Barnablaðið - 01.02.1968, Síða 18

Barnablaðið - 01.02.1968, Síða 18
ADDA HADDA SKRIFAR Komið öll blessuð og sæl! Þau hérna á Blaðinu segja, að ég megi skrifa pínulítið bréf til ykkar. Mér þótti voða vænt um það. Það er svo gaman að tala við ykkur. Ég hef það alltaf skemmtilegt, mér leiðist aldrei. Og alltaf er eitthvað að gerast hér á Blaðinu, svo að mér getur ekki leiðzt. Það var einhverntíma í febrúar. Ég var að kvitta fyrir ársgjöld, sem send höfðu verið Barnablaðinu. Það er svo gaman að gera það. Eg er farin að þekkja mörg börn og veit hvar þau eiga heima. Nei, nú má ég ekki gleyma því, sem ég ætlaði að fara að segja ykkur. ]á, þegar ég var að gera þetta, heyrði ég eitthvert þrusk f forstofunni og þungan andardrátt. Þá sé ég gegnum gluggann, að gamall maður, stór vexti, er kominn inn í forstofuna, og er að verka af sér snjóinn, því að það var liríð úti. Gamli maðurinn talaði alltaf við sjálfan sig á meðan hann var að verka af sér snjóinn. Var ég hrædd? Já, pínulítið. Mér fannst ég hefði aldrei séð svona stóran mann. — Þetta er nú meira veðrið, sagði hann um leið og hann kom að afgreiðsluborðinu, og púaði í skeggkampinn. Hefði það ekki verið fyrir hann nafna minn, sem ég get aldrei neitað um neitt, hefði ég ekki brotizt hingað í þessu óveðri í dag. Þegar ég fór að heiman bað hann mig, blessaður vinurinn, að koma hér við og borga Barnablaðið fvrir sig. Það mun vera hér sem ég á að greiða það. Er ekki svo? — Hver er hann? spurði ég, og ég heyrði að rödd mín skalf pínulítið, maðurinn var svo örðuvísi en aðrir menn. — Og það er nú hann dóttursonur minn, og heitir Jón eins og afi. — Hvar á hann heima? — Flettu upp á Norður-ísafjarðarsýslu, rýjan mín, þá finnur þú hann. Þeir eru ekki orðnir svo margir byggðu bæirnir þar eftir, þvílík ósköp, hver sveitin af annarri að fara í eyði. — Ég þorði ekki að spyrja meir, því að augabrýrnar voru svo háar og loðnar á hon- um, og þær gerðu hann svo strangan og alvar- legan í augum mínum. Það var rétt, sem gamli maðurinn sagði, þeir voru ekki margir skrifaðir í bækur okkar í Norður-ísafjarðar- sýslu. Ég var því fljót að finna dótturson hans. Og um leið og ég las nafn hans, sagði ég við gamla manninn: — Hann skuldar ekki neitt. Hann hefur greitt fyrirfram í fyrra. — Það er svo. Borgaði í fyrra. Snaggara- lega gert af honum, sjö vetra gömlum. Þarna er nafna rétt iýst. Borgaði í fyrra. Geri aðrir betur. Hann væri þá ekki líkur ættinni, bless- aður vinurinn, ef hann léti það vefjast fyrir sér að standa í skilum. — Borgaði í fyrra. — Nafni hefur þá ætlazt til þess að ég borg- aði fyrir næsta ár. Nú, jæja, hvað kostar blaðið yfir árið, hróið mitt? Skelfing ertu annars öll lítil og grönn. Ertu íslenzk? Það yrði lítið úr þér í Norður-ísafjarðarsýslu, eins og nú er orðið að lifa þar. Ég roðnaði út undir eyru og flýtti mér að segja: — Argangurinn kostar kr. 45. Það er sama verð og í fyrra. Þegar hann hafði afhent mér peningana, fór hann, án þess að kveðja mig, og ég heyrði,

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.