Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 26
26 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR BIRKI I lmbjörk er mest gróður-setta trjátegundin und- anfarin ár. Hún er dugleg- ust íslenskra trjáa að sá sér og mikið notuð til upp- græðslu illa farins lands, en vex betur á frjósömu landi. Myndin er tekin í Vaglaskógi. RÚSSALERKI Rússalerki vex betur á rýru landi en önnur íslensk tré og hefur mikið verið gróðursett á Austur- og Norðurlandi. Það er gott til uppgræðslu og fram- leiðir auk þess verðmætt timbur. Myndin er tekin í Guttormslundi í Hallorms- staðaskógi. SITKAGRENI S itkagreni vex hægt í æsku en gríðarlega hratt þegar það er komið á miðjan aldur. Umtalsvert magn timburs fellur nú til við grisjun sitkagrenilunda og það á eftir að verða hæst íslenskra trjáa. Myndin er tekin í Haukadalsskógi. STAFAFURA S tafafura er harðgerðust þeirra trjáa sem mest eru notuð í íslenskri skóg- rækt. Hún er góð sem jóla- tré og best íslenskra trjáa í kolefnisbindingu. Myndin er tekin í Skuggabjarga- skógi í Fnjóskadal. ALASKAÖSP A laskaösp var lengst af aðeins ræktuð í görð- um en er nú mikið gróður- sett í skógrækt. Hún vex hraðast íslenskra trjáa á frjósömu landi. Hæstu trén á Íslandi eru alaskaaspir; um 25 metra háar. Myndin er tekin í Mörkinni á Hall- ormsstað. REYNIVIÐUR Reyniviður er algengur í görðum en mikil gróð- ursetning hans í skógrækt er nýlega hafin. Hann er ómissandi í yndisskógrækt. Myndi er tekin í Hallorms- staðaskógi. Austurland 1a Arnardalsstaðaskógur í Fljótsdal 2a Hallormsstaðarskógur 3a Jórvík í Breiðdal Norðurland 1n Ásbyrgi 2n Grundarreitur í Eyjafirði 3n Kristnesskógur í Eyjarfirði 4n Mela- og Skuggabjargaskógur 5n Reykjarhólsskógur 6n Sigríðarstaðaskógur í Ljósavatnsskarði 7n Þórðarstaðaskógur, Belgsá og Bakkasel 8n Vaglaskógur 9n Vaglir á Þelamörk Suðurland 1s Haukadalsskógur 2s Laugarvatnsskógur 3s Múlakot 4s Skógarreitur á Kirkjubæjarklaustri 5s Furulundurinn á Þingvöllum 6s Þjórsárdalur 7s Þórsmörk 8s Tumastaðir Vesturland 1v Vatnshornsskógur 2v Mógilsá í Kollafirði 3v Norðtunguskógur 4v Selskógur 5v Stálpastaðaskógur 6v Jafnaskarðsskógur við Hreðavatn Gróið land: 23.805 km2 Stöðuvötn: 2. 757 km2 Jöklar: 11.922 km2 Auðnir: 64.538 km2 Hlutfall gróins lands Flatarmál Íslands er 103.000 ferkílómetrar 1v 2v 3v 4v 5v 6v 1n 2n 3n 4n 5n 6n 7n 8n 9n 1a 2a 3a 1s 2s 3s 4s 5s 6s 7s 8s MYNDIR/ÞRÖSTUR EYSTEINSSON SEX HELSTU TRJÁTEGUNDIR Í SKÓGRÆKT Á ÍSLANDI A llsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna ályktaði um alþjóð- legt ár skóga árið 2006. Þar kemur fram að skógar og sjálfbær umhirða þeirra geti skil- að miklu til sjálfbærrar þróunar, upprætingar fátæktar og því að ná alþjóðlegum markmiðum um þróun. Þar er lögð áhersla á sjálf- bærri umhirðu allra gerða skóga, þar með talin viðkvæm skógarvist- kerfi og fram kemur sú sannfær- ing að samstillt átak þurfi til að auka vitund á öllum sviðum til að styrkja sjálfbæra umhirðu, vernd- un og sjálfbæra þróun allra skóg- argerða til hagsbóta fyrir núlifandi og óbornar kynslóðir. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti alþjóðlegt ár skóga 2011 við formlega athöfn á Bessa- stöðum á miðvikudaginn. Verkefnið byggir á fyrrnefndri hvatningu SÞ um samstillt átak í umhverfisvernd og skógrækt. Orð eru til alls fyrst Hulda Guðmundsdóttir skógar- bóndi er umsjónarmaður verkefn- isins alþjóðlegt ár skóga á Íslandi. Hún sér verkefnið í því ljósi að á næstu vikum og mánuðum verði athygli almennings vakin á mikil- vægi íslenskra skóga í fjölbreyttum skilningi, og með því vakni nauð- synleg umræða um stöðuna í dag og hvernig þjóðin sér framtíðina fyrir sér í þessu samhengi. „Þetta á ekki síst við um okkur sem erum að vinna í skóginum. Við höfum enga hagsmuni af því að vinna gegn óskum fólksins í landinu. Því erum við að hvetja til samtals og verkefnið er eins konar flaggskip þeirra samskipta,“ segir Hulda. Almennt talað vita Íslending- ar fátt eitt um skógana sem klæða landið. Það er leitun að þeim manni sem ekki tengir saman skóg og lífsgæði; við leitum flest okkar til skóglendis þegar hugmyndin er að glæða hversdaginn lífi. Hvar vill fólk vera þegar það fer út í náttúr- una? Hvar staðsetur fólk sumarhús og aðra aðstöðu sem tengist frítíma sem er öllum dýrmætur? Hulda bendir á að verið sé að vinna að stefnumótun hjá þeim sem að íslenskum skógum koma og sjálfbær þróun sé þar mönn- um hugleikin. „Þar eru allir þessir þættir sjálfbærrar þróunar áber- andi, umhverfisþátturinn auðvit- að og sá hagræni. En sá félagslegi er síst minna verður og þá skipta þessi atriði jafn miklu máli hvort sem um ræktaðan skóg er að ræða eða óræktaðan.“ Í skóglausu landi vantar skóg Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir alþjóðlegu ári skóga 2011. Verkefnið er hvatning til samstillts átaks í umhverfisvernd og skóg- rækt. En hvar er skógrækt á Íslandi stödd á þessum tímamótum og hver er saga hennar? Svavar Hávarðsson komst að því að stutt er síðan menn hófust handa af alvöru og vart ofsagt að skipulögð skógrækt sé rétt að slíta barnsskónum. Nytjar skóganna Um nytjar íslenskra skóga segir Hulda það staðreynd að hönnuð- ir, arkitektar og ýmsir aðilar sem vilja vinna úr íslensku timbri hafi þá reynslu að það sé erfitt að nálg- ast unnið íslenskt timbur. Það sé ekki hægt að treysta á öruggt inn- lent framboð þurrkaðs viðar og á sama tíma eru stæður af timbri að skemmast af því þeim er ekki komið til vinnslu. „Það verður að huga að því að koma á virkri keðju, frá hrávöru- framleiðandanum til markaðar- ins, og þá um leið þarf kannski að endurskoða hvaða tré er verið að rækta. Á til dæmis að leggja meiri áherslu á íslenska reyniviðinn á ákveðnum stöðum? Hann er okkar sérstaða og er ákaflega fallegur til smíði á listvörum og nytjahlut- um. Ættum við að framleiða ókant- skornar utanhússklæðningar sem í dag eru ekki fluttar inn? Hugum við að gömlu handverki? Hvað með að á útivistarsvæðum, einkanlega friðlýstum svæðum og þjóðgörð- um verði auk húsgagna eða „þjóð- gagna“, eins og mig langar að kalla þau, hugað að gömlu stafverksað- ferðinni sem áður fyrr var notuð við gerð smáhýsa. Fyrir liggur að timbur úr íslenskum skógum er og verður sjaldgæft og því er mikil- vægt að við hugum að því að marka okkur sérstöðu,“ segir Hulda. Meira en margur heldur Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógrækt ríkisins, bendir á að skógrækt á Íslandi er í raun bráðungt fyrirbæri. Alla vega má segja það um skógrækt í stórum stíl. „Skógrækt er tuttugustu aldar fyrirbæri. Skógrækt með gróður- setningu byrjaði ekkert að ráði fyrr en eftir 1950 og meirihluti gróður- setningar á Íslandi hefur átt sér stað eftir 1990. Þessir skógar sem sjást í landslaginu núna eru litlir og afmarkaðir. Samanborið við stærð landsins er þetta lítið. Heildargróð- ursetning frá upphafi þekur um það bil þrjátíu þúsund hektara lands, eða 0,3 prósent. Birkiskógarnir þekja þess utan önnur 0,8 prósent sem þýðir að heildarþekja skóga og kjarrs á Íslandi er rúmt prósent lands. Það er nú ekki meira.“ Þröstur bendir á að umfang skóga sé meira í hugum fólks en það raunverulega er af þeirri ástæðu að meirihluti skógræktar á sér stað í grennd við þéttbýli. „Þar hafa skóg- ræktarfélög verið virk en þetta er blekkjandi. Nýlega skógræktin er síðan á bújörðum meðfram þjóð- vegum landsins. Þess vegna er skógræktin sýnilegri en umfang hennar gefur tilefni til.“ Þegar ógnir við skógrækt ber á góma segir Þröstur að tilraunir einstakra aðila til að hamla skóg- rækt sé ein helsta ógnin. „Sumir eru beinlínis á móti skógrækt, af ýmsum ástæðum, og vinna gegn framgangi hennar. Sjálfsagt er að skógrækt taki tillit til eðlilegra verndarsjónarmiða og skipulags, og hún gerir það, en sumir halda fram ýktum eða jafnvel óraunhæf- um skoðunum, sérstaklega með til- liti til þess að umfang skógræktar á Íslandi er mjög takmarkað.“ Margar hendur vinna létt verk Skógrækt á Íslandi má skipta ann- ars vegar í ríkis- og atvinnutengda skógrækt og hins vegar í skógrækt FRAMHALD Á SÍÐU 28 Landshlutaverkefnin eru fimm og markar kortið þau svæði sem hvert þeirra hefur umsjón með. Á Íslandi eru yfir 60 skógræktarfélög um allt land. ÞJÓÐSKÓGAR OG LANDSHLUTAVERKEFNI Í SKÓGRÆKT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.