Barnablaðið - 01.02.1968, Síða 17
Eva var allt í einu orðin ákaflega óham-
ingiusöm. Samvizkan sagði henni, að hún væri
orðin þjófur, og Guð vissi það líka, að hún
var þjófur, og hann var víst búinn að segja
lögreglunni frá þessu öllu, og nú vissi hún
það líka, að hún var þjófur. Bráðum mundi
hún verða sett í fangelsi, og það var eitthvað
voðalegt, hafði hún heyrt. Þangað fengi hi'm
ekki að hafa mömmu með sér, og þar mátti
maður víst ekki heldur leika sér.
Vesalings Eva litla, hvað hún átti bágt!
Þetta varð allt sorglegra og sorglegra eftir því
sem hún stóð lengur bak við hurðina. Hún
fann, að nú gat hún ekki farið til mömmu
sinnar, eins og vanalega til þess að fá huggun.
Góða, glaða brosið hennar mömmu var ekki
fyrir þjófa, nei, aldeilis ekki.
Þegar lögreg^an var gengin hjá. fór Eva
út og reyndi að leika sér á ný, en nú fannst
henni ekkert gaman lengur. Næsta dag hljóp
hún undir eins inn og faldi sig, þegar hún kom
auga á lögregluna. Og það sama endurtók
sig þriðja daginn og daginn þar á eftir. Hún
missti matarlystina og fór að borða minna og
minna hvern dag. Einnig gekk henni svo illa
að sofa á nætumar, og þegar hún loks gat
sofnað, var svefninn svo óróiegur. Og þar
kom, að mamma hennar fór að verða hrædd
um, að litla stúlkan sín væri að verða alvar-
lega veik.
En þá gat Eva ekki haldið þetta út lengur.
Hún sagði mömmu frá öllu saman, og það
var það bezta. Mamma hennar sá undir eins
að Eva var búin að fá svo þunga hegningu af
samvizkunni, og sagði henni því með blíðum
orðum, að ef hún bæði Guð um fvrirgefn-
ingu, og skilaði aftur því, sem hún hefði tekið,
þá mundi sárið gróa og allt verða gott aftur.
— Heldurðu að lögreglan setji mig þá ekki
í fangelsið? spurði Eva mömmu sína, því að
enn þá var hún mikið lirædd og öróleg. En
þegar mamma hennar var búin að tala rólega
við hana og sýna henni blíðu og tala um fyrir
henni á ýmissa vegu, varð Eva róleg og örugg
á ný.
— Líklega lætur Guð lögregluna vita, að ég
er ekki lengur neinn þjófur, hugsaði Eva, með-
Gríptu tœkifœrið nú
Hvers vegna hugsar maður ekki um frelsi
sálar sinnar nú?
Á bernskuárum er maður of glaður og
áhvggjulaus. Hugsar sem svo: „Ég ætla að
bíða þar til ég verð stór, ég skil tæpast enn
hvað það er að verða kristinn."
Á æskuárunum dreymir okkur um ham-
ingjuna og framtíðina. „Þegar róin færist
yfir mig og ég fæ betri tíma, ætla ég að fara
að hugsa alvarlega um frelsi mitt. Nú ríður
á að komast áfram í lífinu og verða ekki eftir-
bátur hinna.“
Á fullorðinsárum eru áhyggjurnar of mikl-
ar. Verzlunaráhyggjur og fjölskylduáhyggjur.
„Ég get ekki hugsað um Guð núna. Fvrst
verð ég að komast í geErnum þessa erfiðleika.
En þegar það er yfirstaðið, þá. . ..“
Á elliárunum eru við orðin of gömul.
Hjartað er orðið hert af syndinni. Synda-
vanana er miög erfitt að lesgja af, og við
finnum, að við eigum ekki létt með að vfir-
gefa þann veg, sem við höfum gengið svo
lengi.
an mamma hennar var að láta á hana nýja
svuntu, í staðinn fyrir hina, sem var orðin
svo ákaflega krumpótt, og auk þess blaut af
tárum.
Eftir þetta sendi mamma hana til telpn-
anna, og þið hefðuð átt að sjá, hve Eva hljóp
léttilega frá telpunum aftur, þegar hún var
búin að skila þeim verinu. Nú fann hún,
að lengur var ekkert sár, sem sveið í hjartanu.
Sárið var gróið.
Og Guð og samvizkan og Eva og mamma
og allur heimurinn voru aftur orðnir góðir
vinir. Og aldrei, aldrei framar ætlaði Eva
að gera slíkt aftur.
17