Fréttablaðið - 16.02.2011, Page 28
16. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR
Fyrir tæpu ári var Apótek Hafnar-
fjarðar opnað á Völlunum og var
vel tekið af íbúum þar sem og í
nærliggjandi hverfum.
„Okkar sérstaða hér í Hafnar-
firði er að við erum eina sjálf-
stætt rekna apótekið, það er að
segja, við tengjumst ekki neinum
öðrum apótekum eða stærri keðj-
um,“ segir Magnús Sigurðsson,
lyfsali í Apóteki Hafnarfjarðar á
Tjarnar völlum 11. Hann segir fólk
spá meira í eignarhald á verslun-
um en áður. Mörgum líki betur að
versla við minni sjálfstætt starf-
andi aðila en stórar keðjur.
Apótek Hafnarfjarðar var
opnað í mars á síðasta ári og var
vel tekið af íbúum á Völlunum sem
og annars staðar í Hafnarfirði.
Bæði er apótekið opið lengur en
önnur apótek í bænum, til klukk-
an hálfsjö alla virka daga, og svo
höfðu íbúar á Völlunum ekki haft
aðgang að apóteki í sínu nánasta
umhverfi.
„Apótek er hluti af heilbrigðis-
kerfinu og því nokkuð sem allir
íbúar þurfa að hafa greiðan að-
gang að. Við erum ánægð með mót-
tökurnar sem við höfum fengið en
viðskiptavinahópur okkar hefur
stækkað jafnt og þétt. Þar hjálpar
eflaust til að við tökum öllum með
bros á vör og persónulegri þjón-
ustu. Við erum að fá sama fólkið
til okkar aftur og aftur. Við teljum
okkur vera ódýran og góðan valkost
fyrir alla á höfuðborgarsvæðinu og
Reykjanesi.“
Vöruúrvalið er mjög breitt.
Fyrir utan öll lyf er gott úrval
af vítamínum, hjúkrunarvörum,
snyrtivörum, hárvörum og öllum
þeim hefðbundnu vörum sem fást
í apótekum. Apótek Hafnarfjarðar
er opið frá klukkan 9-18.30 á virk-
um dögum og frá 10-16 um helgar.
Sjálfstætt í Hafnarfirði
Magnús Sigurðsson, lyfsali í Apóteki Hafnarfjarðar, segir mörgum líka betur að
versla við minni sjálfstætt starfandi aðila. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Árbæjarapótek er opið
virka daga frá kl. 9-18.30
og laugardaga frá kl. 10-14
Hraunbæ 115
110 Reykjavík
Sími: 567 4200
www.arbaejarapotek.is
Opið
kl. 9-18.30
alla virka daga
kl. 10-16
á laugardögum
Tjarnarvellir 11, Hafnarfirði.
Apótekari er grískt orð sem
var í upphafi starfsheiti heil-
brigðisstéttar sem blandaði
og dreifði lyfjum og öðrum
lækningavörum til lækna,
skurðlækna og sjúklinga,
svipað og lyfsalar gera í dag,
en þeir sinntu einnig ýmsum
lækningum.
Fyrsta skráða heimildin um
apótekara er í annarri Mósebók
Biblíunnar, þar sem Guð gefur
Móses uppskrift að hinni heilögu
olíu sem hann átti að nota til að
smyrja steintöflurnar með boðorð-
unum og tekur fram að hún verði
að vera gerð samkvæmt reglum
apótekara.
Salómon konungur vitnar einnig
til apótekara og sömuleiðis koma
þeir við sögu í Kantaraborgarsög-
um Chaucers og leikriti Shake-
speares um Rómeó og Júlíu.
Skráðar heimildir um verslan-
ir apótekara, apótek, er þó ekki að
finna fyrr en árið 754 þegar fyrsta
apótekið var opnað í Bagdad.
Þaðan dreifðist verslunarrekstur-
inn um allan hinn íslamska heim;
mörg dæmi eru um skráð apótek í
íslamska hluta Spánar á elleftu öld
og um svipað leyti fara apótek að
skjóta upp kollinum annars staðar
í Evrópu. Þangað sótti fólk sér bót
minniháttar meina og það var ekki
fyrr en læknisstéttinni óx fiskur
um hrygg á átjándu öldinni sem
apótekarar hættu að stunda lækn-
ingar jafnframt lyfjagerðinni og
færðust nær því hlutverki sem
þeir hafa í dag.
Apótekarar notuðu sitt eigið
mælikerfi til að tryggja nákvæma
mælingu á þeim innihaldsefnum
sem hvert lyf átti að innihalda
og gátu menn átt von á sektum
og jafnvel lögsókn ef efnin voru
ekki í réttum hlutföllum í lyfjun-
um. Hins vegar blómstraði ýmiss
konar undirheimabrask í stéttinni
og voru ástarlyf og aðrir töfra-
drykkir vinsæl söluvara apóteka
lengi fram eftir öldum.
Heimild: wikipedia.org
Ástardrykkir og
önnur töfralyf
Fólk hefur leitað bótar meina sinna hjá
apótekurum frá örófi alda.
Kristján með starfsfólki sínu í Árbæjarapóteki, sem verður fjörutíu ára í desem-
ber, en þá verður sitthvað gert til hátíðabrigða í apótekinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Árbæjarapótek stendur á fertugu
í ár en þar ríkir hlýlegur andi
og afbragðs þjónusta sömu fjöl-
skyldu lyfsala frá upphafi.
„Ég var nú mest úti í fótbolta á
æskuárunum í Árbænum en kíkti
við í apótekinu hjá pabba öðru
hvoru og fékk áhuga á starfinu
þegar ég komst til vits og ára,“
segir lyfjafræðingurinn Kristj-
án Steingrímsson, sem tók við
rekstri Árbæjarapóteks af föður
sínum Steingrími Kristjánssyni
um áramótin 1998.
„Pabbi opnaði apótekið 1971 í
Hraunbæ 102a, en 2008 fluttum
við í glæsilegt húsnæði að Hraun-
bæ 115, þar sem aðstaðan stækk-
aði til muna,“ segir Kristján, sem
spilaði knattspyrnu með Fylki
til margra ára og hefur unnið
mestan sinn starfsaldur í Árbæ.
„Árbærinn er eins og bær í
borginni og hér þekkjast flest-
ir, sem mér þykir vinalegt. Ár-
bæingar hafa frá upphafi haldið
tryggð við sitt hverfisapótek,
enda vita þeir fyrir hvað við
stöndum,“ segir Kristján um
fertugt fjölskyldufyrirtækið.
„Lyfsala er helsta verkefni
apóteksins og fá öryrkjar og elli-
lífeyrisþegar tíu prósenta af-
slátt af lausasölulyfjum og vít-
amínum. Þá leggjum við áherslu
á lágt verð nikótínlyfja, sem er
okkar framlag til að hjálpa fólki
að hætta að reykja,“ segir Kristj-
án. „Svo eru alltaf spennandi til-
boð á heimasíðunni, eins og í að-
draganda Konudags þegar við
bjóðum 20% afslátt af konuilm-
um,“ segir Kristján, strax far-
inn að hlakka til 40 ára afmælis
Árbæjarapóteks í desember.
„Þá munum við gera sitthvað
til hátíðabrigða og halda áfram
okkar striki. Að vísu er pabbi
hættur störfum en er alltaf hér
með annan fótinn að fylgjast með
stráknum og gamla apótekinu.“
Sjá www.arbaejarapotek.is
Allt er fertugum fært
Apótekari er örlagavaldur í leikriti Williams Shakespeare um Rómeó og Júlíu.
● DÝR Erlendis eru víða
sérstök apótek fyrir dýr,
þótt slíkt þekkist ekki enn
á Íslandi. Eru þau þá ýmist
tengd dýraspítölum, sjálf-
stæð eða stunda netsölu.
Dýraapótek hafa á boðstól-
um öll þau lyf sem notuð
eru við algengustu kvill-
um dýra, í mismunandi
styrkleikum og pakkninga-
stærðum. Þar sem þarf-
ir dýra og reglugerðir um
lyf fyrir þau eru mjög ólík
þörfum manna hefur víða
þótt fara betur á því að
halda dýraapótekum að-
skildum frá venjulegum
apótökum sem einbeita
sér að lyfjum fyrir mann-
fólkið.