- framkvæmda. Og það sem þó hefur skilað sér, hefur að stórum hluta verið nýtt til umdeildra stór- framkvæmda á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að stærstur hluti eldsneytisskatta sé innheimtur á höfuðborgarsvæðinu, hafa arðbær og brýn samgönguverkefni þar setið á hakanum. Nefna má fram- kvæmdir, sem myndu stórauka öryggi í umferðinni og fækka slys- um; t.d. með uppsetningu vegriða meðfram stofnbrautum og aðskiln- aði akreina á fjölförnum vegum. Hrein viðbótarskattheimta Komist hugmyndir ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í framkvæmd verður skattheimta bæði aukin og flækt. Í sjálfu sér er ekkert að því að innheimta veg- gjöld til að fjármagna samgöngu- mannvirki en slík innheimta á sér nú þegar stað, og það marg- falt, með eldsneytissköttum. Fyr- irhuguð veggjöld munu leggjast á meginþorra bifreiðaeigenda og um hreina viðbótarskattheimtu er að ræða því ríkisstjórnin ætlar sér ekki að lækka neina skatta á móti. Þyngst mun skatturinn leggjast á íbúa höfuðborgarsvæð- isins og þá, sem fara á milli sveit- arfélaga vegna vinnu sinnar. Þá væri með öllu óviðunandi ef stað- ið væri þannig að málum að veg- skattur væri innheimtur innan marka sama sveitarfélagsins, t.d. í þeim tilvikum þegar Kjalnesing- ar sækja vinnu og þjónustu í önnur hverfi Reykjavíkurborgar. Það er í sjálfu sér jákvætt að vilji standi til þess að ráðast í úrbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi, sem munu greiða fyrir umferð og stórauka umferð- aröryggi. Hins vegar verður að gera þá kröfu til Alþingis að í stað viðbótarskattheimtu verði slík- ar framkvæmdir fjármagnaðar með því að höfuðborgarsvæðið fái sanngjarnan skerf af hinum háu skatttekjum af bifreiðum, sem verða til á svæðinu. Mótmælum margföldum vegskatti Veggjöld Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Stjórnlagaþingið mun semja frum- varp að nýjum stjórnar- skipunarlögum Þjónusta við fatlað fólk í Reykjavík Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vef borgarinnar www.reykjavik.is. Hjá Þjónustuveri Reykjavíkurborgar fást upplýsingar um starfsemi borgarinnar. Sími: . Þjónustumiðstöðvar: Frá áramótum ber Reykjavíkurborg ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Reykjavík skv. lögum nr. 152/2010 um málefni fatlaðs fólks. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er leiðarljós Reykjavíkurborgar í þjónustu við fatlað fólk til framtíðar. Í því felst viðurkenning á sjálfstæðu lífi á eigin forsendum, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, réttur til aðstoðar við að lifa innihaldsríku lífi og viðurkenning á fjölbreytileika mannlífsins og mannréttindum allra. Framkvæmd þjónustunnar er á þjónustumiðstöðvum Velferðarsviðs í hverfum borgarinnar. Íbúar eru hvattir til að vera í beinu sambandi við sína þjónustumiðstöð með allar spurningar og ábendingar sem upp kunna að koma. , Hraunbæ 115, sími 411-1200 , Álfabakka 12, sími 411-1300 (Miðgarður), Langarima 21, sími 411-1400 , Síðumúla 39, sími 411-1500 , Skúlagötu 21, sími 411-1600 (Vesturgarður), Hjarðarhaga 45-47, sími 411-1700
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.