Barnablaðið - 01.02.1968, Page 32
Undursamleg varðveizla
Kristján var stilltur og rólegur drengur,
sem langaði mildð til að vera í ró og næði. En
hann áai sex systkini, sem riiust mjög oft, svo
að næði 'fékx hann ekki. Honum fannst þau
þrjú systkini, sem voru eldri en hann, of
stór tii að ieika sér við, og yngri systkinin
of lítil. Það var ekki gaman að vera fæddur
svona inn á milli.
Nálægt heimili hans var stór verksmiðja,
og í kringum hana afgirt svæði. Það þótti hon-
um mjög leiðinlegt, vegna þess að þetta af-
girta svæði lokaði leiðinni að stöðuvaíninu
og fram á bjargið. Það hlyti að vera mjög
gaman að komast þarna innfyrir. Dag einn
uppgötvaði hann nokkuð. Á þessari háu girð-
ingu var gat, sem hægt væri að komast í gegn-
um. Og án þess að nokkur maður tæki eftir,
heppnaðist honum að komast innfyrir. Þar
byrjaði hann strax að byggja sér kofa. Eftir
eina viku var hann alveg tilbúinn. Þetta var
sannkallaður friðarstaður. Inni í kofanum var
lítill stóll, sem hann hafði fundið. Það voru
engir fætur á honum, en það gerði ekkert til,
vegna þess að kofinn var svo lá,gur. Mikið
var það dásamlegt að fá að vera í friði fyrir
systkinum sínum. Hér gat hann setið og hugs-
að um eitthvað skemmtilegt, án þess að þau
trufluðu hann. Það sem hann þurfti að læra,
lærði hann heima, en hingað fór hann sér til
skemmtunar.
Dag einn er hann kom heim úr skólanum,
bað mamma hans hann að fara í sendiferð
fyrir sig. Mikið var þetta óheppilegt. Veðrið
var svo undursamlega fallegt þennan dag og
helzt af öllu hefði hann viljað ganga fram á
bjargið og vera í kofanum sínum. Hann ætl-
aði svo sannarlega að flýta sér að ljúka sendi-
ferðinni af, svo að hann gæti sem fyrst farið
í kofann sinn. En á leiðinni heim mætti hann
ömmu. Hún spurði hann, hvort hann vildi
vera svo góður að hjálpa sér í garðinum
þennan dag. Kristján setti hendurnar aftur
fyrir bak og setti upp vandræðasvip. Nú kom
einnig hún til að hindra hann. En amma hans
var alltaf svo góð, svo að honum fannst ómögu-
legt að neita henni um hjálp, þó honum
fyndist það miður.
Meðan Kristján var að vinna í garðinum,
ásamt örnmu sinni, heyrðust allt í einu ægi-
legar drunur. Það var eins og verið væri að
sprengja einhvers staðar. Aftur heyrðust þessi
hræðilegu hljóð. Drunurnar voru svo kröft-
ugar að jörðin nötraði undir fótum þeirra.
„Þeir eru bara að sp'rengja við verksmiðj-
una,“ sagði amma hughreystandi.
„Eru þeir að sprengja í bjarginu þarna?“
„Já, þeir eru að sprengja hluta úr bjarg-
inu. En mikið ert þú fölur, drengur. Er eitt-
hvað að þér?“
Það var satt, hann var fölur. Hugsa sér,
ef hann hefði verið í kofanum núna.
„Kofinn minn!“ hrópaði hann upp yfir sig
óttasleginn.
Amma hans vissi ekkert um kofann, svo
að nú varð Kristján að útskýra þetta allt fyrir
henni. Nii var það amma hans sem varð föl.
„Ert þú alveg frá þér, Kristján. Veiztu ekki
að það getur verið lífshættulegt að fara inn
á bannsvæði. Þú varst sannarlega heppinn
drengur.“
Á heimleiðinni hugsaði hann stöðugt um
það sem amma hans hafði sagt. En Guð hafði
í náð sinni litið til hans. Vegna þess að hann
hafði hjálpað mömmu sinni og ömmu, þá var
lífi hans bjargað. Heima mættu systkinin hon-
um. Þau voru að rífast og höfðu hátt eins og
venjulega. En nú rak hann þau ekki í burtu.
Honum fannst meira að segja dásamlegt að
32