Barnablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 8
Hermaðurinn, sem sofnaði á verðinum
9 /
William Scott var mjög áhyggjufullur her-
maður. Hann hafði sannarlega ástæðu til að
vera það, því að hann hafði sofnað á verð-
inum.
Þetta átti sér stað í Borgarastyrjöldinni.
William, sem var ungur sveitapiltur frá Ver-
montfylki, kom kvöld eitt mjög þreyttur í
skála sinn eftir að hafa gengið allan daginn.
Einn félagi hans var þá orðinn veikur en
hann átti að standa vörð þessa nótt.
„Ég skal fara í þinn stað,“ sagði William
vingjarnlega.
En hann var svo þreyttur, að áður en hann
vissi af, var hann sofnaður á verðinum. Þetta
er mjög alvarlegt brot á ófriðartímum og
var William Scott kærður fyrir herrétti. Dóm-
ur var kveðinn upp, William var sekur fund-
inn og dæmdur til dauða.
„Ef forsetinn, sem er yfirhershöfðingi
Bandaríkjahers, fengist til að náða þig, þá
er það eina undankomuleiðin fyrir þig,“ var
unga hermanninum sagt.
„Lincoln forseti er mikill og önnum kaf-
inn maður. Hann hefur ekki tíma til að sinna
mér,“ sagði hann við sjálfan sig.
En nokkrir af vinum Williams voru á ann-
arri skoðun. Lincoln forseti var á eftirlits-
ferð og fóru þeir til hans.
„Wihiam Scott á skilið að fá annað tæki-
færi, herra forseti," sögðu þeir. „Viltu ekki
náða hann?“
„Ég skal taka það til athugunar," sagði
Lincoln.
Hann fór til fangelsisins þar sem hinn ungi
William beið þess að dóminum yrði fullnægt.
Lincoln forseti vildi fá að vita, hvers konar
maður hann væri. Hann spurði um fjölskyldu
hans í Vermont, um menntun hans og fleira.
Fylltur lotningu, svaraði William spurn-
ingum forsetans.
8
Meðan hann talaði, tók Lincoln forseti
sína ákvörðun.
„Ég ætla að náða þig, sonur og senda þig
aftur í hersveit þína,“ sagði forsetinn að lok-
um. „Hvernig ætlar þú að endurgjalda mér
það?“
William Scott varð bilt við. Hann hafði
fyllzt gleði þegar forsetinn sagðist ætla að
náða hann, en hann vissi ekki hvernig hann
gæti endurgoldið honum. Vissulega þyrfti
hann að greiða forseta Bandaríkja Ameríku
háa þóknun.
„Ég reikna með að félagar mínir muni
hjálpa mér og þá getum við kannski greitt
þér fimm eða sex hundruð dollara,“ sagði
hann. „En það er ekki nóg, er það?“
„Nei, það er ekki nóg, William,“ svaraði
Abraham Lincoln.
Hann gekk til þessa áhyggjufulla unga
manns og lagði hönd sína á öxl hans.
„Nei, ungi maður, vinir þínir geta ekki
hjálpað þér að borga þá miklu skuld sem
þú sku'dar mér. Því að það sem ég bið um,
er að þú verðir góður og skyldurækinn her-
maður frá þeirri stundu sem þú ert frjáls á
ný. Aðeins á þann hátt getur þú borgað yfir-
hershöfðingja þínum skuld þína. Lofar þú
mér því, William Scott?“
Lfngi maðurinn varð djúpt snortinn. „Já,
herra, já, herra Lincoln,“ svaraði hann ein-
læglega. „Ég mun aldrei sofna á verðinum
framar, né bresíðast á nokkurn annan hátt.“
„Þá ertu frjáls."
William Scott hélt loforð það, sem hann
gaf forsetanum. Hann var alltaf skylduræk-
inn og djarfur hermaður.
Við erum öll í sömu afstöðu og ungi her-
maðurinn, vegna þess að það stendur i Biblí-
unni að við höfum öll syndgað. Hvað getum
við gert við því?