Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 15.01.2011, Qupperneq 34
34 15. janúar 2011 LAUGARDAGUR Heimildir: Stjörnufræðivefurinn. Allar skýringar við myndirnar eru aðstandenda vefsins. Alheimurinn er sem listaverk Stjörnufræði er einstaklega myndræn vísindagrein. Ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af áhugafólki um stjörnufræði, fræðimönnum eða vélrænum sendiherrum okkar í geimnum. Aðstandendur Stjörnufræði- vefsins hafa valið þær myndir sem þeim finnst framúrskarandi. Svavar Hávarðsson komst að því að þeir eru smekksmenn. TUNGLIÐ BER FYRIR SÓL Á himinhvolf- inu eru sólin og tunglið nánast jafn stór. Í rauninni er sólin 400 sinnum stærri en tunglið en líka 400 sinnum lengra í burtu frá jörðinni. Fyrir kemur að tunglið gengur fyrir sólina, hylur hana að hluta eða í heild og veldur þá sólmyrkva. Hinn 7. október varð óvenjulegur deildar myrkvi á sólu, aðeins sjáan- legur frá sjónarhóli Solar Dynamics Observatory gervitunglsins. Á þessari óvenjulegu mynd sést mjög heit og orkurík útblá geislun frá sólinni á bak við myrkvað tungl. Ef vel er að gáð sjást gígar og fjöll á brún tunglskífunnar. Solar Dynamics Observatory hefur stundum verið nefnt Hubble-sjónauki fyrir sólina enda útbúið öflugustu myndavélum sem notaðar hafa verið til rannsókna á sólinni. MYND/NASA/GODDARD SPACE FLIGHT CENTER LEYSIGEISLA SKOTIÐ Á MIÐJU VETRARBRAUTARINNAR Hér sést leysigeisla skotið upp með risakíki (Very Large Telescope ESO) í Paranal-stjörnustöðinni í Síle. Í 90 kíló- metra hæð örvar leysigeislinn natríumatóm efst í lofthjúpi jarðar. Þetta natríum er talið leifar loftsteina sem brenna upp í lofthjúpnum. Við örvunina byrja natríumatóm að glóa og mynda lítinn ljósblett. Sjónaukinn getur fylgst með hvernig ljósbletturinn bjagast vegna ókyrrðar í lofthjúpi jarðar og leiðrétt lögun speglanna í samræmi við bjögunina. Þessi tækni nefnist aðlögunarsjóntækni og er eitt mikilvægasta töfra- bragð nútíma stjarnvísinda. MYND/ESO/Y.BELETSKY SUÐURLJÓSIN SÉÐ UTAN ÚR GEIMNUM Geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni njóta vægast sagt góðs útsýnis yfir jörðina. Sennilega er ógleymanlegt að upplifa norður- og suðurljós á þann hátt sem hér sést. Norður- og suðurljós verða til þegar hlaðnar agnir frá sólinni streyma meðfram segulsviði jarðar inn að norður- og suðurpólnum. Þar rekast þær á sameindir lofthjúpsins og gefa frá sér ljós. Litur ljóssins er háður efninu sem agnirnar rekast á í um 80-160 kílómetra hæð yfir jörðinni. Þannig má rekja græna litinn til árekstra við súrefni. Þessi glæsilega mynd var tekin þegar segulstormur geisaði af völdum kórónuskvettu frá sólinni hinn 24. maí á þessu ári. Þá var geimstöðin í 350 kílómetra hæð yfir sunnanverðu Indlandshafi, töluvert hærra en suður- ljósin sjálf. MYND/NASA/EXPEDIDION 23 STJÖRNUMYNDUNARTINDAR Í KJALARÞOKUNNI Árið 2010 var haldið upp á 25 ára afmæli Hubble-geimsjónaukans. Af því tilefni var þessi fallega ljósmynd birt. Á henni sjást þau sérkennilegu form sem gas- og rykský taka á sig í stjörnumyndunarsvæðum Vetrarbrautarinnar. Þessi tiltekna geimþoka tilheyrir risa- stóru stjörnuhreiðri sem kallast Kjalarþokan og er í 7.500 ljósára fjarlægð í stjörnu- merkinu Kilinum. Í tindi hæsta stólpsins á myndinni, sem er þrjú ljósár á hæð, er nýmynduð stjarna. Frá henni skaga tveir gasstrókar út hvor í sína áttina; greinilegt merki um að í kringum stjörnuna er gas- og rykskífa sem stjarnan er smám saman að draga til sín. Þetta eru svonefnd Herbig-Haro fyrirbæri. Innan í skýinu er fjöldi annarra ungra og nýmyndaðra stjarna sem geisla frá sér orkuríku ljósi og móta skýið með veðrunarmætti sínum. MYND/NASA/ESA/M. LIVIO OG HUBBLE 20TH ANNIVERSARY TEAM MYND ÁRSINS AÐ MATI STJÖRNUFRÆÐIVEFSINS Hér sést yfirborð rauðu reikistjörnunnar Mars á ansi listrænan hátt. Myndin er vísvitandi í fölskum litum til að draga fram smáatriði. Á henni sést risavaxið sandöldusvæði á norðlægri breiddargráðu, á stað sem ef til vill var á bólakafi í vatni fyrir milljörðum ára. Á veturna verður svo kalt á þessum slóðum að koldíoxíðið í lofthjúpnum frýs og þurríslag legst yfir sandöldurnar og bindur ryk í hlíðum þeirra. Með vorinu hækkar sólin á lofti og hitastigið um leið. Við það þurrgufar þurrísinn svo rykið losnar úr krumlum hans og fossar niður hlíðarnar. Við það myndast dökku rákirnar í hlíðum sandaldanna sem minna einna helst á trjágróður. MYND/NASA/JPL/ARIZONAHÁSKÓLI TEÞÝS OG TÍTAN Cassini-geim- farið hefur hringsólað umhverfis Satúrnus frá árinu 2004 og hefur frá þeim tíma tekið fjölda stórkostlegra mynda. Hér sést ein glæsileg af tunglunum Teþýs og Títan. Ef vel er að gáð sést Ódyss- eifur, stærsti gígurinn á Teþýs, á bak við þykkan lofthjúp Títans. Teþýs var í 2,2 milljóna kílómetra fjarlægð frá Cassini þegar þessi mynd var tekin en Títan næstum tvöfalt nær, um milljón kílómetra í burtu. MYND/NASA/JPL/SPACE SCIENCE INSTITUTE
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.