Barnablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 19

Barnablaðið - 01.02.1968, Qupperneq 19
að hann var að tauta eitthvað fyrir munni sér, sem ég ekki heyrði hvað var. Ætli það hafi ekki verið eitthvað um mig. En óðar en ég vissi af, var hann kominn inn til mín aftur. — Það var eitt, sem ég gleymdi, rýjan mín. Það var einhver Hadda Padda, sem nafni bað mig fyrir skilaboð til. Er hún hér? — Það er engin Hadda Padda hér, svaraði ég og roðnaði meir en nokkru sinni. — Það er fráleitt, að nafni fari með annað en það sem rétt er. Hann bað mig fyrir orð til Höddu Pöddu, og hana verð ég að finna. Bíddu við góin mín, hann skrifaði eitthvað á rniða. Það var áreiðanlega Hadda Padda. Á rneðan liann talar svona og mest við sjálfan sig, tekur hann upp peningaveski sitt. Það var fornfálegt ákaflega og gengið af saumum, og hann hafði vafið seglgarni utan um það. — Hérna mun það koma. Það er allt eins. Þessi forstöndugheit hjá blessuðum drengnum, að láta mig fá nafnið skrifað. Þarna er ættinni lýst. Lestu þetta tátan mín, svo að ég þurfi ekki að taka upp gleraugun mín. Þá sérðu það líka, hvort okkar hefur á réttu að standa, ég spyr ekki að því, hvort nafni hafi ekki sagt mér rétt um nafnið. Þú ættir að þekkja hann. — Það stendur Adda Hadda, sagði ég, og blóðið ætlaði að springa út úr kinnum mín- um. — Hvað segir þú, Adda Hadda? En þessi nöfn. Það var öðruvísi í mínu ungdæmi, þá hét þó mannfólkið mannanöfnum. Hvar er hún þessi — hvað sagðir þú, — Adda Hadda? — Það er ég, og roðinn helltist niður um allan háls á mér. — Heitir þú Adda Hadda? Ja, það tarna! Jæja, nafni minn bað mig að spyrja þig eftir því, hvort Kinza litla muni lifa eða deyja á öllum þessum flækingi og hrakningum, sem hún hefur lent í með bróður sínum? Já, hvort hún muni lifa eða deyja? Nafni minn hefur lesið söguna fyrir mig í Barnablaðinu, svo að ég er farinn að kannast við nafnið. — Les fyrir afa, svona eru artirnar og hugulsemin, ættin er svona maður lifandi. — Ja, hvort hún mundi lifa eða deyja. — Ég má ekkert segja um það, svaraði ég, því að þegar ég réðst hingað við Blaðið, var mér sagt að ég yrði að vera orðvör og þag- mælsk. Ég bið bara að heilsa nafna þínum og þakka honum fyrir skilvísa greiðslu á Barna- blaðinu. — Þagmælsk, sagðirðu góin mín. Það er gott að vera þagmælsk. Ég hef líka kunnað að þegja um dagana, skal ég segja þér, og ekki hef ég lagt það í vana minn að bera ná- ungann út á hræsibrekku (tala illa um ná- ungann A. Hadda). Svo að nafni fær þá ekki að vita þetta. Síðan kvaddi gamli maðurinn mig. Um leið og hann gekk út, heyrði ég hann vera að hafa fyrir munni sér: — Hvað sagðist hún heita, Adda Hadda? Það var ekki hætt við því að nafni myndi það ekki, hann man allt. En skelfing er hún öll lítil og grönn þessi padda, hreinasti píslarungi. Það hefði orðið lítið úr henni norður á Ströndum í mínu ungdæmi, dáið undir eins, undir eins. — En vel skrifar hún. Ég heyrði ekki meir, en ég hugsaði: Ó, bara að Jói í Keflavík hefði heyrt síðustu orð gamla mannsins, þá tryði hann því kannski að ég kynni að skrifa. (Samanber bréf til Öddu Höddu í tveim síðustu tölublöðum Barnablaðsins. Ritstj.). dH'5!3 SECÍ JEA ‘I-iejj -tnuiES -uÁ->[s — -EgEqs nutq jaaS mrpcj jraqqa jeS StuuEíj -amjE giquiE[ msngis ge oas ptqs 'suts -spn jij' jijá uueqodÁaq pmjj ua ‘jea uuiqod -Áaq mas jec| jpja giqmBj ippqs '-tnjjE Eqeq jij giqmEj gam uusq joj e<j 'uupjn uuEq IJJ9S jsæjq 'giquiEj uuijngEm ijjnjj jsjájj h sia y nxyo gia was 19

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.