Barnablaðið - 01.02.1968, Side 9

Barnablaðið - 01.02.1968, Side 9
HANN D O FYRIR MIG Ekkert dregur hjörtu okkar til Jesú eins og þessi undursamlegi boðskapur: Hann dó fyrir mig. Ég las eitt sinn um lítinn dreng, sem hafði reynt fullvissu hjálpræðisins. Hann liafði líka eignazt þá gleði, sem því var sam- fara. Dag einn stóð hann eins og hann væri negldur við glugga í bókaverzlun og horfði á mynd nokkura. Drengurinn var gersamlega hugfanginn af hátíðlegri fegurð og alvöru myndarinnar. Sveinninn hafði hreinlega gleymt sér frammi fyrir því, sem hann var að horfa á. Myndin var af Kristi á krossinum. Við hlið drengsins stóð eldri maður, harð- legur á svip. Eftir dálitla stund, gat hann ekki dulið gremju sína út af því, hvað drengurinn var gagntekinn af myndinni. Hann ávarpaði sveininn og sagði: „Á hvað ertu að glápa eiginlega?" Það er dásamleg staðreynd að við skuhim eiga vin, sem hefur meira vald en Abraham Lincoln forseti. Það er Jesús Kristur. Eins og herra Lincoln, þá vill hann frelsa okkur og meira en það. Hann gaf sitt eigið líf til þess að borga fyrir syndir okkar. Hvað vill Jesús fá í staðinn? Hann vill að við elsk- um hann og leyfum honum að lneinsa hjörtu okkar. Abraham Lincoln gat ekki hjálpað unga hermanninum á annan hátt en þann að gera hann friálsan og fá loforð hans um, að hann ætlaði að bæta ráð sitt. En Jesús býðst til þess að lifa í hjörtum okkar og hjálpa okkur að vera glöð, sönn og góð hvern dag lífs okkar. Og dag einn mun hann sækja okkur til að vera hiá sér um alla eiU'fð. Hefur þú tekið á móti þessu undursamlega boði? Drengurinn leit saklausum barnsaugum til mannsins, sem leyndi ekki reiði sinni, og sagði mildri röddu, um leið og hann benti á mynd- ina: „Hann dó fyrir mig.“ Það hnussaði í manninum og hann leit illúðlega til drengs- ins um leið og hann gekk snúðugt á braut. Drengurinn hugsaði með sjálfum sér, hvers vegna maðurinn hefði orðið svo ljótur á svip- inn, og hann ályktaði sem svo, að það væri fyrir það, að hann vissi ekki að Jesús hefði einnig dáið fyrir hann. Annars hefði liann ekki getað orðið svo reiðilegur á svipinn. Hann tók því kjark í sig og hljóp eins og fætur toguðu á eftir manninum. Þegar dreng- urinn var kominn í kallfæri við hann, hrópaði hann til hans: „Hann dó einnig fyrir yður!“ Nú varð maðurinn ennþá reiðari og illilegri á svipinn. Þarna skildu leiðir þeirra. Það hefði mátt halda, að þessi kaldlyndi maður hefði látið þessi orð barnsins eins og vind um eyrun þjóta, en svo fór ekki. Mað- urinn reyndi raunar að hrinda orðunum frá sér eins og einhverju, er ekki kæmi honum við. En það fór öðruvísi, því að orðin hljóm- uðu stöðugt fyrir eyrum hans, daga og nætur. Hann reyndi að berjast á móti áhrifavaMi þeirra lengi vel, en það tókst ekki. Orðin gáfu honum engan frið, hvar sem hann fór. Svo var það dag einn, að hann féll fram á ásiónu sína, sem fátækur, allsvana syndari, og ákallaði hann sem dó á krossi fyrir syndir hans sem allra hinna. Þá öðlaðist hann þessa dásamlegu innlifun, sem fullvissa um hjálpræðið veitir mannssáUnni. Þar með varð játning hans hin sama og litla drengsins: „Hann dó fyrir mig.“ Lesari minn, hugleiddu það, að hann dó einnig fyrir þig. H. Ekmann. 9

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.