Barnablaðið - 01.02.1968, Síða 29

Barnablaðið - 01.02.1968, Síða 29
væri bezt að treysta og fara eftir. En Axel var þrár og ákvað að stytta sér leiðina, eins og hann kallaði það. „Ég býð þarna uppi,“ kallaði hann til Jóns, um leið og hann hljóp frá honum. Eftir nokkrar mínútur var hann kominn í ófæru við háan klett. Það var engin leið fyrir hann að halda lengur áfram. En það, sem alvar- legast var, það var ómögulegt fyrir liann að komast aftur til baka. Síðasti spölurinn hafði verið svo brattur og hættulegur, en fyrir áhuganum að komast þarna upp, hafði hann ekki veitt því athygli, hvað þetta var hættu- legt. Nú stóð hann þarna alveg hjálparlaus. En Jón hafði farið nákvæmlega eftir því, sem sjómaðurinn réði þeim til að gera. Hann fylgdi Fiskimannastígnum og hirti ekkert um neina aðra stígi. Og þegar hann kom á hæð eina, varð hon- um heldur en ekki bilt við, er hann sér að Axel er kominn í hinn mesta lífsháska. Axel kallaði líka til Jóns og sagði honum hvernig komið væri fyrir sér, að hann kæmist hvorki upp né niður. Nú voru góð ráð dýr. Hann sá undir eins að það var ekki á ráði sínu að hjálpa hon- um. Það eina skynsamlega var að flýta sér heim og sækja hjálp þangað. Og þetta gerði hann líka. Því betur var liægt að bjarga Axel áður en það var orðið of seint. Og annað gott var við þetta, að Axel gleymdi þessu aldrei. En því miður eru margir drengir og stúlkur lík Axel í þessu. Þau vilja fara sínar eigin leiðir, bæði sjálfum sér og öðrum til mikillar sorgar og skaða. Biblían segir, að það sé aðeins einn vegur til himins. Þessi vegur er Jesús Kristur, en bæði ungum og gömlum gengur svo illa að trúa þessu. Fólk heldur að margir vegir liggi til himins, að maðurinn geti valið sjálfur um það, hver honum þyki beztur og skynsam- legastur. En fyrr eða síðar komumst við að því að við lokumst við klett, sem okkur verð- ur of hár, eins og Axel. Þá er gott að vita, að til er einn, sem getur hiálnað, begar hrópað er til hans. Hann ber nafnið Jesús. Litli drengurinn og lambið hans Framhald af bls. 4. sé ég þig aldrei aftur, og þó þykir mér svo ósköp vænt um þig.“ Hann skildi lambið eftir hjá slátraranum og sneri grátandi heim. En orð móður lians: „Guð blessi þig, sonur minn,“ hljómuðu í eyrurn hans svo að hann hætti að gráta. Þessir tveir dalir hjálpuðu föður lians til heilsunnar aftur, því að fólk í þorpinu sem heyrði um Jóhannes og lambið sem hann fórnaði tók sig til og hjálpaði þessari fátæku fjölskyldu. Smám saman kom Mikael á fætur aftur, og það leið ekki á löngu þar til þau gátu borgað húsaleiguna. Mikael gat ekki tára bundizt þegar hann heyrði hvað sonur hans hafði gert fyrir hann. Hann kallaði drenginn til sín og sagði: „Jó- hannes, elsku barnið mitt, getur þú skilið, Iivað það þýðir að færa fórn? Það hlýtur að hafa kostað þig mikið stríð að farga lambinu þínu, mín vegna.“ „Já, pabbi minn, ég tók það nærri mér.“ „Ef þér hefði ekki þótt eins vænt um mig og raun ber vitni, hefðirðu þá getað gert það.“ „Nei, vissulega ekki,“ svaraði drengurinn. „Mundu ævinlega eftir því, að það var vegna þess að Guð elskaði okkur svo mikið, að hann gaf okkur Jesiim, sinn eingetinn son, og Jesús gaf sjálfan sig í dauðann fil þess að frelsa okkur frá eilífum dauða. Hann opnaði ekki munn sinn fremur en lambið, sem leitt er til slátrunar, heldur gaf hann sig fúslega í dauðann fyrir mig og þig. Mikill er kærleik- ur Guðs til okkar. Hvert skipti sem þér dettur í hug lambið þitt, þá skaltu minnast Jesú, þess Guðs lambs, sem ber heimsins synd.“ Bezt er að gera eins og Jón. Byrja leiðina á hinum rétta vegi og ganga hann síðan allt til enda. Það getur stundum mætt misskiln- ingi, en það gerir ekkert til, því að ef við höldum okkur fast á veginum, náum við endanlega heim til himins, þangað sem við viljum öll komast um síðir. Or Kirkeklokken. 29

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.