Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 40
ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Getty Images Pennar Júlía Margrét Alexandersdóttir, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Vera Einarsdóttir og Þórdís Lilja Gunnars- dóttir Ljósmyndir Fréttablaðið Auglýsingar Benedikt Freyr Jónsson benediktf@365.is og Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is Það er ekki að ástæðulausu að þeytarinn og önnur áhöld frá Rösle eru með fimm ára ábyrgð – þau eru einfaldlega óþreytandi. Þetta gróna þýska fyrirtæki hefur framleitt hágæða eldhúsáhöld úr stáli í nær hundrað ár og er reynslunni ríkara. Rösle leggur mikla áherslu á gæði og stílhreina hönnun. Óþreytandi – engin áhöld um það I celand Summer er fyrir- tæki sem varð til á síðasta ári en hugmyndin er sú að gefa íslenskum íbúðareigendum tækifæri á að nýta eign sína meðan farið er í sumarfrí og leigja hana til erlendra ferðamanna. Sigurð- ur Bjarni Gíslason og Baldvin Þór Baldvinsson eru eigendur Iceland Summer. „Húseigandi sem skráir eign sína hjá Iceland Summer gefur okkur umboð til að leigja hana út til ferðamanna á umsömdum tíma. Við semjum við hvern og einn eiganda og komum íbúðunum á framfæri á bókunarvélum í gegnum tengingar okkar við ferðaskrifstofur erlend- is ásamt því að kynna íbúðirnar á okkar eigin heimasíðu,“ segir Sigurður. „Það er hópur ferða- manna sem hefur áhuga á þessum möguleika,“ bætir hann við. Iceland Summer sér um öll sam- skipti við viðskiptavinina en sem dæmi má nefna að lágmarksútleiga fyrir ferðamenn er 2 nætur í 101 Reykjavík en algeng tímalengd er 3-5 nætur í senn. „Við tökum í raun ekki við íbúðum í minna en þrjár vikur. Ferðamennirnir velja íbúðirn- ar eftir svæði og stærð en sjá ekki í hvaða íbúð þeir munu dvelja þegar þeir panta. Það er öðruvísi nálgun en flestir aðilar af okkar toga eru með, viðskiptavinirnir treysta okkur bara til að finna réttu íbúðina.“ Þegar farið var af stað með verk- efnið í fyrra var ákveðið að byrja smátt með tilraunasvæði þar sem Akureyri varð fyrir valinu. Sig- urður segir að eigendur íbúðanna á Akureyri hafi verið mjög ánægð- ir með samstarfið. „Svæðin sem við einskorðum leiguna við nú í sumar eru Akureyri, miðborg Reykjavík- ur, Keflavík og svo ætlum við að færa okkur lengra út á höfuðborg- arsvæðið. Einnig erum við með Mývatn og Höfn í skoðun.“ Miðað er við að íbúðareigendur hafi það tiltækt í íbúðum sínum sem annars er til reiðu í orlofshús- um. „Íbúðareigendur þurfa jafn- framt að hringja til síns trygg- ingafélags til að ganga úr skugga um að þeir séu rétt tryggðir þar sem við erum ekki ferðaskrifstofa, skipuleggjum ekki ferðir, heldur bókunarþjónusta. Einnig þarf að fá tilskilin leyfi hjá sýslumanni á hverjum stað fyrir sig til að leigja út íbúðina, það er bara ákveðið ferli og betra að vera fyrr en seinna á ferðinni með það. Við sjáum um að afhenda ferðamönnunum lyklana og sjáum jafnframt um rukkunina og að skila mánaðarlega umsaminni greiðslu til eigenda íbúðanna.“ Sigurður telur að hérlendis sé góður markaður fyrir erlenda túr- ista og þessi möguleiki eigi eftir að njóta vinsælda, eins og sjá mátti á stuttum reynslutíma á Akureyri. „Straumurinn liggur í þennan gisti- möguleika og við höfðum til þeirra sem eiga íbúðir og vilja nýta þær á hagkvæman hátt.“ - jma ÍSLENSKAR ÍBÚÐIR LEIGÐAR ÚTLENDINGUM Íslenskir húseigendur sem hyggja á sumarfrí hafa margir hverjir nýtt sér fjarver- una og leigt heimili sitt út. Iceland Summer er umboðsfyrirtæki sem tekur að sér að leigja íslenskar íbúðir til útlendinga á ferðalagi hérlendis. Starfsemin hófst í fyrra Sigurður Bjarni Gíslason og Baldvin Þór Baldvinsson standa að baki Icelandic Summer. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON REMEDÍUR TIL AÐ LINA KVILLA Á FLUGI OG FERÐALÖGUM Hómópatískar neyðarremedíur eru nú fáanlegar í fríhöfninni, vélum Iceland Express og í Manni lifandi en þær eru hugsaðar til að lina þjáningar og kvilla sem geta hrjáð fólk á flugi og ferðalögum. Um er að ræða tvær tegundir. Annars vegar My flight ER emergency remedy og My travel ER emergency remedy. „Í My flight ER öskjunni eru fjórir stautar og tekur hver um sig á ákveðnum vandamálum. Einn er fyrir flugþreytu, annar fyrir flughræðslu, þriðji við eyrnaverk og fjórði við magaverk. Í My travel ER er einn stautur við flugnabiti, annar við sólbruna og höfuðverk, þriðji við meltingartruflunum og fjórði við minni háttar slysum og verkjum sem fylgja,“ segir hómópatinn Svana Ingvaldsdóttir, sem stendur að baki framleiðslunni. Hún segir remedíunum einungis ætlað að lina þjáningar og að þær séu hugs- aðar sem fyrsta hjálp. „Þetta eru litlar sykurkúlur til að setja undir tunguna með mismunandi virkni. Þær eru teknar á korters fresti þar til óþægindin líða hjá og er gott að geta gripið til þeirra ef þarf.“ - ve [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög Þ að hljómar kannski kuldalega að hátta sig ofan í rúm undir frost-marki, en engu að síður staðreynd að gisting í snjóhúsum nýtur fádæma vinsælda hvar sem hún býðst. Eftir áramót sýnir Vetur konungur oft grimm-ustu klærnar og hrúgar niður snjó á mestu snjósöfnunarstaði veraldar. Því fagna ferða-menn sem dýrka vetrar ríkið og þrá að upp-lifa eitthvað nýtt og framandi, en einnig að komast í mikla nánd við náttúruna. Vinsæl-ar snjóhúsabyggðir eru í Lapplandi, Sviss, Slóveníu og Japan, þar sem hin ægifagra Kamakura-hátíð er haldin í febrúar ár hvert í Yokote í Akitahéraði í norðaustur Japan. Mikil snjókoma er í Yokote og ekki óalgengt að falli allt að 30 sentimetra snjór yfir nótt. Snjóhúsin sjálf kallast kamakura og inni í þeim er reist altari til tilbeiðslu vatnsguðs-ins, þar sem fólk biður fyrir góðri uppskeru, öryggi fjölskyldunnar, velgengni og vernd gegn eldum. Ólýsanlega fagurt er á kvöld-in á Kamakura þegar kertaljós lýsa upp snjóhúsin, en hvarvetna ræður rómantík ríkjum á snjóhúsaslóðum og vinsælt meðal elskenda að gefast hvort öðru undir bleik-lilluðum stjörnuhimni og glitrandi frostrós-um. -þlg JANÚAR 2011 FRAMHALD Á SÍÐU 4 OFURSVALT INÚÍTALÍFSnjóhús eru með fegurstu mann-gerðu smíðum náttúrunnar, en efniviðurinn hverfull eftir veðri og vindum. Um víða veröld er hægt að upplifa andrúmsloft inúíta í hnausþykkum, listilega smíðuðum snjóhúsum, til að mat-ast, vera og njótast. ÚTSALA ÖLL RAFTÆKI Í ELDHÚS OG ÞVOTTAHÚS Á ÚTSÖLU Sýningareintök og útlitsgallað með miklum afslætti Ofnar, helluborð og háfar með allt að 50% afsl.Candy þvottavélar - verð frá kr. 79.990 Blomberg uppþvottavélar - verð frá kr. 89.990Severin smátæki með allt að 33% afslætti og margt fleira Sjálfvirkar Saeco kaffivélar frá kr. 49.990 Góður markaður Íslendingar geta nú nýtt sumarfríið til að leigja út íbúðir sínar í gegnum fyrirtækið Iceland Summer. SÍÐA 2 Skemmtileg lífs-reynsla Lilja Björk Jónasdóttir starfaði við sumarbúðir barna í Banda- ríkjunum síðasta sumar og ætlar aftur í vor. SÍÐA 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.