Fréttablaðið - 16.02.2011, Blaðsíða 40
11 7% 433.000milljarða viðsnúningur til hins betra varð á rekstri Icelandic Group milli fjórða árs-fjórðungs ársins 2009 og sama tímabils árið eftir.
verðfall hefur orðið á olíu eftir að
Hosni Mubarak hrökklaðist úr embætti
Egyptalandsforseta.
krónur eru launin sem Jón
Sigurðsson þáði dag hvern í fyrra
fyrir að stýra stoðtækjafyrirtækinu
Össuri.
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is
B A N K A H Ó L F I Ð
Einkahlutafélög hafa
á stundum fengið
allkostuleg nöfn,
samanber félögin
Afsprengi og Von.
Annað dæmi umkostu-
legt nafn er útgerðar-
félagið Redding, sem eig-
endur Eyrarodda á Flateyri
eiga. Fyrirtækjaheitin
geta svo orðið enn ein-
kennilegri eins og sjá má
á félagi sem leit dagsins ljós
á Fyrirtækjaskrá á föstudaginn
var. Það er einkahlutafélagið
Ubezpieczenia, sem sérhæfir sig
í vátryggingum og lífeyrissjóð-
um. Hver treystir sér annars til
að segja það þrisvar upphátt?
Og hvað á fyrir-
tækið að heita?
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
/
A
C
TA
V
IS
0
1
1
1
4
2
Af litlum neista…
Omeprazol Actavis
- öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði
20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki
Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi
brjóstsviða og súru bakflæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lyfja sem innihalda claritrómýcín hjá
sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lyfja sem innihalda atazanavír. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar: Ef verulegt
og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erfiðleikar eru við að kyngja, við blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar-
eða nýrnastarfsemi er skert, ef þú færð niðurgang eða ef þú hefur fengið fylgikvilla (blæðingar eða sár í meltingarfærum) vegna
bólgueyðandi verkjalyfja. Láta skal lækni/lyfjafræðing vita ef bólgueyðandi verkjalyf eru notuð. Börn og unglingar undir 18 ára aldri
eiga ekki að nota lyfið nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður
en lyfið er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruflanir, geta komið fram og geta
haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægðatregða, vindgangur,
ógleði, uppköst, svefntruflanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yfirleitt vægari við áframhaldandi meðferð.
Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að
Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband við lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum.
Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva. Sýruþolnu hylkin ætti að taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi
maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hylkin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið lyfið þar sem börn
hvorki ná til né sjá. Júlí 2010.
Nýjustu mælingar sýna að
kortavelta hefur dregist saman
í upphafi ársins. Greining
Íslandsbanka bendir á í umfjöll-
un sinni í gær að velta í jan-
úar hafi, samkvæmt tölum
Seðlabankans, dregist saman
um nærri tvö prósent milli ára
ef stuðst er við heildarnotkun á
debetkortum einstaklinga innan-
lands. „Kveður hér við annan tón
en í tölum undanfarinna mánaða
þar sem nokkur aukning varð á
veltunni,“ segir þar. Síðan verð-
ur hver og einn að gera upp við
sig hvort aukið
a ð h a l d
í korta-
notkun sé
til marks
um van-
trú fólks á
batnandi efnahagsástandi eða
hvort hér megi greina timbur-
menn jólahalds sem farið hefur
úr böndum.
Vantrú eða
timburmenn
Fyrirtæki ástralska fjölmiðla-
kóngsins Ruperts Murdoch gaf
nýverið út fyrsta dagblaðið sem
einvörðungu er mögulegt að lesa
á iPad-spjaldtölvuna frá Apple.
Margir fussuðu og sveiuðu og
furðuðu sig á því að nokkur
skyldi láta sér koma til hugar að
betra sé að lesa dagblað af skjá
fremur en á gamla mátann.
Breska vikublaðið Economist
segir tímann væntanlega skera
úr um örlög blaðsins, sem kostar
tæpra hálfa milljón dala að gefa
út í viku hverri, rúmar fimm-
tíu milljónir íslenskra króna.
Economist hefur reyndar eftir
sérfræðingi að blaðið muni lík-
lega þrauka enda kosti hvert
eintak svo lítið sem
99 sent, tæpar 114
krónur.
Rafblaðið