Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 36

Fréttablaðið - 16.02.2011, Side 36
Koffínneysla unglinga í efstu bekkjum grunnskóla hér á landi er töluverð. Þannig segjast yfir 75 prósent unglinga í 9. og 10. bekk grunnskóla neyta koffíns á degi hverjum, yfirleitt í formi orku- drykkja en líka kóladrykkja á borð við Pepsi og Coca Cola sem inni- halda koffín. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn sem Rann- sóknir og greining við Háskól- ann í Reykjavík gerðu í grunn- skólum landsins í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðu- neytið á vormánuðum 2009. Yfir 7.000 unglingar tóku þátt í könn- uninni og eru niðurstöðurnar birt- ar í vísindatímaritinu Journal of Adolescence. Rannsóknin leiðir í ljós að mjög sterkt samband er á milli koffín- neyslu og reykinga og áfengis- neyslu íslenskra unglinga, segir Álfgeir Logi Kristjánsson, doktor í félagslækningum við Columbia- háskóla í New York, sem hafði umsjón með rannsókninni ásamt Ingu Dóru Sigfúsdóttur, prófessor við Columbia-háskóla, og Jack E. James, prófessor við Háskólann í Reykjavík. „Áhrif koffínneyslu eru meiri en okkur grunaði og mjög og óvenju sterk tengsl eru á milli koffínn- eyslu og neyslu vímuefna, svo sem tóbaks og áfengis,“ segir Álfgeir, en niðurstöður rannsóknarinn- ar sýna meðal annars að 93 pró- sent þeirra sem nota koffín dag- lega bæði reykja daglega og hafa orðið ölvuð síðastliðna 30 daga. „Á síðustu árum hefur neysla koff- índrykkja í bland við áfengi auk- ist mjög. Við vitum að vinsælt er í skemmtanahaldi ungs fólks að nota saman orkudrykki eins og Magic og Red Bull og sterkt áfengi en vitum minna um áhrifin þótt áhrif áfengis séu þekkt.” Þá kemur fram að unglingar sem nota mikið koffín eru líklegri til að eiga við svefn- og námsörðugleika að stríða, segir hann. „Krakkar á þessum aldri eru hvorki með full- þroskaðan líkama né heila og kóla- eða orkudrykkirnir sem þeir neyta hafa örvandi áhrif þannig að þau geta átt erfitt með að sofna á kvöld- in, eru þar af leiðandi þreytt og hafa meiri tilhneigingu til að sofna á daginn. Saman hafa þessir þættir, koffínneysla, reykingar og áfeng- isdrykkja, neikvæð áhrif á náms- frammistöðu. Mikil koffínneysla hefur enn fremur neikvæð áhrif á frammistöðuna umfram vímuefna- notkun.“ Álfgeir segir þetta fyrstu velferð- arrannsóknina gerða hérlendis sem taki sérstakt tillit til koffínneyslu unglinga. „Hingað til hafa líkamleg áhrif koffínneyslu á fullorðna yfir- leitt verið skoðuð. Mjög fáar rann- sóknir hafa tekið tillit til hegðun- ar, líðanar eða frammistöðuþátta af völdum koffíns. Engin hefur tekið fyrir koffínneyslu ungmenna. Þessi rannsókn sýnir svo ekki verður um villst hversu nauðsynlegt er að taka koffín með í reikninginn, sérstak- lega þar sem enn er margt á huldu.“ roald@frettabladid.is Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is RÝMINGARSALA Síðustu dagar útsölu. Allt á að seljast! 60-80% afsláttur Frábært úrval af nýrri vetrarvöru: Kjólar - Buxur - Peysur - Úlpur - Blússur - Skyrtur - Jakkar - Skór - Stígvél. Stærðir 36-52 NÝ sending frá vera ● Laugavegi 49 Sími 552 2020 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI MENNING Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur NÝTT NÝTT NÝTT Teg. 105341 - létt fylltur, blúndulaus og mjúkur í BC skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1990,- Teg. 21254 - létt fylltur og æðislegur í BC skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Ungbarnanuddnámskeið fyrir foreldra 1-10 mánaða Nýtt námskeið hefst fimmtudaginn 17. febrúar. Skoðaðu Heilsusetur.is eða hringdu í síma 552 1850 eða 896 9653 Samband milli koffíns og ölvunar ungmenna Ný rannsókn sýnir að koffínneysla unglinga í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi er umtalsverð. Rann- sóknin leiðir líka í ljós að sterkt samband er á milli koffínneyslu unglinga og reykinga og áfengisneyslu. 73% þeirra sem hvorki reykja daglega né hafa orðið ölvaðir sl. 30 daga nota koff- ín daglega, 86% þeirra sem annaðhvort reykja daglega eða hafa orðið ölvaðir sl. 30 daga, en 93% þeirra sem bæði reykja dag- lega og hafa orðið ölvaðir sl. 30 daga. Ekki ölv. 30 daga Ölv. 30 daga Reykja dag- lega eða ölv. sl. 30 daga 100 80 60 40 20 % Neðsti árangur Miðlungs árangur Besti árangur Reykja ekki daglega né ölv. 30 daga 74% 87% 87% 77% 64% 100 80 60 40 20 % Sé námsárangri í kjarnafögum skipt gróf- lega í þriðjunga kemur fram að 87% nem- enda í neðsta þriðjungi nota koffín dag- lega, 77% í öðrum þriðjungi en 64% í efsta þriðjungi. 74% þeirra sem hafa ekki orðið ölvaðir sl . 30 daga nota koffín daglega, en 87% þeirra sem hafa orðið ölvaðir sl. 30 daga. 100 80 60 40 20 % 86% 93% Þórólfur Þórlindsson prófessor og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir lektor fjalla um stöðu barna og velferð þeirra í íslensku samfélagi fyrr og nú í fyrirlestrum í Þjóðminjasafninu á morgun klukkan 12. Er hann hluti hádegisfyrirlestraraðar sem kallast Lýðheilsa fyrr og nú.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.