Barnablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 16

Barnablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 16
BrúðusœngurveriÖ Veiztu hvað samvizka er? Hún er sú til- finning, sem alltaf er vakandi lengst inni í hjartanu. Samvizkan sefur aldrei eins og þú veizt. Einhver hefur sagt, að samvizkan væri litli vinur Guðs, því að þau tvö vilja alltaf vera saman. Og ef jrú gjörir eitthvað, sem Guði mislíkar, þá særir þú samvizkuna, og það sár svíður, þangað til það grær, alveg eins og önnur sár. Það er því mjög sorglegt, þegar svona kemur fyrir, eins og þú skilur. Og nú ætla ég að segja ykkur frá því, hvern- ig það var, þegar Eva litla fékk vonda sam- vizku og leið illa út af því í næstum heila viku, já svo illa, að það var erfitt fyrir hana að sofna á kvöldin, einnig erfitt bæði að borða og leika sér. Evu fannst ekkert vera lengur til, sem væri skemmtilegt. Eva var orðin næstum sex ára, og stóð glöð og full af eftirvæntingu á tröppunum móti garðinum, einn morgun í júní. Hún átti heilan sólbjartan dag framundan, og litlu nýgreiddu flétturnar meðfram eyrunum, stóðu beint út eins og lítil lambsliorn. Þá kom Eva auga á tvö önnur börn í brekkunni beint á móti henni. Tvær litlar telpur gengu þarna með brúðuvagnana sína. Það dimmdi strax yfir andliti Evu. — Ekki á ég svona fallegar brúður og leikföng, hugsaði hún. Og þetta var alveg satt, því að allir hlutir sem Eva átti, höfðu þá sorglegu eiginleika, að verða næstum undir eins ljótir eða þá að hún hreinlega týndi þeim. Eva varð afbrýðissöm, og óskaði sér, að hún ætti þó að ekki væri nema eitt af þessum litlu fallegu brúðusæng- urverum. Og hugsaðu þér, þarna féll eitt af þeim á veginn og týndist úr vagninum. Telpurnar tóku ekki eftir þessu og héldu áfram. Þegar þær voru gengnar nokkurn spöl, hljóp Eva eins og fætur toguðu upp í brekkuna og fór að leita að sængurverinu, þar sem hún hafði séð það detta. Hún fann það von bráðar, og hélt nú á því í hendinni, hrifin og glöð. Síðan hljóp hún heim og fór að laga betur til í litla brúðurúminu sínu. Innan stundar fannst henni, sem hún hefði aldrei búið svo vel um brúðuna sína, sem þennan dag. Eftir litla stund fór hún að hugsa um góða veðrið úti, og um leið var hún hlaupin út í góða veðrið og ætlaði nú heldur en ekki að njóta ævintýra þessa sólskinsbjarta dags. Og úti í sólskininu var hún óðara búin að gleyma brúðunni sinni — um hríð. Næsta dag, þegar lögreglan ge'tk fram hjá eins og hún var vön, brá Evu litlu snögglega. Hún var annars aldrei neitt hrædd við lög- regluna. En í dag fannst henni lögreglumað- urinn líta eitthvað svo einkennilega á sig, al- varlega og stranglega. — Sængurverið! hugsaði hún. Óðara en hún hafði hugsað þetta. hljóp hún eins og örskot inn og faldi sig bak við hurðina. Og nú byrjaði samvizkan að tala. — Þú hefur tekið brúðusængurverið, sagði samvizkan. — Já, en ég fann það, sagði Eva, og hinar eiga svo mörg af svona verum, en ég á ekkert. Eva vorkenndi sjálfri sér svo ákaflega allt í einu. En samvizkan hélt áfram að tala við hana. — Maður má ekki taka annarra hluti. Þú hefðir átt að fara undir eins með sængurverið til telpnanna, því að þú veizt hvar þær eiga heima. Guð hefur sagt, þú mátt ekki stela. Nú ertu orðin Jriófur, og lögresilan tekur alla þjófa og varpar þeim í fangelsið um leið. 16

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.