19. júní


19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 14

19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 14
kennaraskólans og hjúkrunarkvennaskólans og ein kona, sem er veðurfræðingur. Má búast við, að þessi skólastjóraembætti verði jafnan skipuð kon- um. f 7. fl. eru sömuleiðis „kvennaembætti“, þ. e. yfirhjúkrunarkonur á tveim stórum sjúkrahúsum, Landsspítala og Kleppi. Auk þess eru í þeim flokki nokkur störf, sem konur nú gegna, svo sem safn- vörður í listasafni ríkisins, sem er listfræðingur, tveir kennarar við kennaraskólann, og loks þær tvær konur, sem eru skrifstofustjórar hjá ríkinu. Þar sem 15. fl. er í raun og veru sérflokkur, má heita, að ég sé hálfnuð með launalögin ofanfrá, og tel þar 12 konur, en mér vitanlega leynast ekki fleiri konur bak við þau starfsheiti, sem þar finn- ast. Við lauslega athugun fann ég 11 konur í 8. fl., en má vera að þær séu eitthvað fleiri. 1 9., 10. og 11. fl. eru svo störf, eins og hjúkrunarkvenna, sem vitanlega eru eingöngu unnin af konum, svo önnur, sem konur vinna að nokkru, svo sem kenn- arar, aðstoðarmenn, bókarar og e. t. v. 2. stigs full- trúar. En langfjölmennastur er kvennahópurinn í neðstu flokkunum. 1 12., 13. og 14. fl. eru talsíma- konur og hinir svokölluðu ritarar, lakast launuðu skrifstofumenn ríkisins. Á meðan launalög eru byggð á sama grundvelli og nú, að mér liggur við að segja á gamalli hefð- gróinni vitleysu, verður við ramman reip að draga, að leiðrétta vanmat á störfum, sem konur vinna eingöngu. En hefðin á sér sögu til þess tíma, er konum var greitt minna kaup fyrir hvert það starf, sem þær gegndu. Þegar talsímakonur voru fyrst teknar á launalög 1919, voru þar tilgreindir langtum færri starfsmenn en nú, þ. e. a. s. aðal- lega embættismenn. En þegar nýjar starfsgreinar eru svo felldar inn i úreltan ramma gamalla laga, er starfsmatið gjarnan það, að láta gömlu venjuna ráða um verðgildið, og skilur þá oft á milli „feigs og ófeigs“, hvort kynið hefur numið land í starfs- greininni. Og þó að talsímakonur væru e. t. v. rétt flokkaðar í neðsta flokki 1919, er það hreinasta fjarstæða, að setja þær í svo til lægstu flokkana nú. Ég set hér til gamans kafla úr grein, sem Gísli J. Ólafsson fyrrv. landssímastjóri skrifaði um tal- simakonur i Simablaðið 1916: „Góðar talsímakonur þurfa að vera hraustar, handfljótar, kurteisar, geðgóðar, viðmótsþýðar og hjálpfúsar, og af fremsta megni leiðbeina og greiða fyrir talsímanotendum á allan hátt, þær þurfa að hafa mjúkan og þýðan málróm og hefur það meira að segja en margur heldur, enda er það sums staðar sett sem skilyrði við veitingu slíks starfs. Þær verða að læra að taka því með jafnaðargeði þó þær séu skammaðar og þa jafnvel að óverðskulduðu . . . Árið 1902 stofnaði talsimafélagið í New York fyrsta sima- meyjaskólann í heiminum. Um inntöku í þennan skóla sækja á hverju ári 17000 stúlkur, en það er ekki nema ein af hverjum átta, sem álitin er hæf til að fá inngöngu í hann. Á þessu geta menn séð, að það er ekki alls staðar álitið, að hver sem er geti tekið að sér þetta vandasama og van- þakkláta verk, sem simastúlkan innir af hendi. Hér standa viðskiptamennirnir ekki i röð og híða rólegir þangað til að þeim kemur, eins og menn gera í búðum, bönkum, rakara- stofum og alls staðar annars staðar. Nei, hér vilja allir fó sig afgreidda undir eins. Hér á allt að ganga fljótt, hér verð- ur allt að ganga eins og i sögu, ef vel á að vera, og það gerir það aðeins þar sem eru góðar símameyjar". Við skulum ætla, að hann hafi vitað, hvað hann var að segja, maðurinn sá. Og vart mun nokkur halda því fram, að minni kröfur þurfi að gera til talsímakvenna nú en árið 1916. Og ekki veit ég, hvað ætti að gera við 7 af hverjmn 8 konum, ef úrtakið væri það sama hér og í Ameríku, ef ein- ungis ein af hverjum átta væri tæk í nær lélegustu launaflokka ríkisins. En talsímakonur þurfa nú 10 ár til að vinna sig upp í þau laun, sem sendimönn- um simans eru ætluð, en þeir þykjast að vonum ekki of haldnir af launum sínum. Það þarf sem sé 10 ára æfingu í að taka á móti skeytum og af- greiða símtöl til að jafnast í hæfni við þá, sem bera skeyti og boðsendingar til viðtakanda. Rétt- læti hver sem getur slíkt mat á störfum. Ekki má ég svo við þetta mál skiljast, að ekki sé lítillega minnzt á vélritunarstúlkurnar, sem nú eiga að róa allar á sama bát í 13. og 14. flokki. Þar er augljósasta dæmið um skipun í flokka eftir kynjum. Konur hafa margar tamið sér vélritun og náð í henni mikilli leikni, en karlmenn eru flestir síðri í því starfi og nota því frekar pennann. Að mínum dómi þarf sízt minni hæfni til að vera 1. flokks vélritari en 1. flokks bókari, en starfskipt- ingin skapaði launin meðan konur töldust ekki jafn dýrmætur starfskraftur. Og þegar svo eru samin launalög, í orði kveðnu á jafnréttisgrund- velli, helzt hefðin án endurmats á störfunum. Og er nú svo komið, að samkvæmt þessum nýju lög- um, er þriggja flokka munur á þessum störfum. Og skil ég vart, að nokkur 1. flokks bréfritari verði langlífur hjá ríkinu upp á þessi býti, svo eftir- sóttir, sem þeir eru hjá einkafyrirtækjum. Ef maður flettir launalöguninn er hægt að finna þar ýmislegt, sem telja mætti billegt grín, ef al- varan lúrði ekki á bak við. Hér er eitt dæmi: Yið Skúlagötu í Reykjavik er arðbær rikisverzlun. Af- greiðslumenn þar eru í 10. launaflokki, og eru vissulega vel að því komnir, þar sem þeir mjólka kostamestu kýr ríkissjóðs. En ríkið á aðra verzlun. 2 19. JÚNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.