Barnablaðið - 01.02.1968, Side 21

Barnablaðið - 01.02.1968, Side 21
beddanum, sko í rúminu?“ „Ne-ei, bara stundum." „Hvað er þetta, getur læknirinn ekki sett saman einhverja mixtúru svo að honum batni? Ég veit nú ekki bemr en að þessir læknar séu til þess að lækna, þegar ein- hver er veikur,“ gall við í Birni. „Jú, hann tékk meðul, en pabbi segir að hitt hafi miklu betri áhrif.“ „Hvað meinar þú?“ „Jú, sjáðu til, mamma mín trúir á Guð og hún hefur beðið Jesúm að lækna pabba,“ sagði Geir lágum rómi. „Pabbi var fyrst svolítið byrstur og sagði, hvaða bænastagl er þetta, kona. Hvað heldurðu að þetta þýði? En mamma hélt áfram að biðja. Nú er pabbi svo mildur á svip og innilegur í málróm, og pabbi er nú farinn að segja: Viltu ekki biðja fyrir mér, góða mín, mér líður svo vel á eftir. Ég held áreiðanlega að þetta sé það bezta. Mamma segir, að læknirinn geri allt sem hann geti og meira verði ekki krafizt af honum, en Guð er meiri, segir hún, og Jesús er hinn mikli yfirlæknir og getur læknað alla þá sem treysta honum.“ „Uss, er þetta ekki bara bull og vitleysa!" sagði Björn. „Hvað haldið þið, strákar. Valdi og Kalli? Annað hvort er maður lasinn eða ekki. Það á ekki að blanda Guði inn í þeita“. „En hvað er nú þetta? Silungur! — silung- ur!“ æptu drengirnir í einum kór. En þá skeði það, að kría, sem hefur líklega fundizt virðingu sinni misboðið, vegna hávaðans í drengjunum, renndi sér niður á fluginu og goggaði í húfuna á Birni. Honum varð svo bilt við, að hann baðaði út höndunum og steyptist á höfuðið á bólakaf, beint ofan í sjóinn. Drengirnir störðu agndofa niður í golgræn- an sjóinn og sáu iljar drengsins hverfa. Nú voru góð ráð dýr. Og það næsta sem skeði, var það, að þeir sáu Geir henda sér fram af bryggjunni og í sjóinn. Þeir urðu næstum mállausir af undrun og skelfingar- svipur færðist yfir andlit þeirra. Þeir litu hver á annan, gersandega ráðþrota. Þeir vissu, að engan tíma mátti missa. Það sem varð að gerast, varð að gera undir eins. Karl ætlaði áð hrópa á hjálp, en hljóðið kafnaði í hálsi hans, og hann kom engu hljóði upp. Valdi- mar þreif í kaðalspotta, er lá þar, en hann var alltof stuttur. Bryggjan var alllöng og óvíst hvort nokkur væri þarna í grendinni, því að fólkið var farið heim úr beitingarskúrunum. „Við verðum að fá bát,“ stundi Valdimar, en þetta tók allt sinn tíma. Og nú liðkaðist um málbeinið á Karli. Svo fór hann að skæla. Há- skælandi hrópuðu þeir á hjálp og vissu ekki hvort þeir ættu að vera kyrrir eða hlaupa burt. Þá kom eitthvað í ljós niðri í sjónum. Það var Geir, sem hélt annarri hendi í háls- málið á Birni, en með hinni svamlaði hann, og nú komu þeir upp úr sjónum. Geir blés mikið og skyrpti, og nú greip hann í tré- stólpa og hékk þar og virtist örmagna af þreytu, en Björn bærði ekki á sér. „Guði sé lof,“ slapp út úr Valdimar. „Bíddu rólegur, Geir, Geir, haltu þér, ég ætla að skreppa og ná í lengri kaðal,“ og svo var hann þotinn burt. Hann kom aftur að vörmu spori með snærishönk og lét endann síga niður til þeirra. Þannig hjálpuðust þeir að því að draga Geir meðfram bryggjunni alla leið upp í fjöru. Nú var fólk farið að drífa að, og hrósaði Geir mjög mikið fyrir snarræði hans og dirfsku. Aftur á móti höfðu drengirnir stein- gleymt bjarghring, sem var ávallt á bryggj- unni og hékk þar á staur en var sjaldan not- aður, sem betur fór. Drengirnir urðu dálítið skrítnir á svip, þeg- ar minnzt var á það, að þeir skyldu nú ekki muna eftir bjarghringnum. Björn hafði rot- azt í fallinu og misst meðvitund, en náði sér brátt og þakkaði Geir með klökkum huga björgun sína. Seinna meir, þegar drengirnir spurðu Geir, hvers vegna honum hefði dottið í hug það eina rétta og framkvæmt það sam- stundis, sagði hann á sinn rólega og elsku- lega hátt: „Það er fyrirbænunum hennar mömmu allt að þakka. Ég veit að hún biður fyrir mér á hverjum degi. Um leið og Björn féll í sjóinn, sá ég þetta í huga mér. Kannski slær hann höfðinu við eitthvað. Rödd í brjósti mínu sagði: Steyptu þér niður á eftir og bjargaðu honum. Og ég hlýddi og Framhald & bls. 41. 21

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.