Fréttablaðið - 15.01.2011, Side 58
15. janúar 2011 LAUGARDAGUR12
Auglýsing um
Framkvæmdasjóð aldraðra
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra auglýsir eftir
umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra
fyrir árið 2011. Umsóknarfrestur er til 12. febrúar 2011.
Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra er að stuðla að
uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land.
Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um málefni aldraðra
nr. 125/1999 og reglugerð nr. 1/2011. Samstarfsnefnd
um málefni aldraðra fer með stjórn sjóðsins og gerir
tillögur til velferðarráðherra um úthlutun úr honum.
Heimilt er að veita framlag úr Framkvæmdasjóði
aldraðra til eftirtalinna verkefna.
1. Bygginga þjónustumiðstöðva aldraðra og
dagvista.
2. Bygginga dvalarheimila og sambýla.
3. Bygginga hjúkrunarheimila eða hjúkrunarrýma
á öldrunarstofnunum.
4. Til nauðsynlegra endurbóta og breytinga á
húsnæði stofnana sbr. lið 1-3.
5. Annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu
öldrunarþjónustu.
Við ákvörðun um úthlutun verður höfð hliðsjón af
stefnu velferðarráðherra í öldrunarmálum einkum
varðandi fækkun fjölbýla á hjúkrunarheimilum.
Skilyrði fyrir framlögum til byggingaframkvæmda,
nauðsynlegra endurbóta og breytinga á húsnæði er að
framkvæmdir taki mið af viðmiðum velferðarráðuneytis
um skipulag hjúkrunarheimila.
Umsóknarfrestur er til 12. febrúar 2011. Umsóknum
skal skila til Velferðarráðuneytisins, Hafnarhúsinu
v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar
fást. Eyðublöðin má einnig nálgast hér:
velferdarraduneyti.is
• Umsókn til nauðsynlegra endurbóta og breytinga
á húsnæði.
• Umsókn vegna nýframkvæmda.
• Umsókn um framlag til annarra verkefna en
byggingaframkvæmda.
Ýmis störf í boði á Hótel Höfðabrekku í Mýrdal
frá vori og fram á haust.
Vantar matreiðslumenn og aðstoðarfólk í eldhús,
þjóna, starfsfólk í gestamóttöku,
veitingasal og herbergjaþrif.
Húsnæði í boði
Áhugasamir sendi umsóknir á hotel@hofdabrekka.is
www.hofdabrekka.is
Upplýsingar um starfið og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS,
Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00.
Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is.
ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum
verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa
um 500 manns, víðsvegar um landið
sem og erlendis.
ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem
var stofnað árið 1970 og hefur annast
ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stór-
iðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð
auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar
fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög,
fyrirtæki og einstaklinga.
Framkvæmdagleði í fyrirrúmi
TRÉSMIÐIR
Vegna aukinna verkefna óskar ÍSTAK eftir að ráða trésmiði til starfa við
framkvæmdir hér á landi og erlendis. Sérstaklega er þörf yfir smiði sem
hafa reynslu af mótauppslætti og eru tilbúnir að starfa erlendis til
skemmri tíma.
Verkefnisstjóri í aðgerðum gegn einelti
Verkefnisstjórn á vegum fjögurra ráðuneyta um aðgerðir
gegn einelti auglýsir laust til umsóknar starf verkefnisstjóra.
Um er að ræða 50% starf til eins árs frá febrúar 2011 í til-
raunaskyni. Verkefnisstjórinn mun vinna fyrir verkefnis-
stjórn um aðgerðir gegn einelti og hafa umsjón með og
fylgja eftir þeim verkefnum sem hún ákveður að skuli fram-
kvæmd, m.a. umsjón með fagráði sem tekur við eineltis-
málum til úrlausnar.
Leitað er að einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við
krefjandi verkefni, góður í mannlegum samskiptum, skipu-
lagður og vanur að vinna sjálfstætt. Nauðsynlegt er að
einstaklingurinn hafi víðtæka þekkingu á eineltismálum og
reynslu af úrlausn eineltismála.
Menntunarskilyrði er háskólapróf í uppeldisfræðum, sál-
fræði, félagsráðgjöf, náms- og starfsráðgjöf eða af öðrum
sambærilegum sviðum. Enn fremur er lögð áhersla á góða
færni í ensku og að minnsta kosti einu Norðurlandamáli.
Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg og reynsla af
störfum á opinberum vettvangi er kostur.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í upphafi árs
2011. Laun greiðast samkvæmt launakerfi Félags háskóla-
menntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.
Umsóknir ásamt greinargóðum upplýsingum um menntun
og starfsferil sendist Verkefnisstjórn um einelti, mennta- og
menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík, merktar: „Verkefnisstjóri gegn einelti“, í síðasta
lagi þriðjudaginn 2. febrúar 2011.
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna María Eyjólfsdóttir,
verkefnastjóri, í síma 545 9500 eða í tölvupósti á
johanna.maria.eyjolfsdottir@mrn.is
Mennta- og menningarmálaráðuneyti
14. janúar 2011
gleraugnaverslun í Smáralind óskar eftir að ráða
starfsmann í fullt starf
við sölu- og þjónustu
Hæfniskröfur:
■ Reynsla af sölu- og þjónustustörfum skilyrði.
■ Umsækjendur þurfa að hafa náð 25 ára aldri.
■ Áhugi á tísku og útliti kostur.
■ Snyrtimennska skilyrði.
■ Reglusemi og stundvísi skilyrði.
Umsóknir sendist á fannykolbrun@opticalstudio.is
fyrir 24. janúar 2011.
w w w . o p t i c a l s t u d i o . i s
Matreiðslumaður óskast
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund óskar eftir matreiðslu-
manni til starfa. Hann þarf að vera hugmyndaríkur, sam-
starfsfús og viljugur að setja sig inn í óskir heimilisfólks um
mataræði.
Viðkomandi mun hafa yfirumsjón með starfsmannahaldi
eldhússins, gerð matseðla, matreiðslu og matarinnkaupum
heimilisins.
Hægt er að sækja um starfið á www.grund.is. Nánari upp-
lýsingar veitir Júlíus Rafnsson framkvæmdastjóri Grundar í
síma 5306100 og einnig er hægt að senda honum tölvupóst
á julius@grund.is
óskar eftir framtíðar starfsmanni
á réttinga og sprautuverkstæði sitt sem
staðsett er á Akureyri.
Um er að ræða starf fyrir
bifreiðasmið eða bifvélavirkja.
er vel útbúið réttinga og sprautuverkstæði.
Megin starfsemi CAR-X er bílaréttingar-bílasprautun-
plastviðgerðir-framrúðuskipti.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir berist á car-x@car-x.is með upplýsingum
um menntun og fyrri störf.
Njarðarnesi 8. 603 AkureyriStarfsmaður
í mötuneyti
Embætti ríkisskattstjóra starfar á landsvísu við úrlausn
margbreytilegra verkefna. Rík áhersla er lögð á góðan
vinnustað, þar sem fjölbreyttur hópur samhentra
starfsmanna sinnir vel lögboðnum verkefnum og þjónustu.
Ríkisskattstjóri leitar að áhugasömum og dugmiklum
einstaklingi til starfa í mötuneyti embættisins að Laugavegi
166. Vinnutími er frá kl. 10:30 – 14:00 virka daga.
Starfið felst í framreiðslu matar, uppvaski, frágangi og
þrifum í eldhúsi undir stjórn yfirmanns í mötuneyti.
Einnig afleysing yfirmanns þegar þörf er á.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Fáguð framkoma, þjónustulund, jákvæðni
og lipurð í mannlegum samskiptum.
Hæfileiki til að vinna undir álagi.
Frumkvæði og metnaður til að sýna
árangur í starfi.
Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar um starfið gefur Inga Hanna Guðmundsdóttir
starfsmannastjóri RSK í síma 442 1151.
Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2011.
Umsókn skal fylla út á vef embættisins, www.rsk.is
og láta ferilskrá fylgja með í viðhengi.
Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við SFR.
Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög
um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.