Fréttablaðið - 16.02.2011, Page 8
16. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
LÝÐHEILSA FYRR OG NÚ
– fyrirlestraröð Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum og Þjóðminjasafns Íslands
PI
PA
R
\T
B
W
A
\
SÍ
A
-
1
1
0
3
8
8
BARNIÐ Í SAMFÉLAGINU
OG VELFERÐ ÞESS FYRR OG NÚ
Þórólfur Þórlindsson:
Það þarf þorp til að ala upp barn.
En hvað með unglinginn?
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir:
Saga bernskunnar í hagfræðilegu
samhengi
Næstu fyrirlestrar í röðinni:
24. mars:
Þróunarlöndin og þróunarhjálp fyrr og nú
Maurizio Murru læknir og Sigurður Guðmundsson,
forseti Heilbrigðisvísindasviðs
28. apríl:
Vísindastarf Hjartaverndar í 40 ár
Vilmundur Guðnason, prófessor og forstöðulæknir
Hjartaverndar
26. maí:
Efnahagsþrengingar og heilsa
Arna Hauksdóttir rannsóknarsérfræðingur, Tinna Laufey
Ásgeirsdóttir lektor og Unnur A. Valdimarsdóttir dósent
Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands efna Miðstöð í lýðheilsuvísindum
og Þjóðminjasafn Íslands til fyrirlestraraðar um lýðheilsu fyrr og nú.
Fimmtudaginn 17. febrúar, kl. 12:00–13:15 í sal Þjóðminjasafns Íslands
Allir velkomnir.
Þú færð meira, meira eða
miklu meira í Vodafone Gull.
0 kr. úr heimasíma
í heimasíma og
fullt af mínútum
í farsíma
Skráðu þig í 1414 strax í dag
vodafone.is
BAREIN, AP Þúsundir mótmælenda
flykktust inn á aðaltorgið í höfuð-
borg Barein í gær, á þriðja degi
mótmæla sem kostað höfðu tvo
menn lífið.
Lögreglan hafði tekið harkalega
á mótmælendum en í gær brá svo
við að Hamid bin Isa al Khalifa,
konungur landsins, ávarpaði þjóð-
ina í sjónvarpi, lofaði því að dauðs-
föllin tvö yrðu rannsökuð og hét
því að hraða umbótum í landinu,
meðal annars að losa um hömlur á
notkun internets og fjölmiðla.
Her og lögregla virtust halda
aftur af sér í gær, þegar mann-
fjöldinn streymdi inn á Perlutorgið
í höfuðborginni Manama.
Mótmælendurnir virðast flestir
vera sjía-múslimar, öfugt við kon-
ungsfjölskylduna, sem er súnní-
trúar. Mótmælendurnir krefjast
þess meðal annars að súnní-mús-
limar, sem eru 70 prósent lands-
manna, njóti ekki forréttinda og
krefja konungsfjölskylduna um
að gefa öðrum kost á að taka þátt í
ákvörðunum um landshagi.
Spenna milli súnní-múslima
og sjía hefur lengi verið mikil í
landinu. Á síðasta ári brutust út
nokkurra vikna átök eftir að andóf
sjía-múslima var barið niður af
hörku.
Ekkert lát er á mótmælaólgu
víða í Norður-Afríku og Mið-
Austurlöndum í kjölfar mótmæl-
anna í Egyptalandi og Túnis, sem
náðu þeim árangri að forsetar
þessara tveggja landa hröktust frá
völdum. - gb
Ekkert lát á mótmælum í arabaríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlanda:
Konungur lofar bót og betrun
ÞÚSUNDIR MÓTMÆLA Í BAREIN Konungur landsins lofar að hraða umbótum og heitir rannsókn á dauðsföllum. NORDICPHOTOS/AFP
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði stjórnvöld Vesturlanda eiga
að forðast að hvetja til eða æsa upp mótmæli í Mið-Austurlöndum.
„Við erum sannfærð um að byltingar skili þveröfugum árangri. Við höfum
haft fleiri en eina byltingu í Rússlandi og teljum okkur ekki hafa þörf til að
þröngva byltingum upp á aðra,“ sagði hann í Bretlandi eftir að hafa hitt
ráðamenn þar.
Rússar hvetja til varúðar
Hópur reiðra íranskra þingmanna krafðist þess á þingi landsins í gær að
leiðtogar stjórnarandstöðunnar yrðu dregnir fyrir dóm og teknir af lífi.
Ahmad Reza Radan, yfirmaður lögreglunnar, hafði sagt að maður sem lét
lífið í mótmælum í höfuðborginni Teheran á mánudag hefði verið stuðn-
ingsmaður stjórnarinnar. Hann hefði látist þegar einn stjórnarandstöðu-
hópanna, MEK, hefði hafið skothríð.
Talsmaður þeirra samtaka í Frakklandi sagði þessa ásökun fáránlega.
Mótmælin á mánudag eru fyrstu merkin í meira en ár um þann kraft sem
enn virðist búa í stjórnarandstöðu landsins. Öflug mótmæli í kjölfar forseta-
kosninganna 2009 voru barin niður af stjórnvöldum af fullri hörku.
Íranskir þingmenn vilja aftökur