Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 10
10 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Þótt í þingsályktun Alþingis sé ekki gert ráð fyrir öðru en að aðildarviðræðunum við ESB ljúki með samningi sem borinn verður undir þjóð- ina settu forystumenn VG fyrirvara í umræðum um málið. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismála- nefndar, sagðist í umræðunum í júlí 2009 vilja halda því til haga að stjórnvöld gætu hvenær sem væri dregið sig út úr viðræðunum, „ef þeim þykir ein- sýnt að hagsmunum Íslands verði áfram betur borg- ið utan sambandsins eða fyrir liggi að ekki náist ásættanlegur aðildarsamningur“. Ályktun Alþingis þyrfti til að hætta viðræðunum. Árni Þór ítrekaði þetta sjónarmið í Fréttablað- inu á miðvikudag. Tók hann jafnframt fram að hann teldi ástæðulaust að huga að viðræðuslitum nú. „Ég er enn þeirrar skoðunar að það eigi að halda viðræðum við ESB áfram, ljúka þeim og leggja nið- urstöðuna í almenna þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Árni í samtali í gær, en Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur túlkað orð Árna frá því á miðvikudag þannig að um stefnubreytingu sé að ræða. Í áðurnefndum þingumræðum talaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á sömu leið og Árni. „Við áskiljum okkur [...] líka rétt til þess á hverju stigi málsins sem er að leggja það til að samningaviðræð- unum verði hætt og það á Alþingi líka að gera.“ Ekki kom til þess að þingið setti ákvæði í þessa veru inn í ályktunina. - bþs Forystumenn VG héldu til haga í þingræðum mögulegum viðræðuslitum við ESB: Þingið getur ákveðið að segja stopp ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON SAMGÖNGUR Tveir íslenskir flugum- ferðarstjórar hafa flutt búferlum til Bagdad og stýra nú flugumferð yfir Írak. Tveir til viðbótar eru á leið- inni til Írak og fleiri eru að skoða málið, segir Ottó Garðar Eiríksson, formaður Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra. „Meginástæðan fyrir því að ég flutti voru launin sem boðið er upp á,“ segir Hörður Arilíusarson, sem er kominn til starfa í Bagdad. „Í öðru lagi má segja að það sé ákveðin ævintýraþrá. Maður fær mikið út úr því að taka þátt í svona uppbyggingarstarfi.” Nú er verið að afhenda loftrýmið yfir landinu írösku flugmálastjórn- inni, en loftrýmið hafði verið lokað fyrir yfirflugi þar til nýverið. Aðspurður segist Hörður ekki ótt- ast um öryggi sitt í Írak. Hann sé eins og aðrir starfsmenn á lokuðu svæði við Alþjóðaflugvöllinn í Bag- dad, og öryggisgæslan sé góð. Hörður segist hafa ráðið sig til eins árs, en vel komi til greina að vera lengur. Á þremur til fjórum árum geti hann haft jafn miklar tekjur í Bagdad og hann gæti haft á Íslandi á þeim þrettán árum sem hann eigi eftir í eftirlaunin. Aðeins er verið að leita eftir flug- umferðarstjórum með reynslu af úthafsflugstjórn enn sem komið er. - bj Íslenskir flugumferðarstjórar með reynslu eftirsóttir á alþjóðaflugvelli í Írak: Margföld árslaun og ævintýraþrá FLUGUMFERÐARSTJÓRN Flugumferðar- stjórar með reynslu af úthafsflugstjórn eru eftirsóttir í Írak um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir tilraun til manndráps þegar hann skar annan mann á háls með glerbroti. Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Reykjavík árla morguns laugardaginn 20. mars á síðasta ári. Hinum ákærða er gefið að sök að hafa slegið annan mann með bjórglasi og slegið eða skorið hann á háls með glerbroti. Fórnarlambið hlaut skurð á enni og dreifða, krosslaga skurði á hálsi sem náðu fimmtán til tut- tugu sentimetra þvert yfir háls- inn í gegnum húð, undirhúðsfitu, vöðva og æðar. Fórnarlambið gerir einkarétt- arkröfu á hendur þeim ákærða þar sem krafist er skaðabóta upp á tvær milljónir króna, auk dráttarvaxta. - jss Tilraun til manndráps: Skar mann á háls með gleri BOR Íslandsbanki hefur unnið að endur- skipulagningu Jarðborana. VIÐSKIPTI Miðengi, dótturfélag Íslandsbanka, hefur eignast Jarð- boranir. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvenær félagið verður sett í söluferli. Jarðboranir hafa um árabil borað eftir jarðhita og gasi víða um heim jafnhliða. Jarðboranir voru upphaflega í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar en einkavæddar árið 1992. Fyrirtækið var um tíma í eigu fjárfestingarfé- lagsins Atorku Group en varð síðar hluti af Geysi Green Energy. - jab Miðengi eignast Jarðboranir: Ekki búið að ákveða söluferli HEILBRIGÐISMÁL Um 14 prósent fullorðinna hér á landi reykja dag- lega, samkvæmt nýjustu könnun Capacent Gallup fyrir árið 2010. Heldur því tíðni reykinga áfram að lækka, en 15,4 prósent reyktu daglega árið 2009. Íslenskar konur virðast hafa hætt að reykja í meiri mæli en áður, en þrátt fyrir það hafa fleiri karlar hætt að reykja á síðustu þremur árum en konur. Kemur þetta fram á heimasíðu Lýðheilsu- stöðvar. Munur er á reykingum eftir menntun. - sv Reykingar landsmanna: Um 14 prósent reykja daglega HEIMASÍMI Í HEIMASÍMA GSM ÓHÁÐ KERFI INTERNET MINNI ÓVISSA. MEIRA TAL. KOMDU Á TAL.IS, HAFÐU SAMBAND Í 1817 EÐA KÍKTU Í KAFFI Í NÆSTU VERSLUN OG SEGÐU OKKUR HVERNIG ÞJÓNUSTU ÞÚ ÞARFT OG HVAÐ ÞÚ VILT BORGA. ÞÚ RÆÐUR. GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR ÞÁ SEM VILJA STJÓRNA ÚTGJÖLDUM SÍNUM. GERÐU OKKUR TILBOÐ. GENGUR Í PLASTPOKUM Mikil flóð hafa verið í Þýskalandi síðustu daga. Í bænum Backnang brá þessi maður á það ráð að setja fæturna í plastpoka áður en hann byrjaði að vaða. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.