Barnablaðið - 01.12.1968, Page 23

Barnablaðið - 01.12.1968, Page 23
t»essi mynd er tekin síðastliðið haust af safninu við Skeiðarétt. ungur fórnað 7000 sauðum (2. Kron. 15,11)- Það fé, sem einkum var notað til fórnar, var svo kallað „feitrófu-fé“. Það hafði langa, breiða og feita rófu, sem gat vegið frá 5—7 kg. í sambandi við heillafórnina, var sér- stakt ákvæði um þetta í lögmálinu (3. Mós. 3, 9). Það er eins með okkur íslendinga og for- feðurna: Sauðkindin er vinur okkar allra. Nú eiga íslendingar í kringum 800.000 fjár, sem þeir setja á vetur 1968. Það samsvarar iþví, að þeir hafi átt á fjalli síðastliðið sumar eina milljón og 500.000 fjár. Allra fjárrík- ustu bændur nú eiga 7—800 fjár, sem þeir setja á vetur. Þeir eru þó mjög fáir. — En hvar standa svo eftirfarandi orð í Biblíunni? „Og hann hélt fénu vestur yfir eyðimörk- ina... . Þá birtisthonum engill Drottins.. ..“ Hvar er þetta að finna í Biblíunni? En í Maon var maður, er bú átti. . . . Hann var auðugur mjög og átti þrjú þúsund sauðfjár og eitt þúsund geitur.“ — Hvar er þetta? „Hann leitaði Guðs kostgæfilega. ... og meðan hann leitaði Drottins veitti Guð hon- um gengi. . . . Hann lét. . . . höggva fjölda af brunnum (í eyðimörkinni), því að hann átti stórar hjarðir, bæði á láglendinu og á sléttunni, því að hann hafði mætur á land- búnaði.“ — Hvar er þetta að finna? „Hefur þú ekki lagt skjólgarð um hann og hús hans og allt sem hann á, hringinn í kring? Handaverk hans hefur þú blessað, og fénaður hans breiðir sig um landið.“ — Hvar stendur þetta? 23

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.