Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 40

Barnablaðið - 01.02.1968, Blaðsíða 40
Er ég var í skóla kom fyrir atvik, sem ég gleymi aldrei. Við áttum félaga, sem VVatson hét. A hverjum morgni sáum við, að hann rak á undan sér kú út í hagann og kom með hana til baka á hverju kvöldi. Við vissum ekki hvaðan þessi kyr var, eða liver hana átti fyrr en löngu seinna. Drengirnir í þessum skóla voru svo að segja allir frá elnuðum heimilum og nokkrir þeirra voru svo lágt hugsandi, að þeir hæddust að þessum dreng. En Watson tók stríðni þeirra með stillingu og fallegri framkomu. „Watson," sagði Jacson einn dag, „hefur pabbi þinn ekki ákveðið, að þú eigir að verða kúabússtjóri?” „Jú, því ekki það,“ sagði Watson brosandi. „En mundu þá eftir að hella öllu vatn- inu úr brúsunum, þegar þú hefur þvegið þá.“ Drengirnir hlógu, en Watson, sem móðg- aðist alls ekki af þessu, svaraði: „Þú skalt ekki hafa áhyggjur af því. Verði ég einhverntíma mjólkurbússtjóri, mun ég gæta þess að mæla rétt og hafa góða mjólk.“ Daginn eftir var próf í skólanum. Margir bæjarbúar voru til staðar, og einnig frá ná- grannabæjunum. Skólastjóri veitti verðlaun þeim, sem voru duglegastir. Jacson og Wat- son voru jafn duglegir. Þeir fengu mörg verð- laun. Þegar prófi var lokið, sagði skólastjóri, að eftir væru ein verðlaun og væri það heið- urspeningur úr gulli. Þessi verðlaun væru gefin, sagði skólastjórinn, ekki vegna þess að peningurinn væri svo dýr, heldur vegna þess, að tækifærin væru svo fá, til þess að veita þessi verðlaun. Það voru verðlaun fyrir hug- prýði. Síðast, þegar þessi verðlaun voru gefin, var það drengur í fyrsta bekk, sem fékk þau. Hann hafði fyrir þremur árum bjargað stúlku frá drukknun. Og nú, sagði skólastjórinn, að hann ætlaði að segja frá því, hvers vegna þessi verðlaun væru gefin. Fyrir nokkru síðan voru drengir að leika sér á götunni með flugdreka, þegar fátækur drengur reið þar framlijá á leið til miiiunn- ar. Hesturinn fældist og drengurinn hentist af baki og slasaðist svo ilia, að það varð að bera hann heim. Síðan hefur hann nú legið um langan tíma í rúminu. Enginn af drengj- unum sem voru valdir að slysinu, höfðu farið til að vita, hvernig liinum slasaða liði. En drengur, sem hafði séð slysið álengdar, fylgd- ist ekki aðeins með, heldur bauð hjálp sína. Hann fékk að vita að drengurinn var hjá ömmu sinni, sem var ekkja. Það eina sem hún átti, sér og drengnum til framdráttar, var kýr, sem hún seldi mjólkina úr. Gamla konan var orðin veikburða, og nú var sonarsonur- inn, sem var vanur að reka kúna í hagann, óvinnufær sökum meiðsla sinna. „Taktu þessu með ró, kona góð,“ sagði ókunni drengurinn. Ég skal reka kúna, eins lengi og þú þarfnast þess. En ekki nóg með það. Hana vantaði pen- inga, og drengurinn sagði' „Mamma gaf mér peninga, sem ég ætlaði að kaupa bækur fyrir, en ég get vel verið án þeirra um tíma.“ „Ó, nei, þetta get ég ekki þegið,“ sagði gamla konan. En hér eru skór, sem ég keypti handa Tómasi, en eins og er, getur hann ekki notað þá. Ef þú vilt kaupa þá, getum við komizt af með það.“ Drengurinn keypti skóna, sem voru þungir og kiunnalegir, og hefur hann gengið á þeim síðan. Svo, þegar hinir drengirnir sáu hann vera að reka kúna, hlógu þeir að honum, og gerðu rækilega gys að honum. En hann lét það ekki á sig fá, en hélt áfram dag eftir dag að reka kúna út í hagann. Hann sagði aldrei 40

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.