19. júní


19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 16

19. júní - 19.06.1956, Blaðsíða 16
hennar forsjár og handleiðslu, og minnumst henn- ar jafnan með þakklæti og virðingu fyrir allt það, sem hún var okkur á þeim árum. — Og hvenær lauk svo fyrsti hópurinn fullnað- arprófi úr Hjúkrunarkvennaskóla Islands? — Það var árið 1933. Árið eftir lauk ég prófi. Vorum við 10, sem útskrifuðumst þá, og eru 8 af þeim hópi ennþá í starfi. — En hvernig var hagað námi i hjúkrunarfræð- um áður en Hjúkrunarkvennaskóli fslands tók til starfa? — Þá var námið bundið við spítalana eingöngu, — Vífilstaði, Klepp, Akureyrar- og fsafjarðarspít- alann. Einnig sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum. En 18 mánaða lokanámi og prófi urðu nemamir að ljúka í Danmörku eða Noregi. Reyndar er það svo enn, að nemamir starfa í sjúkrahúsunum úti á landi, nokkra mánuði i senn. En nú er kennslunni þannig háttað, að hjúkrunarnemar byrja á 8 vikna bóklegum forskóla. Síðan hefst verklegt nám í Landsspítalanum og bóklegt til skiptis, 6 vikur í senn það bóklega, og þurfa þá nemarnir ekki að starfa í sjúkrahúsinu meðan á því stendur. Náms- tími er 3 ár, auk forskólans. Við skólann eru nú starfandi, auk skólastjóra, 3 kennslu-hjúkrimarkon- ur og læknar úr öllum deildum Landsspítalans. — Tókuð þér strax til starfa við hjúkmn að af- loknu námi? — Nei, ekki gerði ég það. Flestar okkar reyndu að afla sér einhverrar framhaldsmenntunar. Fór ég til Finnlands ásamt tveim nýútskrifuðum hjúkr- unarkonum. Dvaldi ég nokkra mánuði í því góða landi. Starfaði ég þar um tíma á slysavarðstofu Rauða krossins, síðan á barnaheimili, en þá hafði ég mjög mikinn áhuga á að kynna mér barnahjúkrun. En svo barst mér bréf að heiman. Mér var boðin staða á Vífilstöðum. Og þar sem við áttum engan barnaspítala, og fjárhagurinn þröngur, greip ég þetta tækifæri og tók stöðuna. Á Vífilstöðum starf- aði ég í 91/2 ár. En síðustu 12 árin hef ég starfað á skurðstofu Landsspítalans, fyrst með prófessor Guðmundi Thoroddsen, og nú síðustu árin með prófessor Snorra Hallgrimssyni. — í hverju er starf hjúkrunarkonu á skurðstofu fólgið? — Þetta starf er fjölþætt og mjög ábyrgðarmik- ið. Það krefst mikillar samvizkusemi og þols. — Hjúkrunarkonan aðstoðar læknana meðan á skurð- aðgerð stendur. Hún sér um að rétt verkfæri séu við höndina, þræðir nálar, og réttir læknunum. — Allir hlutir, sem við koma skurðaðgerð, verða að vera rækilega sótthreinsaðir. Undirbúningur er mikill undir aðgerð, hanzkar, sloppar, lök og um- búðir er sótthreinsað, og verkfærin soðin. Hér verð- ur að gæta fyllstu samvizkusemi um þrifnað og varúð, — annars getur illa farið. Á þessum mikil- væga undirbúningi ber skurðstofuhjúkrunarkonan ábyrgð. — En viðhorf hjúkrunarkonunnar til þessa starfs, — tekur það ekki mjög á taugamar? — Starfið er mjög lærdómsríkt. Innan veggja skurðstofunnar er stundum háð barátta upp á lif og dauða, sem að sjálfsögðu getur oft verið ærið örlagarík. Auðvitað fylgir starfi þessu taugaspenn- ingur og eftirvænting, þegar mikið er i húfi, og vafi leikur á um, hvernig takast muni, þó að hinar mestu snillingshendur lækna séu að verki, er gera allt sem í mannlegu valdi stendur, til þess að sigra í þessari baráttu. Og því er það hugarléttir, þegar skurðaðgerð er lokið, og allar líkur benda til þess, að lífi sjúklingsins muni borgið. Þá grípur mann oft einkennilega þægileg þreyta, sem veitir góðan svefn og hvíld. -—■ En hvað segið þér um launakjör hjúkrunar- kvenna? Ég minnist þess, að hafa heyrt fyrir nokkrum árum þann ótrúlega samanburð, að út- lærðar hjúkrunarkonur, sem margar hverjar höfðu kostað miklu til framhaldsnáms, hefðu sömu laun og stúlkur þær, sem þvoðu flöskur fyrir Áfengis- verzlun ríkisins. Ég tók þetta sem hverja aðra skopsögu. — Vel má vera, að saga þessi hafa nálgazt sann- leikann. Oft virtist svo, sem talið væri sjálfsagt, að hjúkrunarkonur gerðu aðeins þær kröfur að hafa rúmlega lil „hnífs og skeiðar“. En sem betur fer ríkir þetta sjónarmið ekki lengur. Við höfum feng- ið drjúgar kjarabætur undanfarin ár, og nú um síðustu áramót verulega launahækkun. Stéttarfé- lag okkar, Hjúkrunarkvennafélag íslands, er aðili að Bandalagi starfsmanna ríkis og bæjar. — Og vinnutiminn? -—■ Hið sama má segja um hann og launakjörin, að mikil breyting hefur orðið þar til bóta. Nú mið- ast vinnudagurinn við 8 st., og greiðsla fyrir yfir- vinnu er greidd á ríkisspítölunum. Þegar ég byrj- aði nám, var vinnudagurinn oftar 10—12 stundir. Auk þess áttum við einnig að lesa undir tíma. En oft fór svo, að svefninn sigraði áður en varði. Nú eru nemarnir 8 stundir á dag við verklegt nám. — En hvað um húsnæðismál hjúkrunarkvenna, — búa hjúkrunarkonumar í sjúkrahúsunum? 4 19. JÍJNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.