Barnablaðið - 01.02.1968, Side 10

Barnablaðið - 01.02.1968, Side 10
FRAMHALDSSAGAN KINZ A eftir P. M. John. Framh. 9. KAFLI. Þegar Hamid vaknaði næsta morgun, var hann gramur við sjálfan sig ytir vogun sinni, að hafa lagt sig til svefns svo nærri þessu húsi. En á sama tíma var hann ánægður yfir því, að vera ekki fjarlægari Kinzu en þetta. Það var aðeins þunnur veggur sem skildi þau að. Hann var einmitt að hugsa um, hvort hún væri vöknuð, og hvað hún mundi nú hafa fyrir stafni. Hann gekk hægt niður götuna í áttina til torgsins, sem enn var alveg mannlaust. Hvað átti hann nú að taka sér fyrir liendur, og hvaðan mundi honum koma matur til morg- unverðar? Við tilhugsunina um það, livað Kinzu liði nú vel, sá hann næstum eftir því, að hann hafði gefið henni síðustu brauðskorp- una. Er hann leit í kringum sig, fannst honum borgin ekki vera lengur svo sérstaklega aðlað- andi. Búðirnar voru lokaðar, og fáeinir heini- ilislausir betlarar lágu og sváfu við inngang- inn að moskunni. Þar sem hann hafði nú lok- ið hlutverkinu sem honum hafði verið falið, fannst honum hann vera til einskis nýtur. þar sem hann stóð. Hann óskaði sér því af öllu hjarta, að mega vera horfinn heim á ný. Kyrrð morgunsins var rofin af storki, sem flaug gegnum loftið rétt yfir höfði hans, al- veg eins og stundum kom fyrir, þegar hann var á ieiðinni með geiturnar í hagann, heima á heittelskuðu hæðunum. Hann flaug hátt og var að líkindum á leið heim í hreiðrið sitt í turninum á einhverri gamalli borg. Rétt til getið. Hamid sá, að það voru ungar í hreiðr- inu, sem opnuðu hungruð ginin til að fá mat. Honum létti ögn um hjartað við þessa sjón. Einmanakenndin varð ekki eins nístandi sár, því að storkar voru alltaf nokkurs konar heimilisvinir. Þetta fannst honum að minnsta kosti. Munurinn var aðeins sá, að heima í þorpinu hans, áttu þeir sér hreiður á hinum lágu húsaþökum, en hér aftur á móti í göml- um turnum. Hann hafði ekki veitt þessum turni athygli fyrr. En nú gafst honum tækifæri til að virða hann betur fyrir sér. Ekki vissi hann, að turn þessi var meira en 500 ára gamall. Þó var hann nú næsta hrörlegur, en samt hefði Hamid ekki getað haldið, að hann væri svona gamall. Skyldu nokkrir aðrir búa í þessuin turni en storkarnir? hugsaði hann. Hann gekk þangað og fór að athuga hina traustu múr- veggi. Uppgötvaði hann þá, að þar var hlið sem opnaðist inn í trjágarð, sem þarna var á bak við. Hliðið var opið, og enginn hindraði hann í að ganga inn. , Ó, hvað hér var fallegtl Aldrei á ævi sinni hafði hann séð neitt þvílíktl Trjágarðurinn, sem var í ferhyrning, var umluktur á allar hliðar af gráum múrveggjum, sem voru huld- ir vafningsviðum. í miðjum garðinum var gosbrunnur, með grasreitum og blómabeðum umhverfis. Hvílík óviðjafnanleg blómafegurð! Þarna voru allskyns blóm, ásamt appelsínu- trjám. Ó, hvílíkur ilmur! Þar sem nú enginn ónáðaði liann eða rak hann út, hélt hann göngu sinni áfram. Innan lítillar stundar kom hann að búri sem var höggvið í einn stein- vegginn. Innan við grindurnar var ákaflega fagur páfugl, og allt í kringum hann aðrir minni, sem líklega voru kvenfuglar, og virtu karlfuglinn fyrir sér með aðdáun. Væri trjágarðurinn í heild eitt hið fegursta, sem Hamid hafði augum litið á ævi sinni, þá dáðist hann þó mest að páfuglinum. Hvílíkt stél! Örúgglega stóð hann þarna í einar tutt- ugu mínútur og starði á þetta, sem væri hann bergnuminn. Og sem hann stóð þarna frá sér numinn, rann sólin upp. Nú umbreyttist all- 10

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.