Barnablaðið - 01.02.1968, Síða 36

Barnablaðið - 01.02.1968, Síða 36
Og þá fann Steini upp á því snjallræði, að fylgja honum, hvenær sem hann komst hönd- um undir, og kenna honum versin sín. Hann fór h'ka í laumi að hjálpa honum til að lesa, og þá fór Kela að fara fram, og hann varð sér ekki til skammar hjá prestinum. En þetta vissi enginn nema þeir tveir. Þetta gat Steini 9 ára gamall. Þá var hann brautryðjandi. Hvaða steinum ruddi hann úr vegi? Ólund, öfund, vanþakklæti og hver veit hverju fleiru. Um þá vondu steina hefur margur hnotið og meitt sig, stórslasazt jafnvel ævilangt. Var þetta lítilsvert? Finnst ykkur nú ómögulegt, að þið gætuð sjálf eitthvað gert þessu líkt? Mörg börn þekkið þið nú, yngri og eldri, sem hefðu þörf á, að steinum væri rutt úr götu þeirra. Og mikið undur er gam- an að geta það og gera það. ★ Og ég skal segja ykkur aðra sögu. Þar var nú ekki miklum vitsmunum til að dreifa. Drengur á 9. ári lá afskaplega lengi og mikið veikur, og þegar honum loks fór að batna, þá var hann svo útleikinn, að fólk hélt, að hann mundi aldrei verða jafngóður, líklega aum- ingi og ómagi alla sína ævi. Á næsta bæ var fullorðin stúlka, sem hafði alltaf þekkt dreng- inn og kenndi mjög í brjósti um hann. Hún var nú ekki í miklu áliti sjálf, ósköp fávís og oft hlegið að henni fyrir hvað hún væri lieimsk. Hún vann hjá sínum og fékk ekki kaup og átti svo sem ekkert til, nema fötin sín. En góð var hún í sér, og það kom eink- um fram við börn og allar skepnur. Hana langaði til að geta eitthvað glatt litla aum- ingja drenginn, en þetta var langt uppi í sveit, og hún átti ekki neitt til að gefa hon- um, og ekkert sælgæti gat hún búið til handa honum, en langt í kaupstað og þetta um há- vetur, og hún átti ekki heldur neina pen- inga. En hún átti dálítinn ullarlagð fi'á því um sumarið áður, og kunni ágætlega að spinna og prjóna. Svo bjó hún til forláta vetlinga, en ekki þurfti drengurinn í rúminu þeirra við, og ekki hefði honum þótt vænt um að fá þá. En svo fréttir hún, að maður ætli suður í Reykjavík þar úr sveitinni, en slíkt var fá- •títt um þær mundir. Hún fékk að bregða sér þangað, sem hann átti heima, og biður hann að reyna nú að selja fyrir sig þessa vetl- inga og kaupa fyrir þá eitt pund af rúsínum og gráfíkjum. Það tókst. Og eitt kvöld í rökkr- inu kemur hún svo með þetta og færir drengn- um, sem aldrei á ævi sinni hafði eignazt slík- an happafeng. Þess konar var næsta fágætt up»ii í sveit í þá daga. Mörgum árum seinna dó þessi stúlka. Þá var drengurinn orðinn stúdent. Hann grét, þegar hann frétti látið hennar. Líkast til að engrinn hafi gert það annar. Af hverju haldið þið, að hann hafi grátið? Ekki af því, að hann vorkenndi henni. Hann var sannfærður um, að hún væri komin þangað sem hún ætti langtum betra. Það var gleðiefni. En hann sá eftir því, að geta nú aMrei borgað henni rúsínurnar. Hann hefur síðan eert öðrum eitt og annað gott, og fengið bakklæti fvrir, en enginn veit, liversu oft bað bakklæti hefði að réttu lagi átt að lenda hjá fávísu stúlkunni, sem gaf honum rúsínumar. Það dettur engum í hug að kalla þau mikil- menni hann Steina litla og rúsínustúlkuna, en þau eiga í því sammerkt við mestu og beztu mennina, sem til hafa verið, að bað sem bau gerðu, var öðrum til góðs og ekki gert í launa skvni, og enginn, nema sá, sem al't sér og þekkir, veit, hvað mikið gott leiddi af bví og getur haMið áfram að leiða af því um ókomin ár og aldir. Það er svo um verkin, sem við gerum, iafn- vel þau sem lítil svnast. Þau eru eins og fræ- korn, ef þau falla í hentuga iörð á hentimim tíma, þá vaxa þau upo, bera ávexti og ótal nv fræ. Og þetta á sér iafnt stað um bað, sem við gerum gott, og hitt, sem við gerum illt. Af því góða getur sorottið gæfa og marg- föld blessun frá kvni til kvns, og af bví illa margföld ógæfa og eymd, svo að enginn sér fyrir endann á. Tekið úr „Kvöldræðum" eftir séra Magnús Helgason. 36

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.