Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 35

Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 35
MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 2011 3 „Þetta verður mikið sjónarspil, sannkölluð fjölskylduskemmtun og frábær leið til að hefja helg- ina,“ segir Geir Sigurðsson, dósent í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands og forstöðumaður Konfús- íusarstofnunarinnar Norðurljós, um sýningu 25 manna sýning- arf lokks frá íþróttaháskól- anum í Peking í Háskólabíói klukkan 19.30 á föstudagskvöld. „Þetta er ein- stakt tækifæri fyrir Íslendinga að sjá alvöru kung-fu eða wu shu, eins og þessi sýning kallast líka og er víðtækara orð yfir fjölmörg stíl- brigði kínverskra bardagaíþrótta. Sýningin verður með eindæm- um fjölbreytt, með sverðadansi, ljónadansi, svipuleikni, ölvuðum hnefaleikum, shaolin-hnefaleikum, spjóts- og sverðaskylmingum, tai jiquan og hefðbundnu kung-fu, en einnig samkvæmisdansi sem verð- ur forvitnileg upplifun í meðförum þessara miklu listamanna,“ segir Geir, en einnig mun hópur frá Heilsudrekanum leika listir sínar og sendiherra Kína á Íslandi, Dr. Su Ge, flytja ávarp. „Kínverska listafólkið hefur stundað stranga og mikla þjálfun frá blautu barnsbeini, en wu shu er afar stór þáttur í menningarhefð Kínverja og hægt að alhæfa heim- speki wu shu yfir á svo miklu meira en bara bardagaíþróttir þeirr- ar þjóðar. Hún rekur sig að miklu leyti til daoismans sem ávallt hefur verið ríkjandi í hugsun Kínverja. Allflest kínversk börn kynnast wu shu og nú er mikill vöxtur í göml- um hefðum meðal Kínverja, eins og ástundun wu shu, en um tíma var mikið dregið úr öllu hefðbundnu í kínversku samfélagi,“ segir Geir. Sýningin á föstudagskvöld er stærsti viðburður Konfúsíusar- stofnunarinnar frá upphafi, en alla fimmtudaga stendur hún fyrir kvikmyndasýningum, ásamt fleiri uppákomum og erindum. „Kína er Íslendingum alltof framandi og við óskaplega aftar- lega á merinni samanborið við það sem nú á sér stað á Norður- löndunum og í Evrópu. Í vikunni var tilkynnt að Kína hefði tekið fram úr Japan sem annað stærsta hagkerfi heims og fer því að verða gríðarlega brýnt að yngri kynslóðir Íslendinga fari að skilja út á hvað Kína gengur. Liður í því er að kynnast menningu þess frá öllum hliðum og sjónarhornum. Danir hafa þegar sett upp háskóla í Peking því þeir sjá fram á að Kína er framtíðin og ef við ætlum að taka þátt í samstarfi við bestu vísindamenn heims verður það í Kína. Við verðum því að horfa miklu meira til austurs.“ Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. thordis@frettabladid.is Horfum meira til austurs Ölvaðir hnefaleikar, ljónadans, svipuleikni og spjótaskylmingar sjást á glæsilegri kung-fu sýningu í Háskólabíói á föstudag í tilefni kínverska nýársins og 40 ára afmælis stjórnmálasambands Íslands og Kína. Geir Sigurðsson forstöðumaður Konfúsíusar- stofnunarinnar Norðurljós. Margir munu eflaust grípa andann á lofti yfir kúnstum kínversku listamannanna. Gunnleifur Gunnleifsson er landsliðsmarkmaður okkar í fótbolta og markmaður hjá FH-ingum. Hann er klettur í markinu! Kínverska listafólkið hefur stundað stranga og mikla þjálfun frá blautu barnsbeini, en wu shu er afar stór þáttur í menningarhefð Kínverja.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.