Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 15. janúar 2011 5
TEYMI VERKEFNASTJÓRA
OG SÉRFRÆÐINGA
Hefur þú brennandi áhuga á að takast á
við krefjandi starf hjá einu framsæknasta
fyrirtæki landsins?
Össur leitar að metnaðargjörnum og
skipulögðum einstaklingum til að taka þátt
í uppbyggingu nýs sérfræðiteymis. Teymið
mun vinna að samræmingu á ferlum innan
allra dótturfélaga Össurar. Um er að ræða
krefjandi verkefni unnin í nánu samstarfi við
starfsmenn annarra sviða og starfsstöðva víða
um heim.
starfssvið
Verkefnastjórnun
Umsjón með hópavinnu
Ferlagreining
Val á hugbúnaðarlausnum
Umsjón með innleiðingu á samræmdum
ferlum í viðskiptahugbúnaði í samstarfi
við upplýsingatæknisvið
hæfniskröfur
Háskólapróf
Amk 5 ára starfsreynsla
Þekking á Microsoft Dynamics
Nav eða öðrum ERP kerfum
Reynsla af gerð fl æðirita og
ferlagreiningum mikill kostur
Reynsla af verkefnastjórnun
Leiðtogahæfi leikar
Mjög góð enskukunnátta
Umsókn skal berast í gegnum www.ossur.is
fyrir 25.janúar 2011. Nánari upplýsingar veitir
starfsmannadeild í síma 515 1300.
Össur er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði stoð- og
stuðningstækja. Hjá félaginu starfa um 1800 manns í 15
löndum. Gildi fyrirtækisins eru Heiðarleiki – Hagsýni –
Hugrekki.
Össur hf. i Grjóthálsi 5 i 110 Reykjavík i 515 1300 i www.ossur.com
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Starfssvið
Sérfræðingurinn er staðgengill deildarstjóra. Í starfinu
felst m.a. að leiðbeina, tryggja og hafa eftirlit með að
umsækjendur um skírteini og þjálfunar- og kennsluleyfi
uppfylli gildandi reglugerðarkröfur. Viðkomandi ber
ábyrgð á gerð og hefur umsjón með framkvæmd prófa
sem stofnunin sér um.
Við leitum að starfsmanni með góða samskiptahæfileika,
örugga og þægilega framkomu. Hann þarf að sýna
af sér frumkvæði, sjálfstæði og fagmennsku í starfi,
vera skipulagður og agaður í verkum sínum og geta
unnið undir álagi. Launakjör taka mið af viðeigandi
kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. í lögfræði, eða
veruleg reynsla af þjálfun einstaklinga í flugi er skilyrði.
• Áhugi á flugmálum er nauðsynlegur og æskilegt er að
viðkomandi hafi einnig flugtengda menntun.
• Hæfileiki til að túlka, útskýra og setja fram með skýrum
hætti reglugerðarkröfur.
• Áhugi á og hæfileiki til að tileinka sér kröfur um gæða-
og öryggisstjórnunarkerfi.
• Góð tölvuþekking og skipulagshæfileikar.
• Mjög góð tök á íslensku og ensku.
Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun með u.þ.b. 40 starfsmenn. Hlutverk Flugmálastjórnar er að
fara með stjórnsýslu á sviði flugmála innanlands og á alþjóðavettvangi, hafa eftirlit með hvers konar
flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innanlands og utan. Flugmálastjórn
leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa.
Nánari upplýsingar veita:
Elísabet Sverrisdóttir,
elisabet@hagvangur.is
Rannveig Jóna Haraldsdóttir,
rannveig@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 31. janúar nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
www.hagvangur.is
Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu hefur
verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt
að sex mánuði. Flugmálastjórn
áskilur sér rétt til þess að hafna
öllum umsóknum.
Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að ráða
sérfræðing í þjálfunar- og skírteinadeild
Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf hjá Flugmálastjórn þar sem hæfileikar og frumkvæði fá notið sín.
Eftirlitsmenn
með framleiðendum sjávarafurða
Matvælastofnun óskar eftir að ráða tvo starfsmenn í fullt starf
við eftirlit með framleiðslu sjávarafurða. Starfsstöð þessara
starfsmanna verður á Sauðárkróki.
Starfsmennirnir munu heyra undir skrifstofu matvælaöryggis og
neytendamála sem að öðru leyti hefur aðsetur í aðalskrifstofu
MAST á Selfossi.
Matvælastofnun mun frá 1. mars 2011 taka yfir allt eftirlit með
framleiðendum sjávarafurða sem að hluta til hefur verið í hön-
dum faggiltra skoðunarstofa. Starfið mun útheimta umtalsverð
ferðalög innanlands.
Helstu verkefni:
• Skoðanir hjá leyfishöfum, þ.e. landvinnslum, vinnslu-, frysti-
og öðrum fiskiskipum
• Úttektir á innra eftirliti (HACCP) hjá leyfishöfum
• Eftirlit með löndunaraðstöðu og aflameðferð
• Þátttaka í úttektum vegna leyfisumsókna
• Þátttaka í aðgerðum vegna samræmingar eftirlits
• Samskipti við leyfishafa
• Skýrslugerð og frágangur gagna í gagnagrunn
• Önnur verkefni sem starfsmanni eru falin
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun eða önnur framhaldsmenntun sem nýtist
í starfi.
• Reynsla á sviði eftirlits með framleiðslu sjávarafurða byggt á
HACCP aðferðafræðinni
• Þekking á lögum og gerðum EES um matvæli og fóður
er kostur
• Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
• Góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum
• Góðir skipulagshæfileikar
• Góð tölvu- og tungumálakunnátta
Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurður Örn Hansson
(sigurdur.hansson@mast.is) og Hafsteinn Jóh. Hannesson
(hafsteinn.hannesson@mast.is) og í síma 530-4800. Umsóknum
ásamt ferilskrá og öðrum nauðsynlegum upplýsingum skal
skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum
“Eftirlitsmaður–Sauðárkrókur” eða með tölvupósti á
mast@mast.is en umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2011.
Öllum umsóknum verður svarað. Launakjör eru samkvæmt
kjarasamningi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um
stofnunina er hægt að nálgast á vefsíðu hennar, www.mast.is.
Auglýsingasími