Barnablaðið - 01.02.1968, Side 24
KINZ A
Framhald af bls. 13.
Síðan kom kvöldið og sólin gekk undir
á bak við turninn í gömlu borginni. Storka-
m.imma stóð á öðrum fæti í hreiðrinu, og
skuggamynd hennar varð einkennilega skýr
er hún bar við hin rósrauðu ský. Hamid og
Ayashi sátu, ásamt nokkrum öðrum félögum
á tröppum nokkrum og beindu athygli sinni
að bændunum, sem voru að safnazt saman á
torginu. Næsta dag átti að verða kaup-
stefna. Þeir, sem komið höfðu langt að, röð-
uðu sekkjum sínum upp að múrnum. Síðan
iögðu þeir sig til svefns innan um vörurnar.
Þegar tók að rökkva, var kveikt á lömpun-
um í búðunum. Nokkrir smádrengir, sem
lokið höfðu dagvinnu sinni, fylltu flokk þeirra
sem sátu í tröppunum.
„Komið þið! Nú fer hún að opnat“
Það var Ayashi, sem gaf merkið. Hann
leit út fyrir að vera nokkurs konar foringi
drengjanna. Hann gaf Hamid merki, að
fylgjast með, en hann hikaði. Honum fannst
hann vera að missa jafnvægið hið innra með
sér. Samtímis því, sem hann kenndi sárt til
hungurs, hafði liann innilega löngun til að
fá að vita, hvernig litlu systur hans leið. En
á hinn bóginn aftraði varkárnin honum. Að
hugsa sér, ef hann yrði neyddur til að segja
eitthvað í návist Kinzu. Þá mundi hún áreið-
anlega kannast við röddina og koma til hans,
og það mundi vekja athygli allra.
„Hvers vegna kemur þú ekki? — Flýttu
þér!“
Það var Ayashi, sem sneri sér við og spurði.
Hann hafði þegar gengið nokkurn spöl, en
Hamid hristi aðeins höfuðið. Hann ætlaði
ekki að koma. Hann sat kyrr á tröppunum,
studdi hönd undir kinn og var óánægjulegur
á svipinn. Honum hafði liðið vel allan
daginn í félagsskap Ayashis. En nú var eins
og hann skyndilega væri búinn að gleyma
Ayashi og hinum öllum. Aftur á móti var
þráin eftir mömmu og Kinzu búin að ná tök-
um á hjarta hans. Honum fannst hann ætla
að yfirbugast. En hann reyndi að herða sig
upp. Og smám saman kom það. Hann gat ekki
fyrirgefið sjálfum sér, að hafa verið svo
heimskur, að fylgjast ekki með hinum. Þá
hefði hann að minnsta kosti haft nokkurn
möguleika á að sjá systur sína og vita hvernig
henni liði. Hann hefði fengið að heyra rödd
hennar, og vísast var ekkert það til, sem hefði
glatt hann meira. Það svaraði áreiðanlega
kostnaði að fá að sjá hana einu sinni enn,
hugsaði hann.
Hann stóð upp. Nú hafði honum dottið
nokkuð í hug. Hann ætlaði ekki að fara inn,
heldur nema staðar útifyrir dyrunum eins og
kvöldið áður, og aðeins gægjast inn gegnum
gættina. Ef til vill mundi hann á þann hátt
fá að sjá Kinzu, allra snöggvast. Ef til vill
mundi hann geta séð hana gegnum gluggann.
Eins og þjófur með vonda samvizku, læddist
hann inn á dimmu hliðargötuna. Þar fór
hann fram með húshliðinni, þangað til hann
kom að opnum húsdyrunum. Út um dyrnar
streymdi ljósið alveg eins og kvöldið áður.
Hann gægðist varlega inn, en liann sá alls
ekkert til Kinzu, heyrði aðeins skvaldrið í
drengjunum, og síðan hinn mikla hávaða,
er þeir fóru að syngja. Kinza var greinilega
ekki með þarna, og hér var liann sjálfur kom-
inn á hættulegan stað. Þess vegna læddist
hann burtu og settist á sorphauginn. Hann
fór að gráta, þegar hann hugsaði um það, að
allir vinir hans og litla systir hans einnig,
voru komnir inn og höfðu fengið bæði mat
og vernd, meðan hann sjálfur sat utan dyra.
Allt í einu kom einhver í ljós í dyrunum.
Það var kristniboðinn, sem kom út til þess að
gá að því, hvort það væru nokkrir fleiri, sem
vildu koma inn áður en hún byrjaði barna-
samkomuna. Hún hafði komið svo hljóðlega,
að Hamid hafði ekki veitt henni athygli strax.
En á meðan hún stóð þar og horfði út á
götuna, heyrði hún grát og snökkt. Hvaðan
kemur þetta? hugsaði hún. Um leið kom hún
auga á litla vesalinginn, sem sat í hnipri á
sorphaugnum og grét. Hún færði sig eilítið
nær lionum. Þegar Hamid heyrði fótatak
hennar, varð hann hræddur og stökk á fætur,
en hún stóð alveg í veginum fyrir því, að
hann gæti forðað sér. Það var enginn mögu-
24