Fréttablaðið - 16.02.2011, Qupperneq 29
apótek ●MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2011 7
Í nærri 70 ár var Reykjavíkurapótek
starfrækt á horni Austurstrætis og
Pósthússtrætis.
Ekki voru Reykvíkingar á eitt sáttir þegar
Reykjavíkurapótekinu gamla, á horni
Austurstrætis og Pósthússtrætis, var lokað
1. apríl árið 1999.
Sér í lagi voru það gömlu innréttingar
apóteksins, sem voru friðaðar, sem fólk
vildi síður sjá hverfa en þær voru settar
í geymslu í samráði við húsafriðunar-
nefnd.
Guðjón Samúelsson teiknaði árið 1915
húsið sem Reykjavíkurapótek stóð í en ap-
ótekið hóf ekki starfsemi í húsinu fyrr en
árið 1930. Rætur Reykjavíkurapóteks má
rekja allt aftur til ársins 1760, til fyrstu
lyfjabúðarinnar á Íslandi, sem var í Nesi
við Seltjörn. Apótekið komst í einkaeign
árið 1833 og var starfrækt í húsi á horni
Thorvaldsenstrætis og Kirkjustrætis. - jma
Guðjón Samúelsson teiknaði húsið sem Reykjavíkurapótek
var starfrækt í á árunum 1930-1999. 365/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Séð inn um glugga gamla Reykjavíkurapóteks.Mikil prýði þótti að gömlu innréttingunum í Reykjavíkurapóteki en þær eru nú í geymslu.
Starfsfólk Reykjavíkurapóteks á síðasta starfsári þess. Marólína Arnheiður Magnúsdóttir, Jóhannes Finnur
Skaftason lyfjafræðingur, Ólöf Ólafsdóttir afgreiðslustúlka og Kristjana Aðalsteinsdóttir lyfjatæknir.
Apótekið í
Austurstræti
Tölvustýrð lyfjaskömmtun er
örugg, fljótleg og hagkvæm
að sögn Ragnheiðar Gunnars-
dóttur, lyfjafræðings og lyfsala
í Lyfjaveri við Suðurlandsbraut
22 í Reykjavík.
„Við notum ávallt nýjustu og bestu
mögulega tækni við lagerhald og
afgreiðslu lyfja.“ segir Ragnheiður
Gunnarsdóttir, lyfsali í Lyfjaveri
Suðurlandsbraut 22. Hún telur
slíka afgreiðslu bæði örugga og
hagkvæma. „Við erum eitt tækni-
væddasta apótek Evrópu og höfum
verið leiðandi í lágu lyfjaverði,“
lýsir hún.
Tölvustýrð lyfjaskömmtun hent-
ar að sögn Ragnheiðar vel fyrir
einstaklinga á öllum aldri og sér-
staklega fyrir þá sem taka inn að
staðaldri þrjú eða fleiri lyf á
ólíkum tímum dagsins.
„Lyfjaskömmtun-
in gengur þannig
fyrir sig að lyfj-
unum er pakkað
í skammta fyrir
hverja inn-
töku. Notand-
inn fær þau
afhent í rúllu
þar sem hver
dagskammt-
ur er í litlum
merktum poka,“ lýsir hún og segir
rúlluna endast í 14 eða 28 daga.
Á pokanum komi fram nafn lyfj-
anna, hvenær eigi að taka þau inn,
hvaða læknir ávísi þeim, dagsetn-
ing og inntökutími þeirra. „Þetta
fyrirkomulag auðveldar notandan-
um að taka inn réttu lyfin á réttum
tíma og eykur þannig öryggi hans,“
bendir hún á.
Lyfjaver hf. var stofnað 1998
og er brautryðjandi tölvustýrðrar
lyfjaskömmtunar, sem hófst árið
1999. Ragnheiður segir starfsem-
ina hafa vaxið hratt. „Fyrirtækið
byrjaði með lyfjaskömmtun í litlu
rými en hefur þróast yfir í glæsilegt
apótek og stóra heilsuverslun. Það er
í dag sennilega með fleiri viðskipta-
vini en nokkurt annað apótek, enda
þekkt fyrir lágt verð og góða þjón-
ustu,“ segir hún og telur að með inn-
flutningi lyfja samhliða því að nota
ávallt nýjustu og bestu tækni hafi
Lyfjaveri tekist að standa vörð um
lágt lyfjaverð til neytenda.
Lyfjaver býður upp á heimsend-
ingu lyfja. „Ef lyfseðlar berast
okkur fyrir hádegi er hægt að
senda lyfin heim samdæg-
urs á höfuðborgarsvæð-
inu alla virka
daga. Póst-
sendingar út á
land afhendast
næsta virka
dag fyrir utan
örfáa staði á
landinu en
þá tekur tvo
sólarhringa að af-
henda lyfin,“ segir
Ragnheiður. Hún segir einnig al-
menna upplýsingaþjónustu á staðn-
um og tekur dæmi. „Neytandinn
getur hringt og fengið upplýsingar
frá lyfjafræðingi um lyf og inntöku
þeirra.“
Eitt tæknivæddasta apótek Evrópu
„Við reynum að nota okkur nýjustu og bestu tæknina til að standa vörð um lágt lyfjaverð til neytandans,“ segir Ragnheiður
Gunnarsdóttir, lyfsöluleyfishafi Lyfjavers. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Lyfja-
skömmt-
unarrúlla eins og
Lyfjaver afgreiðir.