Barnablaðið - 01.12.1968, Side 9

Barnablaðið - 01.12.1968, Side 9
drukknaði á svipstundu, engum var hægt að bjarga. Enn var þess getið á forsíðu nefnds heimsblaðs, að háttsettur embættismaður í einu sambandsríkjanna í Ameríku hefði orðið bráðkvaddur þá um nóttina. „Hann hafði ekki kennt nokkurs lasleika áður,“ stóð í tilkynningunni um fráfall hans. Meira að segja hafði læknir hans athugað heilsufar hans rétt áður, og sagt að hann hefði beztu heilsu. Kvöldið áður hafði hann verið í veizlu, sem ríkisstjórnin hélt vissum gestum, og eng- inn hafði séð annað, en að lrann hefði beztu heilsu. Það er hið venjulega daglega líf mannsins, sem Salómon lýsir með þessum orðum: ,,Eng- inn maður ræður yfir vindinum, svo að hann geti stöðvað vindinn, og enerinn maður hefur vald yfir dauðadeginum" (Préd. 8, 8). „Það liggur fvrir mönnunum eitt sinn að devja, en eftir það er dómurinn (Hebr. 9,27). Þannig farast höfundi Hebreabréfsins orð. Allir viður- kenna raunveruleika dauðans, en samt kemur hann óvænt yfir flestalla menn. Hver sku'u viðbrögð mannsins vera gagn- vart því, að dauðinn kemur svo óvænt til fólks? „Búðu konu þína undir það, að hún geti orðið ekkja,“ var ráðlegging, sem þekkt blað vildi gefa öllum kvæntum mönnum. Tryggðu þig nógu hátt hiá einhverju líf- tryggingarfélagi,“ segja áróðursmenn slíkra félaga. En viðbúnaður af þeirri tegund nær ekki nógu langt. Þessi leið getur tryggt efna- lega afkomu þeirra, sem rnissa ástvini sína, en það tryggir ekki þann, sem dauðinn drep- ur á dvr hjá, fyrir hinu óvænta. Dauðinn er ekki sorgarefni fvrir þann, sem er undirbúinn að deyja. Spámaðurinn Amos segir: „Ver viðbúinn að mæta Guði þínum.“ En hvernig getur maðurinn búið sig undir það að mæta dauðanum? Þeim sem trúir á Jesúm Krist, er burtför héðan af heimi í sannleika trygging upp á það, að vera með Guði hinum megin tialdsins. Páll staðhæfir, að það sé miklu, miklu betra en allt það sem við getum notið hér á jörðu. Ekki und- arlegt þó að T. De Witt Talmadge segi það sem hann segir í þessum orðum: „Hendi þig það slys á götunni, að þú misstir lífið, mundi það ekki skaða þig. Þú mundir standa upp í sömu andrá. Þú mundir standa á liinni himn- esku götu. Þú mundir vera meðal hins himn- eska skara, sem um eilífð þjónar Guði og er eilíflega hamingjusamur.“ Hvenær þarf maður að undirbúa sig? í athyglisverðu kvæði, er komið hefur út eftir Robert Browning segir frá manni, er fyrir hönd ættingja síns leitar leiðbeiningar í and’eeum efnum hjá rabbí nokkrum. Rabbíinn svaraði: „Segðu honum að hann skuli iðrast á dánarbeðnum." „En hvernig getur maður vitað, hvenær dauðastundin kemur?" spurði maðurinn furðu lostinn. „Segðu honum þá, að hann skuli iðrast strax í dag,“ þrumaði rabbíinn. Postulinn Páll segir nákvæmlega það sama: „Nú er híálpræðisdagur." Þetta stóra, óvænta se-m dauðinn er, getur komið á hverri stund sem er. Fyrir þann, sem ekki er viðbúinn þýðir dauðinn eilífa óeæfu. En hinn trúaði, sem er undirbúinn, hann er reiðubúinn til þess að gansra til Paradísar, vegna þess að hann er reiðubúinn að deyja. Tekið úr Ekko. Eru þetta allir sveinarnir? Þá svaraði tsaí Samúel og sagðl: ,,Enn er hinn yngsti eftir, og sjá, hann gætir sauða. Og Samúei sagði við Isai: Send eftir honum og lát sækja hann, þvi að vér setjumst ekki til borðs fyrr en hann er kominn hingað." — Nú sendi pabbi eftir litia Davíð sínum, og begar hann var kominn, sá Samúel undir eins, að hann var ..fagureygur og vel vaxinn." Og nú sagðl Drottinn við Samúel, að nú skyldi hann flýta sér að standa upp og smyrja unga sveininn, því að hann ætti að verða konungur yfir öllum tsrael. Þá var nú Samúel ekki lengl á sér. Hann spratt upp úr sæti sinu og smurði hann til konungs þarna mitt á meðal bræðra hans. ,,Og Andi Drottins kom yfir Davlð upp frá þessum degi." Hafið þlð heyrt fallegrl sögu af iitlum dreng? 9

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.