Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 28
28 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR ATLAVÍKURSTEKKUR Sýnir blöndu af birkiskógi og gróðursettum skógi og skóglaust land handan við Lagarfljót til samanburðar. Myndin er tekin á Atlavíkurstekk í Hallorms- staðaskógi. MYNDIR/ÞRÖSTUR EYSTEINSSON SITKALÚS S itkalús er mesti skaðvaldur á ýmsum grenitegundum og dregur úr vexti trjánna. MYND/EDDA ODDSDÓTTIR RYÐ Ryðsjúkdómar herja á birki, víðitegundir, alaskaösp og fleiri tré. Skemmdir geta verið mjög áberandi síðsumars og vald- ið vaxtartapi og kali. MYND/HALLDÓR SVERRISSON FIÐRILDI F iðrildalirfur valda reglulega skemmdum á ungum trjám og geta aflaufgað heilu skógana þegar fjöldi þeirra er í hámarki. Hér eru ertuyglur á asparblöðum. MYND/HALLDÓR SVERRISSON FROSTLYFTING F rostlyfting nýgróðursettra plantna er algeng í skógrækt á rýru landi en hægt er að draga verulega úr henni með áburðar- gjöf. Hér frostlyfting birkiplöntu. MYND/EDDA ODDSDÓTTIR FROST F rost seint að vori, snemma hausts eða jafnvel um hásum- ar valda einkum skemmdum á ungplöntum. Hættan á vorkali gæti aukist vegna hlýnunar á vetrum. MYND/ÞRÖSTUR EYSTEINSSON HELSTU ÓGNIR SEM STEÐJA AÐ SKÓGRÆKT Á ÍSLANDI STIKLAÐ Á STÓRU 1898 Ríkið keypti tvo höfuð- skóga Íslands, Hallorms- staðaskóg og Vaglaskóg, til að forða þeim frá eyðingu. Heimildin veitt með lögum frá Alþingi sem voru fyrstu skref í náttúruvernd á Íslandi. 1907 Lög til stuðnings skógrækt. Með lögunum var stofnað til Skógræktar ríkisins. Agner F. Kofoed-Hansen ráðinn skógræktarstjóri og tók til starfa í febrúar 1908. 1914 Skógræktin fékk umsjón með Vatnaskógi í Svínadal og Laugarvatnsbrekkum. Báðir friðaðir sama ár. 1927 Skógræktin eignast og friðar Ásbyrgi og Sig- ríðarstaðaskóg í Ljósa- vatnsskarði. Fékk einnig umsjón með Þórsmörk og Goðalandi. 1930 Skógræktarfélag Íslands stofnað á Þingvöllum. Skógræktarfélög stofnuð víða um land á næstu árum. 1935 Hákon Bjarnason tekur við sem skógræktarstjóri. 1940 Ný skógræktarlög sett á Alþingi. 1944 Landgræðslusjóður stofn- aður í tilefni lýðveldis- stofnunar. 1955 Ný skógræktarlög. Sömu markmið og 1907: vernda skógarleifar, rækta nýja skóga og leiðbeina um skógrækt. 1967 Rannsóknastöð Skógrækt- arinnar stofnuð á Mógilsá í Kollafirði fyrir þjóðargjöf frá Norðmönnum. 1970 Fljótsdalsáætlun. 1977 Sigurður Blöndal tekur við sem skógræktarstjóri. 1984 Kafla um nytjaskógrækt á bújörðum bætt við skóg- ræktarlögin. 1980 - Mikil endurnýjun í skógfræðingastétt. Vigdís Finnbogadóttir forseti vinnur stórvirki við að afla skógrækt fylgis. 1990 Jón Loftsson skógræktar- stjóri. Landgræðsluskógar og Héraðsskógar hefjast og gróðursetning trjáa fer úr einni milljón plantna í þrjár og hálfa á áratug. 1995 Rússalerki í Hallorms- staðaskógi, gróðursett 1937, nær 20 metra hæð. 2000 Lög sett um landshluta- verkefni í skógrækt. 2006 Hekluskógaverkefnið hófst og varð sjálfstætt 2008. 2008 Hugtakið þjóðskógar tekið upp yfir skóga í eigu og umsjá Skógræktar ríkisins. 2009 Skógrækt ríkisins færð undir Umhverfisráðuneyt- ið. Febrúar – heima- síða Árs skóga á Íslandi opnuð. Átakið Þekkjum skógartrén á heimasíðu kynnt. Hugað að mynd- listarsýningu undir heitinu Skógurinn í íslenskri myndlist. ALÞJÓÐLEGT ÁR SKÓGA DRÖG AÐ DAGSKRÁ áhugamanna og félaga. Í landinu eru í dag yfir sextíu skógræktar- félög, með mismikið umleikis. Þau eru starfrækt um allt land undir hatti Skógræktarfélags Íslands. Auk skógræktarfélaganna rækt- ar umtalsverður fjöldi bænda um allt land skóga og starfrækja þeir Landssamtök skógareigenda. Stór verkefni eru unnin innan landshlutanna og er ástæða til að geta sérstaklega. Öðruvísi fæst ekki yfirsýn yfir skógræktina í landinu. Landshlutaverkefni Markmiðið með landshlutaverk- efnum í skógrækt er að gefa sem flestum tækifæri til að taka þátt í fjölnytjaþróun og viðhaldi byggðar í öllum landshlutum, jafnframt því að græða og bæta landið fyrir kom- andi kynslóðir. Gert er ráð fyrir að umfang skóganna verði um fimm prósent af landi sem er 400 metr- um yfir sjó. Verkefnin skapa grund- völl fyrir marga til að halda áfram búsetu á jörðum sínum og fyrir aðra skapa þau nýtingarmöguleika á jörðum sem áður voru lítið nýtt- ar. Með tilkomu þessara verkefna í skógrækt hefur skógrækt á lögbýl- um víða um land aukist undanfar- in ár, því nú geta landeigendur sótt um framlög til skógræktar á jörð- um sínum. Landshlutaverkefnin eru fimm talsins. Þau starfa sjálfstætt og mótast þróun hvers verkefnis af aðstæðum og áherslum í hverjum landshluta. Landgræðsluskógar Landgræðsluskógar er skógrækt- ar- og uppgræðsluverkefni á vegum skógræktarfélaganna í samstarfi við Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins og umhverfisráðuneytið. Á vegum verkefnisins hafa skógrækt- arfélögin séð um gróðursetningu á um einni milljón trjáplantna árlega frá árinu 1990. Markmiðið er að sameina aðgerðir landgræðslu og skógræktar til að klæða rýr og illa gróin svæði skógi. Öll eru þau opin almenningi til útivistar. Ræktunarsvæði Landgræðslu- skóga eru víðs vegar á landinu og eru nú rúmlega hundrað talsins. Langflest svæðin eru á landi í eigu sveitarfélaga, ríkis eða skógrækt- arfélaganna sjálfra. Skógræktarfé- lögin sjá um framkvæmd verkefn- isins á hverjum stað, útvegun lands, friðun og vörslu, gróðursetningu og umhirðu. Hekluskógar Hekluskógaverkefnið er kapítuli út af fyrir sig og er runnið undan rifjum Úlfars Óskarssonar, skóg- fræðings hjá Landgræðslu ríkisins. Hann hefur unnið að rannsóknum á ræktun birkis á vikri í nágrenni Heklu. Áætlað er að rúmlega níutíu þúsund hektarar lands í nágrenni Heklu verði innan Hekluskóga- svæðisins, eða nálægt einu prósenti af Íslandi. Um sjötíu prósent þess lands eru nú lítið gróin og á hluta þess er sandfok og mikið rof. Ekki íslensk hugmynd Þegar talað er um skóga á Íslandi vitna menn gjarnan til orðanna um að við landnám hafi landið verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Það hafi síðan tekið okkur nokk- ur hundruð ár að nota þennan við í ýmsum tilgangi og ekki sést fyrir um afleiðingar þess. Enda litu sennilega Íslendingar á við sem hráefni en ekki æskilegan hlut í umhverfinu af öðrum ástæðum. Þröstur segir að skiptar skoð- anir séu um hvað felst í orðum sagnaritaranna forðum. Almennt megi þó segja að tilvitnunin eigi við um láglendið fyrir utan blaut- ustu mýrar og rasksvæði eins og nýrunnin hraun og flóðasvæði, til dæmis sunnan jökla. „Að öðru leyti var landið þakið birki og á skjólsælum stöðum og inn til dala hefur hér verið sæmilega hávax- inn skógur en við strendurnar og í meiri hæð yfir sjó hefur þetta verið kjarr.“ Allt of fáir Íslendingar sjá nefni- lega að í skóglausu landi vantar skóg, var upplifun danska sjóliðs- foringjans Carls H. Ryder, sem hafði siglt reglulega til Íslands á síðustu áratugum 19. aldar. Eða svo segir Þröstur frá í upprifjun hans um upphaf íslenskrar skógræktar. Ryder fékk skógfræðiprófess- orinn Carl V. Prytz til liðs við sig og saman stofnuðu þeir Islands Skovsag, sem Þröstur þýðir sem Skógræktarmálefni Íslands. Þeir útveguðu styrki fyrir tilraunir í skógrækt á Íslandi. Stofnað var til Furulundarins á Þingvöllum 1899 og Grundarreits í Eyjafirði alda- mótaárið og fóru þar fram tilraun- ir með innfluttar trjátegundir. Þar vaxa enn tré frá þessum tíma, en kannski má segja að þau standi sem minnisvarði um upphaf langr- ar vegferðar skógræktarfólks á Íslandi. Alþjóðlegt ár skóga 2011 vekur athygli á því starfi og mark- ar grundvöll til að ræða hvernig því verður best fram haldið. Sjá skogur.is Sigurður Blöndal – Skúli Björn Gunnarsson, Íslandsskógar – Hundrað ára saga, 1999. Sérstakar þakkir: Þröstur Eysteinsson Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní júlí Ágúst September Október Nóvember Desember Mars – Skógrækt á Íslandi í framtíðinni – málstofa á fræða- þingi landbúnað- arins. Apríl – Skógarmyndir óskast – fólki boðið að senda inn að hámarki tvær myndir fram að 15. okt, þar sem skógur/tré leika veigamikið hlutverk 21. apríl: „Skógurinn í ljóðlist og bókmennt- um” 25. apríl: „Vernd, þróun og sjálfbær nýting skóga á Íslandi“ 28. apríl: Heilsdagsráðstefna um „úrvinnslu timburs úr íslenskum skógum – staða og fram- tíð. Haldin í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Maí-ágúst: Áhersla á atburði í náttúrunni um land allt. Hugað að gerð sjónvarps- myndar um hvernig skógar Íslands hafa breyst. September- desember: Fundir og ráð- stefnur. Kynnt verður fram- kvæmdaáætl- un um vernd og endurheimt birkiskóga á umhverfisþingi í október. FRAMHALD AF SÍÐU 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.