Barnablaðið - 01.02.1968, Síða 28

Barnablaðið - 01.02.1968, Síða 28
Fiskimannastígurinn i Jón og Axel voru í sumarleyfi. Þeir höfðu farið út í sveit, til þess að njóta lífsins sem bezt. Heimilið, sem þeir voru á, var rétt við ströndina, og þar í landareigninni var stærð- ar klettur. Þarna fannst þeim gaman að vera, og við klettinn eyddu þeir mestu af tíma sín- um. Þar voru hellar og dularfullir skorningar og göng og margt annað leyndardómsfullt, sem gaman var að rannsaka. Það var ekki langur tími sem fór í það að matazt, því að um leið og þeir höfðu rennt niður síðasta bitanum, voru þeir þotnir niður að ströndinni. Einn dag ákváðu þeir að fara í könnunar- leiðangur að nokkrum klettum, sem voru þar nokkuð lengra frá. Þar höfðu þeir aldrei komið áður. Bæði Ax:'l og Jóni fannst þetta vera ákaflega forvitnilegt. Eftir mikla fyrir- höfn komust þeir upp á einhvern allra ha*sta klettinn. Þaðan höfðu þeir stórkostlegt útsýni. Rétt þar fyrir neðan var vogur eða vík með mjúkum sandi. Nú voru þeir ekki lengi að hugsa sig um, hvað þeir skyldu gera. Auð- vitað að fara að synda, og þeir fóru eins og örskot niður af klettinum aftur og hlupu „Ég vil mikið heldur fá Biblíu, en að sjá Georg Washington,'' svaraði drengurinn. Annar aðkomumaðurinn virtist vera mjög hrifinn af þessu svari og sagðist vilja óska þess, að drengurinn varðveitti alltaf þetta hugarfar. Daginn eftir var honum sendur pakki. Og innan í pakkanum lá undursamlega falleg Biblía. í henni stóð skrifað: „Frá Georg Washington." Drengurinn vissi ekki, að hann hafði dag- inn áður talað við Georg Washington forseta. 28 eins og kólfi væri skotið niður á sandströnd- ina. Það var jafnsnemma og þeir komu niður í sandvíkina, að þeir fleygðu af sér fötunum og voru undir eins komnir í sjóinn og farnir að busla í honum. En tíminn leið, og þeir sáu fljótlega fram á það, að hér gátu þeir ekki verið svo lengi, sem þeir hefðu viljað. Foreldrar þeirra voru heima og væntu þeirra auðvitað á réttum og tilteknum tíma. En hvar var nú stígurinn, sem þeir fóru eftir liingað? Það var spurn- ingin. Hvernig sem þeir skimuðu í kringum sig, sáu þeir engan stíg. Og það versta var, að þeir voru hreinlega búnir að tapa átt- unum. Og sem þeir stóðu þarna alveg ráðalausir, réri maður á báti fram hjá þeim og kallaði til þeirra, og sagði þeim hvar stíginn væri að finna. Maðurinn tók sér tíma til þess að áminna þá um það að fylgja stígnum ná- kvæmlega, og fara ekki út á neinn annan veg, sem yrði kannski fyrir þeim. Ef þið takið einhvern annan stíg, vitið J^ið ekkert hvar þið lendið, sagði maðurinn við þá. Drengirnir þökkuðu manninum innilega fyrir aðstoð hans. Jón vildi um fram allt fylgja ráðum fiskimannsins, en Axel fannst það ekki nauðsynlegt. Til afsökunar hafði hann það, að Fiskimannastígurinn væri bæði erfiður og langur. Hér og þar sá hann aðra stígi, sem hægt var að ganga. Þá fannst hon- um líka miklu léttara að ganga. „Við skulurn heldur fara þennan,“ sagði Axel, þegar hann kom auga á nýjan stíg. Sérðu ekki, hvað hann liggur hátt?“ En Jón vildi ekki hlusta á hann. Hann hugsaði að- eins um heilræði sjómannsins, og treysti því, að hann þekkti veginn bezt, og ráðum hans

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.