Fréttablaðið - 15.01.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 15.01.2011, Síða 18
18 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR Steinunn Stefánsdóttir, aðstoð-arritstjóri Fréttablaðsins, gerði þjónustu Kópavogsbæjar við fatlað fólk að umtalsefni í leiðara í vik- unni og hélt því fram að undirrituð liti á fatlaða sem einn og einsleitan hóp sem öllum bæri að þjóna með sama hætti. Rökin fyrir þeirri full- yrðingu voru þau að Kópavogsbær byði blindu fólki ekki akstursþjón- ustu með leigubílum. Kópavogsbær veitir fötluðu fólki margvíslega þjónustu í samræmi við ólíkar þarfir hvers og eins. Ferðaþjónusta fatlaðra er hins vegar ekki einstaklingsþjónusta heldur sértæk almenn þjónusta. Fatlað fólk sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur getur, að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um, fengið sérstaka akstursþjón- ustu sem er ígildi þess að ferðast með strætó. Það þýðir að lögblindir geta, eins og annað fólk með fötlun, nýtt sér ferðaþjónustu fatlaðra, til að sækja vinnu, skóla eða hæfingu. Með því uppfyllir bærinn sínar lög- bundnu skyldur. Það var í ljósi ofangreinds sem bærinn hafnaði ósk Blindrafélags- ins um að lögblindir fengju ferða- þjónustu umfram annað fólk með fötlun. Bærinn telur með öðrum orðum að ekki eigi að mismuna fólki eftir fötlun. Þetta þýðir þó ekki að litið sé á hóp fatlaðra sem einn og einsleitan hóp hér í Kópavogi, eins og aðstoðarritstjórinn heldur fram, enda veitir bærinn fötluðum marg- víslega einstaklingsmiðaða þjón- ustu, eins og áður sagði. Í Kópavogi geta þeir sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra fengið allt að 68 ferðir á mánuði. Kvöldferðir má panta samdægurs. Til samanburð- ar er Hafnarfjörður með allt að 54 ferðir á mánuði en með samningi Hafnarfjarðarbæjar við Blindrafé- lagið geta blindir farið að hámarki 8 ferðir á mánuði með leigubíl. Kópavogur tók yfir þjónustu við fatlað fólk af ríkinu nú um áramót- in og hefur þegar verið lögð fram til umræðu í bæjarstjórn metnaðar- full stefna til næstu ára. Við ætlum okkur að skara fram úr í þessum málaflokki. Einn liður í því er að endurskoða ferðaþjónustu fatlaðra og bjóða hana út með það að mark- miði að bæta þjónustuna enn frek- ar. Við ætlum okkur að skara fram úr í þess- um málaflokki. Jóhann Ársælsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifar grein í Fréttablaðið 13. janúar til þess að svara grein sem ég ritaði í Morg- unblaðið 8. janúar sl. Erindi höf- undar er greinilega það fyrst og fremst að tala niður þá sögu- legu niðurstöðu sem varð í nefnd starfshóps sjávarútvegs og land- búnaðarráðherra um endurskoðun á fiskveiðistjórnarlögunum. Ekki hefur hann þó þar erindi sem erf- iði. Staðreyndirnar tala nefni- lega sínu máli. Um niðurstöðuna skapaðist mikil og breið sátt í hópi fulltrúa hagsmunaaðila og stjórn- málaflokka sem hafa haft mis- munandi sýn á fiskveiðistjórn- armálin. Breytir þá engu hversu margar breiðsíður menn skrifa í blöðin um þessi mál. Staðreyndir málsins standa jafn óhaggaðar. Starfshópurinn vann undir forystu Guðbjarts Hannesson- ar núverandi velferðarráðherra. Varaformaður hópsins var Björn Valur Gíslason alþingismað- ur. Þeir ásamt öðrum fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna stóðu að afdráttarlausri niðurstöðu starfs- hópsins. Undir álitið skrifaði ég sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, auk fulltrúa Framsóknarflokks- ins og breiðs hóps hagsmunaaðila í sjávarútveg. Þetta eru söguleg tíðindi. Undr- um sætir að menn reyni að gera lítið úr þessari niðurstöðu, eða að hún skipti litlu máli við undir- búning lagafrumvarpa um þessi mál, eins og Jóhann Ársælsson er greinilega að gera. Nefndin var skipuð á grundvelli stefnuyfir- lýsingar núverandi ríkisstjórn- ar. Hlutverk okkar var „að end- urskoða lög um fiskveiðistjórnun í heild“, eins og segir í skipunar- bréfi, sem Jón Bjarnason sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði. Það er því ljót tilraun til útúrsnúnings á yfirlýstum vilja ráðherrans að tala niður þýðingu þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu sem fékkst á vettvangi fólks með svo ólík sjónarmið í jafn vanda- sömu og langvarandi deilumáli. Fyrirfram hefði mátt vænta þess að niðurstöðunni yrði fagnað og svo hefur orðið víða. En þeim mun meiri undrum sætir að gagn- rýnin hefur einkanlega komið frá einstökum aðilum nátengdum öðrum stjórnarflokknum, Sam- fylkingunni. Í grein sinni freistar Jóhann Ársælsson að draga upp þá mynd að niðurstaða okkar feli í sér litlar breytingar á fyrirkomulagi fisk- veiðistjórnunar. En er það svo? Aldeilis ekki. Þessi niðurstaða er ekki einasta söguleg vegna þeirrar víðtæku samstöðu sem um hana myndaðist í endurskoð- unarnefndinni, heldur ekki síður vegna þess að hún felur í sér nýja nálgun og á ýmsan hátt grundvall- arbreytingar. Sátt um san Sjávarútvegur Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins Ekki einsleitur hópur Fatlaðir Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi Slysavarnafélagið Landsbjörg er stærstu sjálfboðaliðasamtök landsins, með um 100 björgunarsveitir og um 50 slysavarnadeildir um land allt. Meðlimir félagsins sinna fjölbreyttum störfum allt árið um kring. Yfir 80 ára reynsla félagsins í slysavörnum er traustur grunnur undir starf slysavarnadeilda sem hafa unnið þrekvirki á undan- förnum áratugum. Öflugur tækjakostur björgunarsveita, markvisst þjálfunar- og fræðslustarf og skilvirkt stjórnkerfi tryggja skjót viðbrögð við vá og fagleg vinnubrögð þeirra á vettvangi. Viltu slást í hópinn? Akranes - Slysavarnadeildin Líf Hellissandur - Slysavarnadeild Helgu Bárðar Ólafsvík - Slysavarnadeildin Sumargjöf Patreksfjörður - Slysavarnadeildin Unnur Bolungarvík - Slysavarnadeild kvenna Hnífsdalur - Slysavarnadeild Ísafjörður - Slysavarnadeild kvenna Sauðárkrókur - Slysavarnadeild Skagfirðingasveitar Dalvík - Slysavarnadeild kvenna Akureyri - Slysavarnadeild kvenna Húsavík - Slysavarnadeild kvenna Vopnafjörður - Slysavarnadeildin Sjöfn Eskifjörður - Slysavarnadeildin Hafrún Reyðarfjörður - Slysavarnadeildin Ársól Fáskrúðsfjörður - Slysavarnadeildin Hafdís Höfn - Slysavarnadeildin Framtíðin Vestmannaeyjar - Slysavarnadeildin Eykyndill Grindavík - Slysavarnadeildin Þórkatla Reykjanesbær - Kvennasveitin Dagbjörg Hafnarfjörður - Slysavarnadeildin Hraunprýði Seltjarnarnes - Slysavarnadeildin Varðan Kynningadagur slysavarnadeilda 18. janúar 2011 - Opið hús Nánari upplýsingar um tíma- og staðsetningu er að finna á vefsíðu okkar www.landsbjorg.is Opið hús slysavarnadeilda verða á eftirtöldum stöðum: Slysavarnafélagið Landsbjörg leitar nú að fólki til að starfa með slysavarnadeildum félagsins en hlutverk þeirra snýr helst að slysavörnum auk þess að vera öflugt bakland björgunarsveitanna í starfi og útköllum. Deildirnar stefna að því að fækka slysum með öflugu forvarnastarfi, með gildi félagsins að leiðarljósi; fagmennsku, forystu og fórnfýsi. Í þessu 80 ára gamla félagi hefur starf deildanna þróast í gegnum tíðina en slysavarnahugsjónin sem leiddi til stofnunar Slysavarnafélags Íslands 1928 hefur þó alla tíð verið rauði þráðurinn í starfinu. Innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú starfandi slysavarnadeildir um allt land. Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt og upplagt fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða. Verið velkomin á kynningardag slysavarnadeildanna 18. janúar nk. kl. 20 og fáið allar nánari upplýsingar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.